Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Blaðsíða 49
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 eftir meðferðarbyrjun var meðferðarárangur sambærilegur í öllum fjórum hópunum metið með fjölda aumra og bólginna liða, HAQ, verkir og þreyta á sjónskala, ásamt DAS28-CRP sjúkdómseinkunn. Ályktanir: Meðferðanálgun sú sem gigtarlæknar á íslandi hafa notað við sóragigt er árangursrík og sparar samfélaginu tugi miljóna króna árlega. E 124 Tengsl risafrumuæðabólgu við lifun og dauða af völdum hjarta- og æðasjúkdóma Gunnar Tómasson'-2, Jóhannes Bjömsson3, Michael LaValley2, Yuqing Zhang3, Vilmundur Guönason4, Peter A. Merkel5 ‘Læknasetrinu Reykjavík, 2Boston University, BNA, ’Sjúkrahúsinu á Akureyri, 4Rannsóknarstöð Hjartavemdar, 5University of Pennsylvania, BNA gunnar. tomasson@gmail. com Inngangur: Tilgangur var að mæla áhrif GCA á lifun og dauða af völdum hjarta- og æðasjúkdóma (cardiovascular mortality, CVM). Efniviður og aðferðir: Notast var við gögn úr Hóprannsókn Hjartaverndar. Öllum sem fæddir voru 1907-1935 og bjuggu í Reykjavík og nágrenni þann 1. desember 1967 var boðið til þátttöku á tímabilinu 1967-1996 og upplýsingar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma fengnar. Vefjasýni frá gagnaugaslagæð (temporal artery biopsy, TAbx), sem gerð voru á þátttakendum Hóprannsóknarinnar á tímabilinu 1961- 2009, voru fundin á öllum rannsóknastofum í meinafræði á Islandi. Allar TAbx voru endurskoðaðar með stöðluðum hætti af sérfræðingi í æðameinafræði sem var óupplýstur um upprunalega greiningu. Eftirfylgni varðandi dauða og CVM var fram til 31. desember 2008. Notuð var lifunargreining Cox með GCA sem tímaháðri breytu (time- varying predictor). Leiðrétt var fyrir aldri og kyni og við mat á sam- bandi GCA við CVM var að auki leiðrétt fyrir áhættuþáttum. Tengsl GCA við dauða og CVM eru sett fram með hættuhlutfalli (hazards ratio, HR) og 95% öryggismörkum. Niðurstöður: Gögn frá 19.348 einstaklingum voru notuð, meðalaldur var 53,5 ár, 51,9% voru konur. GCA var greint hjá 194, meðalaldur við greiningu var 73,2 ár (bil: 55,3-90,0) og 70,7% voru konur. Á eftirfylgni- tímanum (26,1 ár, miðgildi) létust 11.392 (58,9%). GCA var tengt aukinni áhættu á dauða eftir leiðréttingu fyrir aldri og kyni, HR=1,46 (95% CI: 1,21-1,74). Fimm þúsund (25,8%) létust vegna CVM. GCA var tengt auk- inni hættu á CMV eftir leiðréttingu fyrir aldri og kyni og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma, HR=1,55 (95% CI: 1,18-2,04). Ályktanir: Ólíkt því sem flestar faraldsfræðirannsóknir um efnið hafa lýst benda niðurstöður okkar til að GCA sé tengt aukinni áhættu á dauða og CVM. E 125 Skammtasparandi áhrif ónæmisglæðisins CoVaccine HT á ónæmissvör nýburamúsa gegn óvirkjuðu H5N1 inflúensubóluefni framleiddu í vefjarækt Sindri Freyr Eiðsson'-, Þórunn Ásta Ólafsdóttir3, Luuk Hilgers4, Karen Duckworth5, Ingileif Jónsdóttir1-2 Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Háskólanum í Gautaborg, Svíþjóð 4Nobilon Intemational BV, Boxmeer, Hollandi, 5BTG, London sindrífr@landspitali. is Inngangur: Heimsfaraldur inflúensu getur valdið alvarlegum veik- indum og dauða. Bólusetningarleiðir sem minnka skammtaþörf, auka verndandi ónæmissvör og breikka virkni bóluefna með tilliti til ónæmis- vaka gætu mætt þörfum fyrir bóluefni í heimsfaraldri. Markmið rann- sóknarinnar var að meta ónæmissvör nýburamúsa gegn inflúensubólu- efni úr óvirkjaðri heilli veiru af H5N1 heimsfaraldursstofni, framleiddu í vefjarækt, auk þess að meta áhrif ónæmisglæðisins CoVaccine HT. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (einnar viku gamlar, NMRI) voru bólusettar með mismunandi skammtastærðum H5N1 inflúensubóluefn- is (HA: 0,1.0,25; 0,5, lpg) með/án 0,2mg CoVaccine HT og endurbólu- settar tveimur vikum síðar með sömu skömmtum HA með/án 0,5mg CoVaccine HT. Blóðsýnum var safnað reglulega og inflúensusértæk mótefni mæld með ELISA. Verndarmáttur mótefna, það er geta þeirra til að hlutleysa inflúensuveiru, var mældur með rauðkornakekkjun (Hemagglutination Inhibition Assay, HI). Niðurstöður: H5N1 inflúensubóluefnið reyndist ónæmisverkjandi í nýburamúsum og vakti marktæka hækkun á inflúensusértækum IgG mótefnum á öllum tímapunktum samanborið við óbólusett viðmið. Ónæmisglæðirinn CoVaccine HT jók inflúensusértæk IgG mótefni og gaf 0,5pg HA ásamt 0,2mg Covaccine HT marktækt betri svörun en 5pg HA eitt og sér strax eftir fyrstu bólusetningu (P=0,0148). Lágur bólu- efnisskammtur (HA 0,5pg) ásamt CoVaccine HT vakti marktækt hærri hlutleysingargetu mótefna en stærri skamtar (lpg (P= 0,0335) og 5pg (P=0,003)) af bóluefninu einu og sér. Ályktanir: Niðurstöður okkar sýna að í nýburamúsum eykur ónæmis- glæðirinn CoVaccine HT IgG mótefnasvörun gegn H5N1 inflúensubólu- efni, framleiddu í vefjarækt marktækt, bætir hlutleysingargetu mótefna og minnkar skammtaþörf margfalt. E 126 Fjölsykrugerð hefur áhrif á sértæka skerðingu ónæmissvars í nýburamúsum Hreinn Benónísson, Stefanía P. Bjamarson, Ingileif Jónsdóttir Ónæmisfræðideild Landspítala, læknadeild HÍ hreinnb@landspitali.is Inngangur: Við höfum sýnt að nýburabólusetningar með pneumó- kokkafjölsykru (PPS) af hjúpgerð 1 og meningókokkafjölsykru C veldur skerðingu á mótefnasvari sem er sértæk fyrir fjölsykruna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort bólusetning nýbura með PPS23 skerði sértæk mótefnasvör og fjölda sértækra mótefnaseytandi frumna (AbSC) þegar endurbólusett er með PCV10. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (NMRI) ) voru frumbólusettar með 1/5 mannaskammti af PPS23 eða saltvatni og endurbólusettar 16 dögum seinna með V4 af mannaskammti af PCV10 (hjúpgerðir 1,4,5,6B, 7F, 9V, 14,18C, 19F, 23F) eða saltvatni. Sermumsýni voru tekin vikulega frá annarri til sjöttu viku eftir frumbólusetningu og IgG mótefni sértæk fyrir sjö af hjúpgerðum PCV10 mæld með ELISA. Fjöldi mótefnaseyt- andi frumna, sértækra fyrir fjölsykrur ar hjúpgerðum 1,4, 9V og 18C, í milta var metinn með ELISpot 10 vikum eftir endurbólusetningu með PCV10. Niðurstöður: Mýs frumbólusettar með PPS23 sem nýburar og endur- bólusettar þriggja vikna með PCV10 sýndu marktækt lægra IgG svar gegn þremur af sjö fjölsykrum PCV10 en mýs frumbólusettar með saltvatni. Nýburabólusetning með PPS23 olli einnig marktækri fækkun mótefnaseytandi frumna í milta sértækra fyrir tvær af þremur fjölsykr- um sem var mælt fyrir. Ályktanir: Nýburabólusetning með PPS23 veldur mótefnaskerðingu gegn flestum hjúpgerðum PCV10, en PCV10 nær að yfirvinna skerðinguna gegn sumum fjölsykrum, eins og 9V, 14 og 18C, að hluta til. Niðurstöðumar sýna fram á fjölsykrurskert mótefnssvar og að LÆKNAblaðið 2013/99 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.