Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 76
XVI VISINDARAÐSTEFNA H I FYLGIRIT 73 meiri menntun voru líklegri til að lifa heilsusamlegra lífi heldur en þeir sem tilheyrðu verkalýðsstétt og höfðu minni menntun. Einn þáttur var þó undanskilinn, áfengisneysla var meiri eftir því sem menntun jókst og eftir því sem ofar var farið í stétt. Þá jókst ávaxta- og grænmetisneysla með menntun og stétt. Ekki reyndist marktækur munur milli hópa þegar líkamsþyngdarstuðull var metinn. Ályktanir: Samband þjóðfélagsstöðu og SS2 hefur ekki áður verið metið á íslandi. Niðurstöður eru í andstöðu við rannsóknir á erlendum vettvangi. Hafa ber í huga að þýðið sem unnið er með er hópur eldri einstaklinga og þjóðfélagsstaða þeirra er ekki eins breytileg og yngri kynslóða. Hugsanlegt er að minni breytileiki dragi úr fylgni milli þjóð- félagsstöðu og SS2. V 24 Tengsl mælds ósonsmagns í jarðhæð og bráðainnlagna vegna hjarta- og lungnasjúkdóma í Reykjavík 2003-2009 Hanne Krage Carlsenu, Bertil Forsberg2, Kadri Meister2, Þórarinn Gíslason3'4, Anna Oudin2 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2atvinnu- og umhverfislæknisfræði, Háskólanum í Umeá, Svíþjóð, 3lungna- og ofnæmisdeild Landspítala, 4læknadeild HÍ hkd@hi.is Inngangur: Loftmengunarstig í Reykjavík mælist yfirleitt lágt og er mynstur mismunandi lofttegunda frábrugðið því sem sést í erlendum stórborgum. Fylgni mengunarþátta er lág og stórt hlutfall agna yfir 10 míkrómetrar í þvermál (PM10) kemur frá náttúrulegum uppsprettum. Óson (Oa) mælast hæst á vorin en erlendis mælist það yfirleitt hæst á sumrin. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna samband bæði daglegra koma á bráðamóttöku og bráðainnlagna vegna hjarta- og lungnasjúkdóma og loftmengunarstigs í Reykjavík. Efniviður og aðferðir: Tímaraðgreining með fjölda daglegra bráðainn- lagna og heimsókna á bráðamóttöku á árunum 2003-09 var gerð úr SÖGU, sjúkraskráningarkerfi Landspítalans. Þriggja daga meðaltal mengunarþátta og veðurs var reiknað frá gögnum Reykjavíkurborgar og Umhverfisstofnunar. Aðhvarfsgreining var notuð til að reikna sam- bandið og leiðrétt fyrir árstíma. Aukning í fjölda innlagna fyrir fjórð- ungsaukningu var reiknuð frá stuðlum líkananna. Niðurstöður: Meðalfjölda bráðainnlaga og koma á bráðamóttu á dag var 10 þar af 76% vegna hjartasjúkdóms og 61% voru eldri en 70 ára. Fyrir mengunargildin sáust stórar árstímasveiflur sérstaklega fyrir PM10. Það sást um það bil 4,6% aukning í innlögnum fyrir fjórðungsaukningu í magni 03 í andrúmslofti. Sambandið reyndist sterkara hjá konum (7,2%). Það var einnig samband milli köfnunardíoxíðaukningar (N02) og innlagna eldra fólks. Ekkert marktækt samband fannst fyrir PM10. Ályktanir: 03 er tengt aukningu í fjölda irtnlagna vegna hjarta- og/eða lungnasjúkdóma en N02 einungis hjá öldruðum. V 25 Áhrif þverfaglegrar offitumeðferðar á Reykjalundi á þunglyndi, kvíða, félagslega virkni og þyngd. Þriggja til fjögurra ára eftirfylgni Maríanna Þórðardóttir', Ludvig Á. Guðmundsson2, Arna Hauksdóttir', Unnur Valdimarsdóttir' 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2endurhæfingarmiðstöð SÍBS Reykjalundi mth5@hi.is Inngangur: Offita er margslunginn sjúkdómur sem orsakast af mörgum mismunandi þáttum. Þunglyndi, kvíði og félagsleg virkni eru mikil- vægir áhrifaþættir er varða lífsgæði einstaklinga með offitu. Þessir ein- staklingar upplifa oft mikla niðurlægingu og mismunun frá samfélaginu og eru þar af leiðandi í