Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 84

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 84
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 munur var á tilfinningalegum stuðningi og heildarstuðningi fjölskyldna bama með flogaveiki og meðfæddan ónæmisgalla sem fengu með- ferðina og voru í tilraunarhópi miðað við samanburðarhóp sem fékk hefðbundna hjúkrunarþjónustu á Barnaspítala Hringsins. Einnig komu fram vísbendingar um að foreldrar barna með gigtarsjúkdóm þurfi meiri stuðning eða önnur úrræði. Ályktanir: Rannsóknarniðurstöðumar eru áhugaverðar fyrir hjúkrunar- fræðinga sem búa yfir sérþekkingu á sviði hjúkrunar fjölskyldna sem eiga böm með gigt, flogaveiki og meðfædda ónæmisgalla og gefa skýra vísbendingu um mikilvægar áherslur sem þurfa að vera til staðar í starfi þeirra. Niðurstöðurnar renna einnig stoðum undir mikilvægi þess að foreldrum sé veitt markviss fræðsla og tilfinningalegur stuðningur til að efla og styðja þá dags daglega í umönnunarhlutverki sínu. V 50 Hin þögla rödd. Fjölskylduhjúkrunarmeðferð fyrir feður barna- og unglinga með astma María Guðnadóttir', Erla Kolbrún Svavarsdóttir2 'Kvenna-og bamasviði Landspítala, 2fræðasviði fjölskylduhjúkrunar HÍ og Landspítala mariagud@landspitali.is Inngangur: Tilgangur þessarar meðferðarrannsóknar var að meta árangur af fjölskylduhjúkrunarmeðferð, þar sem tvö fjölskyldumeð- ferðarsamtöl vom veitt af hjúkrunarfræðingum, til að kanna upplifaðan stuðning mæðra og feðra langveikra barna með astma. í þessari um- fjöllun er eingöngu greint frá upplifun feðra. Efniviður og aðferðir: Hugmyndafræði rannsóknarinnar var byggð á Calgary- fjölskyldumats- og meðferðarlíkaninu. Snið rannsóknarinnar var aðlagað tilraunasnið. Fjölskyldumeðlimir sem tóku þátt voru n=77 (31 móðir, 15 feður og 31 barn eða unglingur með astma). Af þeim 15 feðrum sem tóku þátt vom sex feður í meðferðarhópi og fimm feður í samanburðarhópi sem svömðu spumingalistum um upplifaðan stuðning hjúkrunarfræðinga við fjölskylduna, virkni fjölskyldunnar og lífsgæði fjölskyldunnar fyrir og eftir tvennar meðferðarsamræður það er á tíma 1 og tíma 2. Niðurstöður: Rannsóknarniðurstöður sýndu að marktækur munur kom fram, hvað varðar að feður barna með astma sem fengu með- ferðarsamræður mátu lífsgæði og astmaeinkenni bamanna marktækt verri eftir meðferðarsamræður samanborið við fyrir meðferðina. Feður áttu erfiðara með að útskýra astmaeinkenni bamsins, ræða líðan þess við heilbrigðisstarfsfólk og spyrja um meðferð við astma hjá baminu. Einnig kom fram, þó ekki næði marktækni, að feður barna sem fengu meðferðarsamræður höfðu mun minni áhyggjur af astma barnsins, aukaverkunum og virkni astmalyfjanna eftir meðferðina, samanborið við feður á tíma 2 í samanburðarhópi. Ályktanir: Niðurstöður benda til að feður barna með astma hafi fengið nýja innsýn í sjúkdóm barnsins eftir meðferðarsamræður og skynjað betur áhrif sjúkdómsins á barnið og alvarleika astmaeinkennanna. Einnig er ályktað að meðferðarsamræður og fræðsla hafi minnkað áhyggjur feðra af meðferð bamsins, áhrif astmalyfja og aukaverkana. V 51 Þróun og próffræðilegt mat á spurningalista sem mælir fjölskylduvirkni Eydís K. Sveinbjamardóttir’, Erla Koibrún Svavarsdóttir’, Birgir Hrafnkelsson2 'Hjúkrunarfræðideild og 2Raunvísindastofnun Hí