Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 68
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 og staðlaðan spumingalista til að meta daglega hreyfingu eldri borgara og rannsaka fylgni milli mælinga og sjálfsmats á hreyfingu. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 65 til 89 ára (M=74,3 ár) og bjuggu heima, í þéttbýli eða í dreifbýli á NA-landi. Þeir gengu með ActivPAL hreyfimæli í eina viku og safnaði hann upplýsingum um: tíma í sitjandi/liggjandi stöðu, standandi og á göngu; skrefafjölda; stöðu- breytingar (setjast, standa upp); og orkunotkun. Þá svöruðu þátttak- endur staðlaða spurningalistanum Mat á líkamsvirkni aldraðra (MLA) sem gefur stig fyrir heildarhreyfingu yfir daginn sem skiptast upp í stig fyrir hreyfingu í frístundum, við heimilisstörf og við vinnu. Niðurstöður: Stærstur hluti heildarhreyfingar samkvæmt MLA tengdist hreyfingu við heimilisstörf. Þó var marktækur munur á magni hreyfingar í frístundum, við heimilisstörf og við vinnu, og tengdist munurinn aldurshópi, kyni og búsetu. Niðurstöður hreyfimæla sýndu að þátttakendur eyddu að meðaltali 3A hlutum úr sólarhring (18 klst.) sitjandi eða liggjandi, 2 klst á göngu og 4 klst. standandi í kyrrstöðu. Þá gengu þeir frá 273 upp í 14.700 skref á dag (meðalskrefafjöldi = 7.297). Hreyfimælarnir sýndu einnig hvemig þeir sem höfðu náð 75 ára aldri hreyfðu sig marktækt minna en þeir sem voru yngri. Góð fylgni reyndist á milli allra þátta sem báðar rannsóknaraðferðirnar, MLA og hreyfimæl- arnir, náðu til. Ályktanir: ActivPAL hreyfimælar og MLA eru mismunandi leiðir sem nota má til að afla upplýsinga um magn, ákefð og tegund daglegrar hreyfingar hjá eldri borgurum. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar ef forvarnir og íhlutun í formi hreyfingar eiga að vera markvissar og skila árangri í formi bættrar heilsu. E 186 Áhrif fjölþættrar þjálfunaríhlutunar og næringarráðgjafar á líkamssamsetningu og áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hjá eldri einstaklingum Janus Guðlaugsson', Steinunn Amars Ólafsdóttir1, Vilmundur Guðnason2-3, Thor Aspelund2-4, Anna Sigríður Ólafsdóttir1, Pálmi V. Jónsson3-5, Sigurbjöm Ámi Amgrímsson1, Sigurveig H. Sigurðardóttir6, Erlingur Jóhannsson1 ‘Menntavísindasviði HÍ, 2Hjartavemd, 3læknadeild og 4lýðheilsusviði Hí, Landspílaln, '’félagsvísindasvið HÍ janus@hi.is Inngangur: íhlutunarrarmsóknir á líkamlegri virkni (PA) og nær- ingarráðgjöf hafa sýnt fram á jákvæðar breytingar á líkamssamsetningu og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Markmið rannsóknar var að kanna hvað áhrif sex mánaða þjálfun og næringarráðgjöf hefur á líkamssamsetningu, áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, PA og nær- ingarneyslu mælda með þriggja daga skráningu á 71 til 90 ára (n=117) fslendinga. Efniviður og aðferðir: Beitt var víxluðu rannsóknarsniði með handa- hófskenndu vali í þjálfunarhópi (ÞH) og viðmiðunarhópi (VH). íhlutun fór fram á tveimur sex mánaða tímabilum. Þjálfunarhópur stundaði þjálfun á fyrra tímabili en viðmiðunarhópur á því seinna. Þjálfun inni- hélt daglega göngu, tvær styrktaræfingar á viku ásamt sjö heilsutengd- um fyrirlestrum. Fyrir og eftir hvert tímabil voru niðurstöður kannaðar. Niðurstöður: Eftir fyrri rannsóknartímabil þjálfunarhóps voru eftirfar- andi niðurstöður tölfræðilega marktækar (p<0,05): ummál mittis (-6,45 cm), efri mörk blóðþrýstings (-5,33 mmHg), neðri mörk blóðþrýstings (-2,58 mmHg), þyngd (-1,32 kg), BMI (-0,46 kg/m2), fitumassi (-1,48 kg), fitumassi kviðar (-1,02 kg), vöðvamassi (0,40 kg), vöðvamassi kviðar (0,35 kg), næring (714 kj) og PA (34 cpm). Sambærileg breyting kom fram hjá viðmiðunarhópi. Eftir síðara rannsóknartímabil, þar sem viðmiðun- arhópur fékk þjálfun en afskipti rannsóknaraðila af þjálfunarhópi var ekki lengur til staðar voru niðurstöður eftirfarandi hjá viðmiðunarhópi: Ummál mittis (-4,25 cm), efri mörk blóðþrýstings (-8,61 mmHg), neðri mörk blóðþrýstings (-4,74 mmHg), þríglýseríð (-0,14 mmol/1), þyngd (-1,51 kg), BMI (-0,46 kg/m2), fitumassi (-0,73 kg), fitumassi kviðar (-0,41 kg) og PA (125 cpm). Hjá þjálfunarhópi dró úr jákvæðum breytingum. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að áhrif næringar frekar en þjálf- unar geti verið lykilþáttur í forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum hjá eldri aldurshópum. 68 LÆKNAblaðið 2013/99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.