Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 67

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 67
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 E 182 Afdrif og horfur sjúklinga með mjaðmarbrot á Landspítala Kristófer Amar Magnússon1, Gísli H. Sigurðsson1,2, Jóhanna M. Sigurjónsdóttir2, Yngvi Ólafsson3, Brynjólfur Mogensen1-4, Sigurbergur Kárason1*2 'Læknadeild HÍ, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3bæklunardeild og 4bráðamóttökudeild Landspítala kam9@hi.is Inngangur: Mjaðmarbrot eru algengur áverki meðal aldraðra, fylgi- kvillar eru tíðir og dánartíðni há. Markmið rannsóknar var að afla upp- lýsinga um þennan sjúklingahóp, kanna afdrif hans, meðferð og horfur. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á einstaklingum, 60 ára og eldri, sem mjaðmarbrotnuðu og gengust undir aðgerð á Landspítala frá 1. janúar til 31. mars 2011 og fylgt var eftir til 30. apríl 2012. Gögn voru fengin úr sjúkraskrám Landspítalans. Niðurstöður eru birtar sem meðal- tal og staðalfrávik og tölfræðilegur munur kannaður (p<0,05). Niðurstöður: Fimmtíu og níu einstaklingar, 60 ára og eldri, mjaðmar- brotnuðu á tímabilinu. Meðalaldur var 82±9 ár, karlar 24 (41%, 81±9 ár), konur 35 (59%, 83±8 ár) og 58 (98%) höfðu annan sjúkdóm. Meðalbiðtími eftir aðgerð var 21±12 klst og fór fram utan dagvinnutíma í 80% til- vika. Meðallegutími á bæklimardeild var 10±10 dagar. Af sjúklingum bjuggu 66% í heimahúsi fyrir brot, 25% útskrifuðust beint heim en 51% komust heim að lokum (p=0,0001). Dánartíðni 30. apríl 2012 var 24% en 12% dóu innan eins mánaðar, 20% innan sex mánaða og 22% innan árs frá aðgerð. Dánartíðni var marktækt hærri hjá þeim sjúklingum sem þjáðust af taugasjúkdómi við innlögn (p=0,04), höfðu hærri ASA flokkun (p=0,001), höfðu einhverja fylgikvilla á bráðamóttöku (p=0,03) eða í aðgerð (p=0,049) og lágu lengur á vöknun (p=0,02). Ályktanir: Meðalaldur þeirra sem mjaðmarbrotna er svipaður hér á landi og erlendis en hlutfall karla hærra. Meðalbiðtími eftír aðgerð er innan marka erlendra gæðastaðla og meðallegutími er sambærilegur. Dánartíðni hópsins er sambærileg við erlendar rannsóknir en töluvert hærri en gerist í sama aldursþýði á íslandi. Marktækt færri bjuggu heima eftir að hafa brotnað en fyrir brot. Mjaðmarbrot hafa því alvar- legar afleiðingar fyrir einstaklinginn og eru krefjandi fyrir samfélagið. E 183 Hæfni til að skorða hálshrygg, áhrif á bláæðaþrýsting í hálsi og þægileiki. Samanburður á eiginleikum fjögurra tegunda hálskraga Sigurbergur Kárasonu, Kristbjöm Reynisson3, Kjartan Gunnsteinsson4, Ása Guðlaug Lúðvíkdóttir4, Kristinn Sigvaldason', Gísli H. Sigurðsson1-2, Þorvaldur Ingvarsson14-5 'Svæfínga- og gjörgæsludeild Landspítala, fíæknadeild HÍ, ■'myndgreiningardeild Landspítala, 4Össuri hf., 5bæklunardeild FSA skarason@landspitali.is Inngangur: Við grun um áverka á hálshrygg er ávalt settur hálskragi. Þröngur kragi getur valdið mótstöðu á blóðflæði í hálsbláæðum, aukið á blóðmagn í heila, valdið hækkun á innankúpuþrýstingi og aukið á alvarleika heilaáverka. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman hæfni fjögurra tegunda hálskraga að skorða hálshrygg, áhrif á þrýsting í hálsbláæð og þægileika. Efniviður og aðferðir: Hjá 10 sjálfboðaliðum (fimm konum, fimm körlum) var mælt hve vel Laerdal Stifneck® (SN) (Laerdal Medical AS), Vista® (VI) (Aspen Medical Products), Miami J® Advanced (MJ) (Össur hf.) og Philadelphia® (PH) (Össur hf.) hálskragar hindruðu hreyfingu hálsliða með starfrænu mælitæki (Goniometer) og áhrif þeirrra á háls- bláæðaþrýsting með beinni mælingu gegnum legg þræddum í bláæðina. Þátttakendur gáfu krögunum einkunn (1-5) eftir þægileika. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 27±5ár, hæð 176±llcm, þyngd 80±9kg og BMI 26±5. Meðaltalshreyfing hálsliða (53±9°) minnkaði marktækt (p<0,001) við ásetningu kraga í eftirfarandi gildi: SN(18±7°), MJ(21±10°), PH(22±8°), VI(25±9°). Ekki var marktækur munur á milli SN og MJ (p=0,06) né MJ og PH. Meðaltalsþrýstingur í hálsbláæðum (9,4±l,4mmHg) jókst við ásetningu hálskraga í eftirfarandi gildi: SN(10,5±2,1 mmHg), MJ(ll,7±2,4mmHg), VI(13,5±2,5mmHg), PH(16,3±3,3mmHg). Hækkun vegna SN frá meðaltalsþrýstingi var ekki marktæk en hækkun annarra var það (p<0,001). Ekki var marktækur munur á milli SN og MJ. Röðun eftir þægileika var VI (4,2±0,8), MJ (3,9±1,0), SN (2,8±1,0) og PH (2,2±0,8). Ályktanir: SN hindraði mest hreyfingu um hálsliði og hafði minnst áhrif á þrýsting í hálsbláæð. MJ var í öðru sæti í öllum þáttum án tölfræðilegs marktæks munar frá þeim í fyrsta sæti. Aðferðafræðin sem notuð var í þessari rannsókn gæti gefið ný viðmið varðandi hönnun hálskraga. Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Össuri hf. E 184 Langtímaárangur þverfaglegrar offitumeðferðar með eða án magahjáveituaðgerðar hjá alvarlega offeitum, þriggja til fjögurra ára eftirfylgd Guðlaugur Birgisson1-2, Ludvig Guðmundsson1, Marta Guðjónsdóttir1-3 'Reykjalundi endurhæfíngarmiðstöð, 2námsbraut í lýðheilsuvísindum og 3Lífeðlisfræðistofnun HÍ gullib@reykjalundur is Inngangur: Offita er ein helsta heilbrigðisvá samtímans. Tíðni hennar á fslandi hefur vaxið síðustu áratugi jafnt og þétt. Á Reykjalundi er veitt þverfagleg offitumeðferð fyrir einstaklinga með alvarlega offitu (BMI>35) og margir fara þar að auki í magahjáveituaðgerð. Meðferðin byggist á göngudeildarmeðferð í þrjá til níu mánuði, tveimur dagdeild- armeðferðum (fimm og þriggja vikna) með sex mánaða millibili og loks eftirfylgd. Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtímaárangur af offitumeðferðinni á Reykjalundi bæði hjá þeim sem fara í magahjá- veituaðgerð og þeim sem ekki fara í slíka aðgerð. Efniviður og aðferðir: Níutíu sjúklingar (níu karlar og 81 kona), 40,1 árs (19-71 árs) voru mældir í upphafi göngudeildarmeðferðar á offitusviði og síðan að meðaltali 3,6 árum eftir að fyrri dagdeildarmeðferð lauk þar sem BMI, fituhlutfall, fitumassi og þyngd án fitu voru mæld. Borinn var saman árangur þeirra sem fóru í magahjáveituaðgerð og þeirra sem ekki fóru í aðgerð. Niðurstöður: Alls fóru 47 (52%) af sjúklingunum í aðgerð og hjá þeim lækkaði BMI úr 46,1 í 30,4 kg/m2, fituhlutfallið úr 47,1 í 34,1%, fitumass- inn úr 61,0 í 29,5 kg og þyngd án fitu úr 68,7 í 55,6 kg (p<0,05 í öllum tilfellum). Hjá þeim 43 sem ekki fóru í aðgerð lækkaði BMI úr 41,5 í 38,9 kg/m2, fituhlutfallið úr 44,7 í 43%, fitumassinn úr 52,7 í 47,5 kg og þyngd án fitu úr 64,7 í 62,5 kg (p<0,05 í öllum tilfellum). Breytingarnar voru marktækt meiri hjá aðgerðarhópnum í öllum þáttum. Ályktanir: Offitumeðferð á Reykjalundi leiðir til marktæks þyngdartaps og hagstæðari líkamssamsetningar bæði hjá þeim sem fara í magahjá- veituaðgerð og þeim sem ekki fara í þá aðgerð, en aðgerðarhópurinn nær marktækt betri árangri. Mikilvægt er að huga að hvort og þá hvemig hægt er að bæta árangur þeirra sem ekki fara í aðgerð. E 185 Dagleg hreyfing eldri borgara í dreifbýli og þéttbýli Sólveig Ása Ámadóttir1-2, Árný B. Hersteinsdóttir2, Ingveldur Ámadóttir2 !HáskóIa íslands, 2HáskóIanum á Akureyri saa@hi.is Inngangur: Meginmarkmiðið rannsóknarinnar var að nýta hreyfimæla LÆKNAblaðið 2013/99 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.