eks3Qhi.is Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að þróa og próffræðilega meta spumingalista út frá kenningarfræðilegum grunni Calgary sem mælir fjölskylduvúrkni þar sem fjölskylda er að fást við bráð- eða lang- varandi veikindi. Sérstaða spumingalistans er að hann mælir tilfinn- ingalega fjölskylduvirkni og er þróaður með úrtaki þar sem að allir svarendur hafa nýlega reynslu af veikindum náins aðstandenda. Efniviður og aðferðir: Samtals svöruðu 557 aðstandendur sjúklinga spurningalista í þremur aðskildum rannsóknum. Spurningar voru þróaðar með viðurkenndum aðferðum. Leitandi og staðfestandi þátta- greining var framkvæmd ásamt réttmætis og áreiðanleikaprófum. Niðurstöður: Upphaflegur fjölskylduvirknilisti voru 45 spurningar skipt upp í 10 mismunandi flokka út frá Calgary hugmyndafræði. í kjölfar leitandi þáttagreiningar og tveggja staðfestandi þáttagreiningar varð endanlegur listi að 17 atriða spurningalista með fjórum þáttum sem útskýrðu yfir 60% af heildardreifingu þátta. Endanlegur fjölskyldu- virknilisti (a = .922) mælir eftirfarandi þætti tilfinningalega tjáningu (a = .737), samvinnu og lausn vandamála (a = . 809), samskipti (a = .829) og hegðun (a = .813) þar sem fjölskyldumeðlimur er alvarlega veikur. Ályktanir: Spurningalisti hefur verið notaður í fjölda íslenskra rann- sókna á fræðasviði fjölskylduhjúkrunar imdanfarin ár þar sem próf- fræðilegir eiginleikar hafa haldist. V 52 Þróun og próffræðilegt mat á spurningalista sem mælir stuðning við fjölskyldur Eydís K. Sveinbjamardóttir1, Erla Kolbrún Svavarsdóttir1, Birgir Hrafnkelsson2 ‘Hjúkrunarfræðideild og 2Raunvísindastofnun HÍ eks3@hi.is Inngangur: í upphafi innleiðingar á Calgary fjölskylduhjúkrun á Landspítala voru ekki til réttmætir og áreiðanlegir spurningalistar til að mæla ávinning af stuðningi stuttra meðferðarsamræðna við sjúklinga og aðstandendur þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að þróa spum- ingalista sem mælir stuðning við fjölskyldur út frá kenningarfræðileg- um grunni Calgary fjölskylduhjúkrunar. Auk þess var tilgangurinn að próffræðilega meta spumingalista sem mælir stuðning við fjölskyldur sem eru að fást við bráð- eða langvarandi veikindi. Efniviður og aðferðir: Samtals svöruðu 415 aðstandendur sjúklinga spurningalista í þremur aðskildum rannsóknum. Spurningar vom þróaðar með viðurkenndum aðferðum. Leitandi og staðfestandi þátta- greining var framkvæmd ásamt réttmætis og áreiðanleikaprófum. Niðurstöður: Upphaflegur fjölskyldustuðningslisti innihélt 24 spurn- ingar skipt upp í fjóra mismunandi flokka út frá Calgary hugmynda- fræðinni. í kjölfar leitandi þáttagreiningar og tveggja staðfestandi þátta- greiningar varð endanlegur listi að 14 atriða spurningalista með tveimur þáttum sem útskýrðu 68% af heildardreifingu þátta. Endanlegur spurningalisti (a=.961) mælir tvo stuðningsþætti við fjölskyldur, annar sem mælir stuðning af því að veita fræðslu og upplýsingar (a=.881) og hinn sem mælir tilfinningalegan stuðning (a=.952). Ályktanir: Spumingalisti hefur verið notaður í fjölda íslenskra rann- sókna þar sem komið hefur í ljós að spumingalistinn er næmur á að mæla marktækar breytingar í kjölfar stuttra fjölskyldusamræðna sam- kvæmt Calgary líkani. 84 LÆKNAblaðið 2013/99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.