aukinni hættu á að þróa með sér andlega vanlíðan og eru líklegir til að verða félagslega óvirkir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort atferlismeðferð við offitu á Reykjalundi hafi áhrif á þunglyndi, kvíða, félagslega virkni og þyngd offeitra ein- staklinga frá upphafi meðferðar þar til þremur til fjórum árum eftir að meðferð líkur. Efniviður og aðferðir: Rannsókn þessi var framsýn, óslembin íhlutunar- rannsókn. Mælingum á þyngd, þunglyndi með því að notast við Becks þunglyndiskvarðann (Beck's Depression Inventory II), kvíða með því að notast við Becks kvíðakvarðann (Beck's Anxiety Inventory) og félagslegri virkni með því að notast við OP-kvarðann (Obesity-related Problem Scale) var safnað þrisvar á þriggja til fjögurra ára tímabili hjá 90 einstaklingum (níu körlum og 81 konu) og breytingar skoðaðar. Hópnum var skipt upp í aðgerðarhóp (47 einstaklingar) og meðferðar- hóp (43 einstaklingar). Einnig var bakgrunnsupplýsingum safnað við lokamælinguna. Niðurstöður: Frumniðurstöður sýndu að þyngd lækkaði um 26,6 kg (p<0,001) á rannsóknartímanum. Þunglyndi fór niður um 10,7 stig (p<0,001), kvíði um 5,8 stig (p<0,001) og félagsleg virkni um 39,5 stig (p<0,001). Marktæka breytingu mátti einnig sjá hjá báðum hópum þegar þeim var skipt upp. Ályktanir: Þessar frumniðurstöður sýna að ekki aðeins holdafar batnar, heldur einnig að verulegur bati næst í heilsutengdum lífsgæðum og undirstrika þær þýðingu markvissrar þverfaglegrar offitumeðferðar þar sem áhersla er lögð á varanlegar lífsstílsbreytingar. V 26 Eyrnasuð meðal íslenskra flugmanna Sindri Stefánsson1, Einar Jón Einarsson1, Hannes Petersen1-2 ’Læknadeild HÍ, 2háls- nef- og eyrnadeild Landspítala sis65@hi.is Inngangur: Eymasuð (tinnitus) er algengt í nútímasamfélagi og getur haft alvarleg áhrif bæði á atvinnu og einkalíf, en þriðjungur allra full- orðinna segist hafa upplifað eyrnasuð einhvem tímann á lífsleiðinni. Heymarskaði af völdum hávaða er talinn einn af aðalorsakavöldum eymasuðs, en í starfi sínu eru flugmenn oft útsettir fyrir mikinn hávaða löngum stundum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna umfang og eðli eyrnasuðs meðal íslenskra flugmanna. Efniviður og aðferðir: Tilfellaviðmiðunarrannsókn (case-control) á 204 flugmönnum. Lagðir voru spurningalistar fyrir alla félagsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) (n=614) og upplýsingum safnað frá þeim sem svöruðu (n=204). Á 51 manns úrtaki voru einnig gerðar heymarmælingar (Pure Tone Audiometry (PTA) og Distortion Product Otoacoustic Emission (DPOAE)) eða nýlegar mælingar notaðar. Niðurstöður: Af 204 þátttakendum sagðist 121 (60%) hafa upplifað eyrnasuð lengur en í fimm mínútur einhvern tímann á ævinni, en 96 (47%) sögðust hafa upplifað eyrnasuð á síðastliðnum 12 mánuðum. Þá voru 57 (28%) þátttakendur oft eða stöðugt með eyrnasuð. Alvarleiki eyrnasuðs hvers þátttakanda var greindur með Tinnitus Handicap lnventory (THI). Um 96% sögðu suðið hafa lítil eða engin áhrif á getu sína til að lifa eðlilegu lífi. Heyrnarþröskuldar hækkuðu með hækkandi THI-flokki. Marktæk neikvæð fylgni var milli heymarþröskulda (PTA) og hljóðsvars innra eyrans (DPOAE). Ályktanir: Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar er greinilegt að flug- menn eru oft útsettir fyrir miklum hávaða í starfi sínu. Niðurstöður rannsóknarinnar virðast styðja þá tilgátu að eymasuð sé algengara hjá 76 LÆKNAblaðið 2013/99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.