Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 46
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 kynferðisofbeldi fyrir 16 ára aldur hefði áhrif á álagsþætti og sálræna vanlíðan á fullorðinsaldri. Efniviður og aðferðir: Landskönnun Heilbrigði og aðstæður fslendinga I byggði á slembiúrtaki 18-75 ára íslendinga (N=1532, heimtur 60%). Svarendur voru spurðir hvort þeir hefðu orðið fyrir alvarlegum nei- kvæðum atburði eða búið við erfiðar aðstæður fyrir 16 ára aldur. Unnið var úr svörum þeirra sem nefndu sérstaklega kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi (nauðgun eða kynferðislega misnotkun). Niðurstöður: Þeir sem orðið höfðu fyrir kynferðislegri áreitni eða kyn- ferðisofbeldi í æsku upplifðu meiri kvíða, þunglyndi og reiði á fullorð- insaldri. Þá kom í ljós að kynferðisleg áreitni og kynferðisofbeldi í æsku tengdist ýmiss konar langvinnum erfiðleikum á fullorðinsárum, auk þess sem kynferðisofbeldið tengdist öðrum neikvæðum lífsviðburðum síðar á ævinni. Loks kom í ljós að kynferðisleg áreitni og sérstaklega kynferðisofbeldi í æsku tengdist kvíða, þunglyndi og reiði á fullorðins- aldri, þótt tekið væri tillit til erfiðleika og áfalla síðastliðna 12 mánuði. Alyktanir: Niðurstöðumar gefa vísbendingar um að kynferðisofbeldi í æsku hafi bein áhrif á sálræna vanlíðan á fullorðinsaldri og einnig óbein áhrif með því að stuðla að neikvæðum atburðum og langvinnum erfið- leikum, sem einnig hafa áhrif á vanlíðanina. Armur kynferðisofbeldis í æsku er langur og hefur margvísleg neikvæð áhrif á aðstæður og líðan einstaklinga fram á fullorðinsaldur. Miklu skiptir að leita færra leiða til að vinna gegn kynferðilegri áreitni og kynferðisofbeldi. E 115 Heilaæðaáföll eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi 2002- 2006 Rut Skúladóttir', Martin Ingi Sigurðsson2, Haukur Hjaltason1J, Tómas Guðbjartsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild og Taugadeild Landspítala rus2@hi.is Inngangur: Heilaæðaáföll er alvarlegur fylgikvilli opinna hjartaskurðað- gerða sem skerðir lifun og lífsgæði sjúklinga. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni og áhættuþætti heilaæðaáfalla í kjölfar aðgerðanna. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 876 sjúklingum sem gengust undir opna hjartaskurðaðgerð á Landspítala 2002-2006. Sjúklingunum var skipt í tvo hópa; þá sem fengu heilaæðaáfall (n=20) og viðmiðunarhóp (n=856). Heilaæðaáfall var skilgreint sem heilaslag með einkennum sem stóðu yfir í >24 klst eða skammvinna heilabióðþurrð (<24 klst). Hópamir voru bomir saman með tilliti til fylgikvilla, skurð- dauða, langtíma heildarlifunar og áhættuþættir heilaæðaáfalls metnir með einþáttargreiningu. Niðurstöður: Tuttugu sjúklingar fengu heilaæðaáfall (2,3%), þar af 17 heilaslag. Sautján sjúklingar gengust undir kransæðahjáveituaðgerð en fjórar voru gerðar á sláandi hjarta. Sjúklingar með heilaæðaáfall voru marktækt eldri, með lægri líkamsþyngdarstuðul og hærra EuroSCORE (7,4 vs 5,2; p=0,004) en áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma voru sambærilegir. Alvarlegir fylgikvillar, þar á meðal fjöllíffærabilun, voru fimmfalt algengari hjá sjúklingum með heilaæðaáfall (p=0,002), heildar- legutími um viku lengri og magn blóðgjafa helmingi hærra (p=0,017). Dánartíðni innan 30 daga hjá þeim sem fengu heilaæðaáfall var 20% en 3% í viðmiðunarhópi (p=0,005). Eins og fimm ára lifun var 75% og 65% hjá sjúklingum með