Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 59
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 mótefnalitun og Westem blettun. Bólgusvörun var könnuð með því að mæla seytun IL-8 og LL-37. Niðurstöður: Svipgerðarbreytingar sáust í tjáningu stoðgrindarpró- teina A549 og VAIO eftir tog með aukinni myndun stressþráða f- aktíns örþráða en keratín 14 hélt að mestu óbreyttu tjáningarmynstri. Mótefnalitim á kennimörkum togálags gaf vísbendingar um að fleiri A549 og VAIO frumur tjáðu EGF viðtaka og -4 integrin eftir tog. Mat á bólgusvörun með Western blettun fyrir LL-37 eftir tog sýndi hneigð til minnkunar á seytun hjá A549 en óbreytta seytun hjá VAIO frumum. A549 og VAIO seyta IL-8 bólgumiðlinum í mælanlegu magni og seytun virtist aukast við tog. Ályktanir: Þetta er í fyrsta sinn sem Flexcell tæknin er notuð hér á landi. A549 hefur áður verið notuð sem líkan fyrir öndunarvélarálag in vitro og tókst að framkalla þekkt viðbrögð hennar við togálagi. Við sýndum að VAIO sýnir einnig slík viðbrögð. Frekari rannsókna er þörf en þegar hafa komið fram áhugaverðir þættir varðandi mim milli frumulínanna í tjáningu kennimarka togálags og seytun bólgumiðla. Slík þekking gæti leitt til aukins skilnings á og þróun vama gegn áverkum á lungnavef af völdum öndimarvélarmeðferðar. E 157 Innlagnir á gjörgæslu eftir blaðnám og fleygskurði við lungnakrabbameini Tómas Andri Axelsson, Martin Ingi Sigurðsson, Ásgeir Alexandersson, Húnbogi Þorsteinsson, Guðmundur Klemenzson, Steinn Jónsson, Tómas Guðbjartsson Landspítala háskólasjúkrahúsi taa2@hi.is Inngangur: Eftir brjóstholsskurðaðgerð við lungnakrabbameini eru sjúklingar jafnan lagðir á vöknunardeild í nokkrar klukkustundir áður en þeir flytjast á legudeild. Sumir þarfnast þó innlagnar á gjörgæslu- deild, ýmist í beinu framhaldi af aðgerð eða af vöknunar- eða legudeild. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ástæður og áhættuþætti fyrir gjörgæsiuinnlögn eftir þessar aðgerðir. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 252 sjúklingum sem gengust undir blaðnám, fleyg- eða geiraskurð vegna lungnakrabba- meins á Landspítala 2001-2010. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru sjúklingar sem lögðust á gjörgæslu bornir saman við þá sem ekki lögðust þangað inn. Niðurstöður: Alls lagðist 21 sjúklingur (8%) á gjörgæsludeild og var miðgildi legutíma einn dagur (bil 1-68). Hjá 11 sjúklinganna (52%) var innlögn rakin til vandamála í aðgerð, oftast lágs blóðþrýstings eða blæðingar. Tíu sjúklingar lögðust á gjörgæslu af legudeild (n=4) eða vöknunardeild (n=6) og voru ástæður innlagnar lágur blóðþrýstingur (n=4), hjarta- og/eða öndunarbilun (n=4) og enduraðgerð vegna blæð- ingar (n=2). Þrír sjúklingar voru lagðir inn að nýju eftir útskrift af gjörgæslu. Meðalaldur gjörgæslusjúklinga var sex ámm hærri en við- miðunarhóps (p=0,004) og þeir höfðu oftar sögu um langvinna lungna- teppu og kransæðasjúkdóm. Stærð æxlis, pTNM-stig og aðgerðarlengd vom sambærileg í hópunum. Rúmlega tveir þriðju hópsins greindust með minniháttar fylgikvilla og tæplega helmingur alvarlega fylgikvilla, samanborið við 30% og 4% í viðmiðunarhópi. Ályktanir: Fáir sjúklingar þarfnast innlagnar á gjörgæslu eftir skurðað- gerðir við lungnakrabbameini og þá oftast þeir sem eru eldri og með sögu um hjarta- og lungnasjúkdóma. I helmingi tilfella er innlögn á gjör- gæslu í beinu framhaldi af aðgerð og endurinnlagnir þangað em fátíðar. E 158 Afdrif sjúklinga með ósérhæfðar breytingar í eitlum við miðmætisspeglun Jónína Ingólfsdóttir, Þóra Sif Ólafsdóttir, Gunnar Guömundsson, Tómas Guðbjartsson Landspítala, Háskóla íslands jonina.ingolfsdottinSgmail.com Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna afdrif þeirra sjúklinga sem greindust með ósérhæfðar vefjabreytingar við miðmætis- speglun. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 54 sjúklingum (meðal- aldur 59 ár, 46% konur) sem greindust með ósérhæfðar breytingar í eitlum við miðmætisspeglun á íslandi 1983-2007. Sjúklingum, sem fengið höfðu sértæka greiningu (n=182), höfðu þekkt lungnakrabbamein (n=24) eða þar sem upplýsingar vantaði (n=17), var sleppt. Afdrif sjúk- linganna, meðal annars síðari greiningar, meðferð og lifun, voru könnuð úr sjúkraskrám og stofunótum sérfræðinga. Miðgildi eftirfylgdartíma var 38 mánuðir. Niðurstöður: Eftir miðmætisspeglun fengu 76% sjúklinga sérhæfða greiningu, oftast viku (miðgildi) frá aðgerð. Algengustu greiningamar voru illkynja sjúkdómur (n=34), sýking í lungum (n=12) og góðkynja æxli í miðmæti eða lungum (n=5). Algengustu aðferðir til greiningar voru skurðaðgerð (73%), ástunga (10%) eða berkjuspeglun (5%). Fjörutíu sjúklingar (74%) fengu meðferð í formi lyfja, geislunar og/eða aðgerðar. Allir sjúklingar, að fimm undanskildum, vom í eftirlit hjá sérfræðingi eftir aðgerðina, oftast lungna- eða krabbameinslæknum. Við lok eftir- fylgdar voru 70% sjúklinga látnir og voru 81% í hópi þeirra sem fengu sérhæfða greiningu. Ályktanir: Meirihluti sjúklinga með ósérhæfðar breytingar í eitlum við miðmætisspeglun greinast eftir aðgerðina með illkynja sjúkóm. Ekki virðist verða löng töf á greiningu illkynja sjúkdóms þrátt fyrir neikvæða miðmætisspeglun og flestum sjúklinganna virðist vera fylgt eftir af sér- fræðingum. E 159 Tjáningarmunstur Meg3 í bandvefsumbreytingu brjóstastofnfrumulínu Bylgja Hilmarsdóttir1-2, Jón Þór Bergþórsson1-2, Valgarður Sigurðsson1-2, Þórarinn Guðjónsson1-, Magnús Karl Magnússon1-'3 ’Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Lífvísindasetri HÍ, 2rannsóknastofu í blóðmeinafræði Landspítala. Tannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ byhWhi.is Inngangur: "Long-non coding RNAs" eða lncRNAs eru RNA yfir 200nt að lengd og skrá ekki fyrir próteinum. DLK1-DI03 genasvæðinu (14q31) er stjómað með foreldramörkun (impriting). Á svæðinu eru 2 lncRNA (Meg3, Meg8) og 54 miRNA, sem gerir það að stærsta miRNA hneppi í genamenginu. Hlutverk Meg3, sem tjáð er af móðursamsætu, er lítt þekkt. Vísbendingar em um að það hafi áhrif á genatjáningu og hefur það meðal annars verið tengt umritun p53. Við höfum áður sýnt fram á að æðaþel örvar bandvefsumbreytingu (epithelial to mesenchymal transition, EMT) í D492 brjóstastofnfrumulínu í þrívíðri rækt. í þessari rannsókn var tjáning Meg3 skoðuð fyrir og eftir bandvefsumbreytingu D492. Efniviður og aðferðir: Fmmuræktun, örflögugreining, qPCR, klónun og raðgreining. Niðurstöður: Örflögugreining bendir til að DLK1-DI03 genasvæðið sé yfirtjáð þegar brjóstastofnufrumulínan D492 er hvött til EMT um- breytingar. Meg3 tjáning var verulega aukin og af þeim 23 miRNA sem LÆKNAblaðið 2013/99 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.