Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 65
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 Inngangur: Meðgöngueitrun er ein helsta ástæða mæðradauða og fósturláti í dag. Ymsar getgátur eru um tilurð sjúkdómsins en eina lækningin við honum er að setja fæðinguna af stað og fjarlægja fylgjuna. Afleiðingar meðgöngueitrunar er ekki lokið eftir fæðingu, því bæði móðir og barni eru lfklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og fleiri vandamál á lífsleiðinni. Fylgjuprótein 13 hefur verið einangrað og reynist hafa áhrif á æðakerfi legsins. Efniviður og aðferðir: Fylgjuprótein 13 (PP13) var gefið þunguðum rottum með Alzet osmótískri pumpu og lífsmörkum dýranna síðan fylgt eftir með því að mæla blóðþrýsting og púls daglega. I lok með- göngu voru dýrin aflífuð og fylgjan skoðuð, auk þess sem æðar úr fylgju (uterine radial artery) voru sérstaklega skoðaðar og áhrif PP13 prófaðar á þeim. Niðurstöður: PP13 hefur veruleg áhrif á æðakerfi móður og æðakerfið sem umlykur legið. Marktæk blóðþrýstingslækkun og marktæk aukning í púls átti sér stað við hjá þeim rottum sem fengu fylgjupróteinið, þessu fylgdi æðavíkkun og nýmyndun æða í kringum legið. Ályktanir: Þessar fyrstu niðurstöður á lyfhrifum PP13 á æðakerfi þung- aðra rotta benda til þess að efnið taki virkan þátt í að undirbúa æðakerfi legsins fyrir það blóðflæði sem síðar á eftir að flæða um legið í lok með- göngunnar. Æðavíkkim og nýmyndun æða kemur fram við notkun efnisins, sem hér eftir verður kallað eklampsin, þar sem það getur haft áhrif á þróun lyfja við meðgöngueitrun. E 176 Sársauki í fæðingu er ekki alslæmur eða hvað? Sigfríður Inga Karlsdóttiru, Sigríður Halldórsdóttir2, Ingela Lundgren3 'Háskóla fslands, 2Háskólanum á Akureyri, 3Háskólanum í Gautaborg inga@unak.is Inngangur: Undanfama áratugi hafa komið fram margar rannsóknir sem kanna tíðni ýmissa verkjameðferða í fæðingu. Meðal annars hefur verið sýnt fram á að konur sem hafa jákvætt viðhorf til sársauka í fæðingu em ólíklegri til þess að nota verkjalyf sem verkjameðferð, en konur sem hafa neikvætt viðhorf til sársaukans. En viðhorf kvenna og það hvernig þær undirbúa sig fyrir það að takast á við sársauka og hvað þær gera til að takast á sársaukann, hefur hins vegar lítið verið rannsakað. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf kvenna til sársauka í fæðingu, hvemig þær undirbúa sig og takast á við sársauka sem fylgir fæðingum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknaraðferðin er eigindleg þar sem Vancouver skólaaðferðin í fyrirbærafræði var notuð við öflun og greiningu gagna. Tekin vom 14 djúpviðtöl við 14 konur á fyrstu fjómm dögum eftir fæðingu um viðhorf þeirra og verkjameðferð við sársauka í fæðingu. Niðurstöður: Helstu niðurstöður eru þær að barnshafandi konur undirbúi sig undir að takast á við sársaukann á margvíslegan hátt. Meðal annars með því að skoða viðhorf sín til sársauka fyrir fæðingima, meta eigin styrkleika til að takast á við hann og gera sér grein fyrir því að við- horf þeirra skipta máli þegar í fæðinguna er komið. Meðan á fæðingunni stendur nota þær margskonar aðferðir til að takast á við sársaukann, meðal annars minna þær sig á að sársaukinn hafi tilgang, honum ljúki og að þær fái mikla umbun fyrir það að þola sársaukann. Einnig kemur fram að jákvæð upplifun geti haft áhrif á sjálfstraust kvenna eftir fæðingu. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bamshafandi konur undirbúi sig á margvíslegan hátt á meðgöngu fyrir það að takast á við sársaukann og nýti ýmis ráð, önnur en þau sem heilbrigðisstarfsfólk skilgreinir sem verkjameðferð. E 177 Ljáðu mér eyra: Hvers vegna leita konur í viðtalsþjónustu vegna erfiðrar fæðingarreynslu? Valgerður Lísa Sigurðardóttir1, Helga Gottfreðsdóttir2, Ólöf Ásta Ólafsdóttir1'2, Þóra Steingrímsdóttir1-3'4 'Kvenna- og bamasviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild, námsbraut í ljósmóðurfræði og 3læknadeild HÍ, 4Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins valgerds@landspitali. is Inngangur: Niðurstöður rannsókna benda til þess að um 7% kvenna telji fæðingarreynsluna erfiða og um 1-3% kvenna þrói með sér lang- varandi áfallastreitu í tengslum við meðgöngu, fæðingu eða sængurlegu. Áfallastreita getur haft margvísleg áhrif á heilsufar og líðan. Ljáðu mér eyra (LME) er viðtalsþjónusta sem hefur verið í boði frá árinu 1999 á Landspítala, fyrir konur sem vilja ræða fæðingarreynslu sína. Tilgangur rannsóknarinnar var meðal annars að greina ástæður þess að konur leita til þjónustunnar og þar með skoða hvaða þættir geta haft áhrif á fæðingarreynsluna. Efniviður og aðferðir: Spurningalistar voru sendir út til allra kvenna (n=301) sem komu í viðtalsþjónustuna árin 2006 til 2011. Svörun var 44% (n=131). Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður verða kynntar en fram kemur að algengustu ástæður þess að konur leita til þjónustunnar eru: slæm reynsla af fyrri fæðingu (79,4%), kvíði fyrir væntanlegri fæðingu (61,8%), sú reynsla að hafa ekki haft stjórn í fyrri fæðingu (51,1%), slæm fyrri reynsla af samskiptum við starfsfólk (31,3%) og skortur á upplýsingum frá starfsfólki (26,7%). Ályktanir: Aukin þekking á þáttum sem hafa áhrif á fæðingarreynslu stuðlar að markvissari umönnun þessa hóps í gegnum barneignarferlið. Niðurstöður rannsóknarinnar verða notaðar til að þróa enn frekar um- önnun í bameignarferlinu með áherslu á að bætta þjónustu þar sem hugað er að þáttum sem auka líkur á jákvæðri upplifun. E 178 Þegar löngunin minnkar. Kynlíf á meðgöngu og eftir fæðingu Sóley Sesselja Bender, Edda Sveinsdóttir, Hilda Friðfinnsdóttir Hjúkrunarfræðideild HÍ, Háskóla íslands, Landspítala ssb@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt fram á breytingar sem verða á kynlífi á meðgöngu og eftir fæðingu. Hér á landi er lítil vimeskja til um þessar breytingar. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða upplifun kvenna af meðgöngu og fæðingu og hvort breytingar yrðu á kynlífi þeirra á þeim tíma. Efniviður og aðferðir: Gerð var eigindleg langtímarannsókn. Konurnar voru valdar af handahófi úr hópi kvenna sem fæddu á kvennadeild Landspítala haustið 2011. Tekin voru viðtöl við átta konur á aldrinum 24-43 ára hálfu ári eftir fæðingu og sjö konur heilu ári eftir fæðingu. Hvert viðtal var hljóðritað og skráð frá orði til orðs. Gögnin voru greind eftir þemum. Niðurstöður: Bæði á meðgöngu og eftir fæðingu höfðu konurnar aukna þörf fyrir nánd en minni áhuga á samförum. Visst misvægi var á kynlöngun karla og kvenna en tjáskipti, traust, gagnkvæm virðing og sameiginleg ákvarðanataka um barneign náði að viðhalda jafnvægi í sambandinu. Kynlöngun minnkaði hjá konum á meðgöngu og hafði þreyta, meðgöngukvillar, breytt líkamsímynd og ótti við að skaða barn áhrif á það. Flestar voru konurnar byrjaðar að stunda kynlíf að nýju 3-12 vikum eftir fæðingu barnsins, þó löngunin væri ekki alltaf fyrir hendi. Það sem hafði áhrif á kynlíf eftir fæðingu var brjóstagjöfin, vægi móður- hlutverksins, nærvera bamsins, líkamleg og andleg líðan. LÆKNAblaðið 2013/99 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.