Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 86

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 86
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 Einnig að greina þær in vitro aðstæður sem hámarka samhliða tjáningu CD103 og sérhæfingu T-stýrfrumna. Efniviður og aðferðir: Einkjarna frumur (CBMC) voru einangraðar úr naflastrengsblóði og örvaðar með mótefnum (anti-CD3±anti-CD28). Boðefnunum IL-2 og eða TGF-pi var bætt út í valdar ræktir. Tjáning á CD4, CD8, CD25, CD103 og umritunarþættinum FoxP3 var metin með frumuflæðisjá. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að boðefnin IL-2 og TGF-þl þurfa bæði að vera til staðar til þess að tjáning CD103 aukist markvert. Boðefnin höfðu margföldunaráhrif á tjáningu CD103 meðal CD8+ T frumna en aðeins samlegðaráhrif á tjáningu CD4+ T frumna á CD103. Viðbótarörvun frumna um CD28 hafði hins vegar ekki áhrif á tjáninguna. Þegar tjáning CD103 var sérstaklega skoðuð meðal T-stýrifrumna kom í ljós að boðefnin IL-2 og TGF-fil höfðu einnig sam- legðaráhrif á tjáningu þessara frumna á CD103. Reyndist hlutfall CD8+ T-stýrifrumna sem varð CD103+ hærra en CD4+, eða 70 miðað við 20%. Ályktanir: Niðurstöðurnar varpa nýju ljósi á stjómunaráhrif TGF-þl og IL-2 á tjáningu viðloðunarsameindarinnar CD103. Almennt er talið að TGF-þl hafi bein áhrif á tjáningu CD103, en niðurstöður okkar benda til þess að IL-2 sé einnig nauðsynleg. Enn fremur skilgreina niðurstöðumar þær aðstæður sem hámarka sérhæfingu CD103 jákvæðra CD25h' FoxP3+ T-stýrifrumna. V 57 Rannsóknir á bráðasvari í þorski. Áhrif bráðaáreitis á vessa- og frumubundna ónæmisþætti og genatjáningu í nýra og milta Bergljót Magnadóttir1, Sigríður S. Auðunsdóttir1, Berglind Gísladóttir2, Sigríður Guðmundsdóttir1, Zophonías O. Jónsson3, Birkir Þór Bragason' 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Akershus universitetssykehus, Lorenskog Noregi, 3líf- og umhverfisvísindadeild HÍ bergmagn@hi.is Inngangur: Sérvirkt (adaptive) ónæmissvar þorsks (Gadus morhua L.) er takmarkað og hann háður ósérvirkum (innate) vörnum gegn sýkingum. Bráðasvar er fyrsta viðbragð ónæmiskerfisins við áverka, sýkingu eða vefjabreytingu. Því geta fylgt breyting á styrk bráðaprótína í sermi og genatjáningu ónæmisþátta í líffærum. Bráðasvar var framkallað í þorski og áhrif á átfrumuvirkni, serumþætti og genatjáningu könnuð. Efniviður og aðferðir: 90 g þorskum var skipt í tvo hópa, annar var sprautaður með terpentínu í vöðva (bráðaáreiti) en hinn ómeðhöndl- aður. Á tímapunktum voru tekin sýni úr nýra og átfrumuvirkni mæld, blóðsýni tekin og eftirfarandi serumþættir mældir: kortisól, prótín, pentraxín (CRP-PI og CRP-PII í þorski), IgM, náttúruleg mótefni og ensímtálmar. í sýnum úr nýra og milta var mæld genatjáning pentrax- ína, transferríns, IL-ip, C3, ApoLP-AI, kathelicidíns og hepcidíns. Notuð var magnbundin rauntíma PCR greining. Niðurstöður: Bráðaáreiti leiddi til hækkunar á kortisóli eftir 72 klst. og jafnframt lækkaði virkni átfrumna og ensímtálma og styrkur IgM í sermi en aðrir þættir