Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 85

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 85
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 V 53 Klínískar hjúkrunarleiðbeiningar um greiningu og meðferð svefntruflana hjá einstaklingum með Parkinsonssjúkdóm. Kerfisbundið fræðilegt yfirlit Jónína H. Hafliðadóttir', Helga Jónsdóttir2, Þóra Berglind Hafsteinsdóttir3 'Dag- og göngudeild taugalækningadeildar Landspítala, Jhjúkrunarfræðideild HÍ, 3Dpt of Rehabilitation Nursing Science and Sport, University Medical Center Utrecht joninaha@landspitali. is Inngangur: Næstum allir einstaklingar með Parkinsonssjúkdóm (PS) finna fyrir svefntruflunum. Önnur algeng vandamál sem tengjast svefn- truflunum eru óhófleg dagsyfja, erfiðleikar við að finna þægilegar svefn- stöðu, næturþvaglát, truflun á draumsvefni, fótaóeirð og þunglyndi. Truflanir þessar geta valdið skertum heilsutengdum lífsgæðum og haft neikvæð áhrif á önnur einkenni sjúkdómsins. I mörgum tilvikum gætu hjúkrunarfræðingar greint svefnvandamál og aðstoðað einstaklingana við að ráða við þau. Efniviður og aðferðir: Kerfisbundið fræðilegt yfirlit. Leitað var rann- sókna um svefntruflanir hjá einstaklingum með Parkinsonssjúkdóm og íhlutanir við þeim í gagnabönkunum PubMed, CINAHL og PsychlNFO og Cochrane Library of Systematic Reviews sem birst höfðu á tímabilinu janúar 2004 til apríl 2011. Voru rannsóknargreinar valdar af tveimur rýnum með því að nota STROBE og CONSORT tékklistana. Niðurstöður: Fjörutíu og þrjár fræðigreinar voru valdar í yfirlitið. Allar greinarnar, nema ein sem var lítil slembuð rannsókn á áhrifum íhlutana við svefntruflunum, voru samanburðarrannsóknir. Þrátt fyrir skekkjur vegna mismimandi rannsóknaraðferða er augljóst að mörg einkenni og umhverfisþættir eiga þátt í að trufla svefn einstaklinga með Parkinsonssjúkdóm. Versnandi sjúkdómur og þunglyndi höfðu mesta forspárgildið fyrir svefntruflanir. Skipuleg fræðsla sem felst í því að bæta/uppræta einkenni og utanaðkomandi þætti sem trufla svefn er hjálpleg. í þeim tilgangi eru settar fram 33 hjúkrunaríhlutanir. Alyktanir: Líklegt er að skipulagt mat, íhlutanir og fræðsla um svefn- truflanir geti bætt lxfsgæði einstaklinga með PS. Þörf er á að rannsaka áhrif þeirra 33ja íhlutana sem settar hafa verið fram. V 54 Blóðsykurslækkun hjá nýburum. Algengi, áhættuþættir og blóðsykurseftirlit Elín Ögmundsdóttir1-, Þórður Þórkelsson2, Guðrún Kristjánsdóttir’ 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2vökudeild Bamaspítali Hringsins elinogm@landspitali.is Inngangur: Eftirlit með blóðsykri er mikilvægt fyrst eftir fæðingu hjá ákveðnum hópum nýbura. Merm greinir á um skilgreiningu of lágs blóð- sykurs hjá nýburum og hver gildi hans þurfi að vera til að tryggja eðlilega líkamsstarfsemi. Óvissa einkennir því ákvarðanatöku um eftirlit: hverja eigi að mæla og hvenær og við hvaða gildi blóðsykurs eigi að hefja íhlutun. Markmið rannsóknarirmar var að greina algengi blóðsykurslækkunar hér á landi og bera saman við rúðurstöður erlendra rarmsókna og karma hvemig staðið sé að eftirliti með blóðsykri nýbura. Efniviður og aðferðir: Rarmsóknin var lýsandi, afturskyggn og upp- lýsinga aflað úr sjúkraskrám. Almennar upplýsingar um bömin vom skráðar ásamt blóðsykursgildum og framkvæmd eftirlits með þeim. Úrtakið voru 955 af 3.468 nýburum fæddum á Landspítala árið 2010, sem gengist höfðu undir eftirlit með blóðsykri fyrstu þrjá sólarhringana eftir fæðingu. Meðgöngulengdin var frá 24 að 