Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 64

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 64
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 E 172 Er hátt melatónín-gildi í morgunþvagi verndandi fyrir krabbamein í blöðruhálskirtli? Lára G. Sigurðardóttir1’2,3, Sarah C. Markt4, Unnur A. Valdimarsdóttir1'2, Katja Fall4, Jennifer R. Reider4, Eva Schernhammer4, Charles A. Czeisler4, Lenor Launer5, Tamara Harris5, Meir Stampfer4, Vilmundur Guðnason2,5, Steven W. Lockley4, Lorelei A. Mucci1,4 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum og 2læknadeild HÍ, 3Krabbameinsfélag íslands, 4Harvard School of Public Health, 5Hjartavemd lara@sessionimpossible. com Inngangur: Notkun rafmagns að næturlagi gerir mönnum kleift að vaka á nóttu og sofa að degi. Við slíkar aðstæður raskast lífsklukkan og fram- leiðsla hormónsins melatóníns minnkar. Tilraunarannsóknir hafa sýnt fram á að melatónín er öflugt bráavamarefni og hemur krabbameins- vöxt in vivo og in vitro, meðal annars krabbameinsfrumur í blöðruháls- kirtli. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl styrkleika melatóníns í þvagi við áhættuna á að greinast með krabbamein í blöðru- hálskirtli (BHKK) síðar á ævinni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framsýn tilfellahóprannsókn sem samanstendur af 1,038 körlum sem á aldrinum 65-96 tóku þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar á árunum 2002-2004. Við mældum 6-sulfatoxýmelatónín í morgunþvagi sem karlamir skiluðu inn þegar þeir komu í fyrri hluta AGES rannsóknina. Rannsóknarhópnum var skipt í tvo hluta út frá miðgildi melatónins. Upplýsingar um nýgengi blöðruhálskirtilskrabbamein voru fengnar hjá Krabbameinsskrá fslands. Eftirfylgnin náði til loka árs 2009. Tvíkosta aðhvarfsgreining var notuð til að reikna líkindahlutfall fyrir blöðruhálskirtilskrabbamein með 95% öryggismörkum. Leiðrétt var fyrir helstu blöndunarþáttum. Niðurstöður: í rannsóknarhópnum greindust 130 karlar (12,5%) með sjúkdóminn eftir komu í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Þeir sem voru með hátt melatóníngildi vom í marktækt minni áhættu að greinast með blöðmhálskirtilskrabbamein (HR 0,50; 95% CI 0,31-0,79) og fyrir langt gengið krabbamein var áhættan enn minni (HR 0,19; 95% CI 0,04- 0,89). Ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa vísbendingar um að styrkur mela- tóníns í þvagi hafi tengsl við greiningu á blöðmhálskirtilskrabbameins, sér í lagi áhættu á langt gengnu krabbameini. E 173 Fósturskimun á fyrri hluta meðgöngu. Þekking og viðhorf Ijósmæðra Helga Gottfreðsdóttir'Hildur Kristjánsdóttir1-2, Sigrún Ingvarsdóttir4 'Námsbraut í ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild HÍ, 'Landlæknisembættinu, 'Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 4Landspítala helgagot@hi.ls Inngangur: Ákvörðun verðandi foreldra um að þiggja eða hafna fóstur- skimun byggir á flóknu samspili margra þátta, þar sem þekking fagfólks og viðhorf til skimunarinnar hefur áhrif. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að þekking heilbrigðisstarfsmanna á fósturskimun sé ábótavant. Viðfangsefnið hefur ekki verið rannsakað áður hér á landi og því mikil- vægt rannsóknarefni svo hægt sé að þróa og bæta þjónustu við verðandi foreldra enn frekar á þessu sviði. Efniviður og aðferðir: Notuð var megindleg aðferð til að nálgast viðfangsefnið og byggt á lýsandi sniði. í þýði voru allar ljósmæður, heimilislæknar og fæðinga- og kvensjúkdómalæknar sem sinna með- gönguvernd á Islandi. Hér eru svör frá ljósmæðrum kynnt en 88 ljós- mæður fengu senda spurningalista