heilaæðaáfall borið saman við 95% og 86% í við- miðunarhópi (logrank próf, p=0,007). Alyktanir: Tíðni heilaæðaáfalls eftir hjartaaðgerð á íslandi er lág og í samræmi við erlendar rannsóknir. Eldri sjúklingar með lágan líkams- þyngdarstuðul og hátt EuroSCORE eru í aukinni áhættu. Dánarhlutfall innan 30 daga er aukið ásamt legutíma. Langtímalifun sjúklinga er skert þegar litið er til eins og fimm ára. E 116 Lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006. Langtímafylgikvillar og lifun Sindri Aron Viktorsson, Inga Lára Ingvarsdóttir, Kári Hreinsson, Martin Ingi Sigurðsson, Sólveig Helgadóttir, Þórarinn Amórsson, Ragnar Danielsen, Tómas Guðbjartsson Læknadeild HÍ, hjarta- og lungnaskurðdeild, svæfinga- og gjörgæsludeild, hjartadeild Land- spítala sindriviktors@gmail. com Inngangur: Markmiðið var að kanna langtímaárangur lokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til 156 sjúklinga (meðalaldur 71,7 ár, 64,7% karlar) sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðar- lokuþrengsla á Landspítala 2002-2006. Gerviloku var komið fyrir hjá 29 sjúklingum en lífrænni loku hjá 127. Skráðir voru langtímafylgikvillar og innlagnir tengdar aðgerðinni fram til 1. apríl 2010. Stuðst var við sjúkraskrár og stofunótur sérfræðinga. Eirtnig var farið yfir hjartaómanir við eftirfylgd, reiknuð út heildarlifun og hún borin saman við meðal- lifun íslendinga af sama aldri og kyni. Niðurstöður: Meðal EuroSCORE (st) fyrir aðgerð var 6,9%, hámarks- þrýstingsfall yfir lokuna 74,1 mmHg og útfallsbrot vinstri slegils (EF) 57,2%. Hálfu ári eftir aðgerð mældist hámarksþrýstingsfall yfir nýju lokuna 19,8 mmHg (bil 2,5-38,0). Ómskoðun við eftirlit hjá hjartalækni vantaði hjá tæpum fjórðungi sjúklinga. Á eftirlitstímanum var rúmur fjórðungur sjúklinga lagður inn vegna vandamála sem tengdust lok- unni. Tíðni endurinnlagna var 6,0/100 sjúklingaár. Algengustu ástæður endurinnlagna voru hjartabilun (1,7/100 sjúklingaár), blóðsegarek (1,6/100 sjúklingaár), blæðing (1,6/100 sjúklingaár), hjartaþelsbólga (0,7/100 sjúklingaár) og hjartadrep (0,4/100 sjúklingaár). Eins og fimm ára lifun eftir aðgerð var 89,7% og 78,2% og reyndist sambærileg við lifun íslendinga af sama aldri og kyni. Ályktanir: Tíðni langtímafylgikvilla eftir ósæðarlokuskipti hér á landi er svipuð og erlendis. Langtxmalifun er góð og sambærileg við lifun einstaklinga af sama kyni og aldri sem ekki gengust undir ósæðarloku- skipti. E 117 Áhættuþættir enduraðgerða vegna blæðinga eftir krans- æðahjáveituaðgerðir Njáll Vikar Smárason', Martin Ingi Sigurðsson', Kári Hreinsson3, Þórarinn Amórsson2, Tómas Guðbjartsson1-2 ’Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala njallvikar@gmail.com Inngangur: Enduraðgerð vegna blæðingar er alvarlegur fylgikvilli kransæðahjáveituaðgerða. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhættuþætti enduraðgerða og afdrif þessara sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 42 sjúklinga sem gengust undir enduraðgerð (EA-hópur) á Landspítala árin 2002-2006 og 168 sjúklinga í viðmiðunarhópi (V-hópur, fjórir sjúklingar fyrir hvert tilfelli). Hóparnir voru bornir saman, með tilliti til lyfjanotkimar fyrir aðgerð, fylgikvilla og skurðdauða. Fjölbreytugreining var notuð til að skilgreina áhættuþætti enduraðgerðar Niðurstöður: Tíðni enduraðgerða var 5,4% (42/778). Hópamir vom sam- 46 LÆKNAblaðið 2013/99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.