42 vikum og rúm 77% voru fullburða (>37 vikur). Meðalfæðingarþyngd var 3.273 g (530-5.280 g). Niðurstöður: Algengi blóðsykurslækkunar (<2,2 mmól/L) reyndist vera 21,2% í heild en 19,1% meðal fullburða nýbura. Fyrsta mæling var gerð innan klukkustundar frá fæðingu hjá 60% nýbura. Blóðsykur var mældur einu sirrni hjá 16,4% nýburarma, en miðgildið var fjórar mælingar fyrstu þrjá sólarhringana. Rúmlega 55% mældust með lægsta gildi innan tveggja klukkustunda frá fæðingu. Alyktanir: Algengi blóðsykurslækkunar var hátt samanborið við erlendar rarmsóknir. Samsetning úrtaks skýrir það að hluta, þar sem ekki var aðeins um heilbrigða fullburða nýbura að ræða. Eftirlit með blóðsykri reyndist ómarkvisst, stór hluti mælinga var innan klukku- stimdar frá fæðingu og því má ætla að erfitt hafi verið að greina á milli óeðlilegrar blóðsykurslækkunar og eðlilegrar aðlögunar nýbura. V 55 Sárasogsmeðferð á íslandi, notkun og árangur Ingibjörg Guömundsdóttir1, Tómas Guðbjartsson2 'Æöaskurðdeild Landspítala, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala og læknadeild HÍ ingibjgu@landspitali.is Inngangur: Sárasogsmeðferð (negative pressure wound therapy, NPWT) er nýjung í sárameðferð þar sem undirþrýstingur er mynd- aður staðbundið í sárbeðnum með loftþéttum umbúðum og sogtæki. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar og árangur þess- arar sárameðferðar hjá heilli þjóð, en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rarmsókn sem náði til allra sjúklinga, bæði á sjúkrahúsum og utan, sem fengu sárasogsmeðferð á íslandi frá janúar til desember 2008. Ábending, tímalengd og árangur meðferðar voru skráð úr sjúkraskrám. Einnig var metirm gróandi sára og þættir sem geta haft áhrif á gróanda, eins og sykursýki, reykingar og aldur. Niðurstöður: Alls fengu 56 sjúklingar 65 sárasogsmeðferðir. Karlar voru 63% og meðalaldur 62 ár (bil 8-93 ár). Meðferð var veitt á sjúkra- húsi í 85% tilfella, oftast á æða- og brjóstholsskurðdeildum. Algengustu ábendingar fyrir meðferð voru sýking í sári (40%), örvun gróanda (42%) og viðhald opinna holrúma (19%). Flest sárin voru á neðri útlimum (26%) og brjóstkassa (25%). Sex sjúklingar létust vegna undirliggjandi sjúkdóma og voru þeir ekki teknir með við mat á gróanda sára. Af 59 meðferðum náðist fullur gróandi sára í 40 (68%) en ófullkominn gróandi í 19 (32%). Fylgikvillar tengdir meðferð voru skráðir í 19 (32%) tilfellum og voru verkir (12%) og húðvandamál (11%) algengust. Ályktanir: Sárasogsmeðferð er töluvert notuð á Islandi, sérstaklega við sýkt skurðsár og langvirm sár. í tveimur þriðju tilfella náðist fullur gróandi sára sem telst góður árangur V 56 Samlegðaráhrif lnterleukin-2 og Transforming growth factor-|i1 til sérhæfingar CD103+ T stýrifrumna Brynja GunnlaugsdóXtir1-, Sólrún Mclkorka Maggadóttiru, Snæfríður Halldórsdóttir1-2, Inga Skaftadóttir2, Björn Rúnar Lúðvíkssonu 'Læknadeild HÍ, 2ónæmisfræðideild Landspítala brynja@landspitali.is Inngangur: Tjáning viðloðunarsameindarinnar integrin aE (CD103) eykur viðloðun frumna við þekjuvef. T-stýrifrumur (CD25hi FoxP3+) gegna lykilhlutverki við að halda niðri ónæmissvörunum sem beinast gegn eigin sameindum og hófstilla almenn ónæmisviðbrögð. Með því að stuðla að sérhæfingu T-stýrifrumna sem tjá CD103 er því mögulega unnt að auka viðloðun þessara frumna á bólgusvæðum. Markmið rann- sóknarinnar var að skilgreina áhrif IL-2 og TC,F-(!1 á tjáningu CD103. LÆKNAblaðið 2013/99 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.