og svöruðu 50 ljósmæður (56,8%). SPSS tölfræðiforritið var notað við úrvinnslu. Aðallega er notuð lýsandi tölfræði og fylgnipróf eftir því sem við átti. Niðurstöður: Nánast allar ljósmæðurnar (98%) vissu að ekki væri hægt að greina Downs heilkenni með hnakkaþykktarmælingu eða samþættu líkindamati án frekari rannsókna. Niðurstöðurnar sýndu aftur á móti að þekking ljósmæðranna á viðmiðunarmörkum og líkum á frávikum var ábótavant. Um 60% ljósmæðranna hafði þekkingu á jákvæðum og neikvæðum niðurstöðum úr skimprófum. Helstu hindranir þess að ekki væri hægt að veita upplýsingar um fósturskimun voru annars vegar að verðandi foreldrar vildu ekki upplýsingar og hins vegar tímaskortur. Ályktanir: Rannsóknin gefur til kynna að þekkingu ljósmæðra á fóstur- skimun snemma á meðgöngu sé ábótavant á sumum sviðum en mikil- vægt er að þær hafi góða þekkingu á skimuninni til þess að þær geti veitt verðandi foreldrum fullnægjandi upplýsingar. Jafnframt þarf að tryggja nægan tíma til umræðu um fósturskimun í meðgönguvernd. E 174 Óhefðbundnar meðferðir á meðgöngu. Viðhorf og notkun meðal Ijósmæðra í meðgönguvernd Margrét Unnur Sigtryggsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir Námsbraut í Ijósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild HÍ mus1@hi.is Inngangur: Vísbendingar eru um aukna notkun óhefðbundinna með- ferða hjá konum á meðgöngu. Bamshafandi konur kjósa einkum að nota óhefðbundnar meðferðir vegna ábendinga frá ljósmæðmm og einnig vegna góðrar reynslu af þeim fyrir þungun. Tilgangur þessarar eigind- legu rannsóknar var að skoða viðhorf og notkun á óhefðbundnum með- ferðum meðal ljósmæðra í meðgönguvernd og hvað þær ráðleggja skjól- stæðingum sínum. Markmið rannsakanda var að öðlast dýpri skilning á hvemig ljósmæður í meðgönguvernd hafa aðlagast breyttum áherslum bamshafandi kvenna sem vilja í auknu mæli nota óhefðbundnar með- ferðir á meðgöngu og í fæðingu. Efniviður og aðferðir: Tekin vom einstaklingsviðtöl við fimm ljósmæð- ur sem starfa við meðgönguvemd til að kanna viðhorf þeirra, notkun og ráðleggingar á óhefðbundunum meðferðum fyrir barnshafandi konur. Innihaldsgreining var notuð til að greina niðurstöður. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu jákvæð viðhorf ljósmæðranna, notk- unin og ráðleggingar á óhefðbundnum meðferðum var mikil og þeim fannst almennt góður árangur af því sem þær notuðu eða ráðlögðu. Ólík viðhorf samstarfsstétta í starfsumhverfi þeirra þótti ekki truflandi en alhliða einföldun í klínískum leiðbeiningum á afstöðu til óhefðbundinna meðferða í meðgönguvemd fannst þeim neikvæð og hamlandi. Þær vildu allar sjá meiri notkun óhefðbundinna meðferða fyrir bamshafandi konur. Ályktanir: Meðgangan felur í sér margþættar breytingar á andlegri og líkamlegri líðan. Samkvæmt rannsóknum sækir meirihluti barnshafandi kvenna í óhefðbundnar meðferðir til að fyrirbyggja eða milda með- göngutengda kvilla. Þekking og viðhorf ljósmæðra þarf að þróast í takt við þessar áherslubreytingar. E 175 Áhrif fylgjupróteins 13-eclampsíns á æðakerfi legsins í þunguðum rottum Sveinbjörn Gi/.urarson', Berthold Huppertz2, George Osol3, Jón Ólafur Skarphéðinsson4, Maurizio Mandala5, Hamutal Meiri6 'Lyfjafræðideild HÍ, 'Institute of Celi Biology, Histology and Embryology, Med. University of Graz, 3Dpt Obstetrics, Gvnecol & Reproduct Sci, Univ Vermont College Med, Burlington, BNA, 4Lífeðlisfræðistofnun HI, 5Dpt Cellular Biology, University of Calabria, Ítalíu, 6Galilee Fac Med Safed, Bar Ilan University, ísrael sveinbj@hi.is 64 LÆKNAblaðið 2013/99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.