voru óbreyttir. Aukin genatjáning pentraxína, ApoLP A-1 og C3 greindist eingöngu í nýra, aukin tjáning IL-lp, kathelicidíns og transferríns í báðum líffærum, en aukin tjáning hepcidíns eingöngu í milta. Hámarkstjáning pentraxína og ApoLP A1 greindist eftir 1 klst en annarra þátta eftir 24 eða 72 klst. Ályktanir: Kortisól gæti hafa haft bælandi áhrif á átfrumuvirkni, serumþætti og tjáningu IL-ip, C3, kathelicidíns og fleiri þátta. Aðeins transferrín sýndi aukna tjáningu í nýra í lok tilraunar eftir 168 klst og virtist ónæmt fyrir áhrifum kortisóls. Pentraxín eru ekki dæmigerð bráðaprótín í þorski það er engin aukning varð í sermi í kjölfar áreitis, en þau gegna sennilega hlutverki við ræsingu á öðrum ónæmisþáttum í bráðasvari. V 58 Áhrif seltu og hitastigs á vöxt og streitu- og ónæmisþætti í plasma þorskseiða Tómas Ámason1, Bergljót Magnadóttir2, Sigríður Steinunn Auðunsdóttir2, Björn Bjömsson3, Agnar Steinarsson1, Bjöm Þrándur Bjömsson4 'Tilraunaeldisstöö Hafrannsóknastofnunar, Grindavík, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 3Hafrannsóknastofnun, 4líffræði* og umhverfisvísindadeild Gautaborgarháskóla bergmagn@hi.is Inngangur: Flestir stofnar þorsks (Gadus morhua L.) lifa í fullsöltum sjó (35%«), þola lágt seltustig og vaxtarhraði er hærri í lágri seltu (7-14%o). Til langs tíma gæti verið ávinningur af seiðaeldi við lágt seltustig fyrir flutning í sjókvíar. Könnuð voru áhrif breytilegs seltu- og hitastigs á vöxt, streitu- og ónæmisþætti, sem mikilvægt er að séu í jafnvægi í eldi. Efniviður og aðferðir: Tvær tilraunir voru gerðar: A: 1, 10 og 100 g þorskseiði alin við mismunandi seltu (6-32%o) í 19-57 daga, síðan við fulla seltu (32%o), án aðlögunar í 20-391 daga. Þyngdarmælingar og blóðsýni voru tekin í upphafi tilraunar og í lok hvers tímabils. í plasma var mælt: natríum, kalsíum, kortisól, prótín, mótefni og ensím tálmar. B: 1 g seiði voru alin í kjörseltu með tilliti til vaxtar (samkvæmt tilraun A: eða í fullri seltu í 26 vikur, síðan skipt í tvo hópa og alið við tvö hitastig, 6°C og 10°C í 13 vikur. Sýnatökur og mælingar voru eins og A. Niðurstöður: f tilraun A: var hámarksvaxtarhraði í 10%o seltu í öllum stærðarhópum, besta selta fyrir vöxt var 12,5%o fyrir meðalseiði og 14,8%o fyrir stór seiði. Þegar fiskar voru færðir beint úr 6-10%o í fulla seltu hafði það neikvæð áhrif á vöxt. Tilraun B: sýndi að langtíma eldi í 13,5%o hafði engin áhrif á vöxt, miðað við eldi í fullri seltu, og enginn munur var milli sömu seltustiga við 6 eða 10°C. Hvorki eldi við mis- munandi seltu og flutningur í fulla seltu án aðlögunar né breytilegt hitastig hafði langtíma áhrif á streitu- eða ónæmisþætti. Stærð fiskanna og árstíð hafði áhrif á ónæmisþætti. Ályktanir: Niðurstöðumar sýna að þorskurinn þolir vel mismunandi seltustig. Skyndileg breyting úr lágri seltu í fulla seltu getur haft nei- kvæð áhrif á vöxt en hvorki breytileg selta né skyndileg sveifla í seltu hefur langtíma áhrif á streitu- og ónæmisþætti. V 59 Fjölsykra úr cýanóbakteríunni Nostoc commune minnkar seytingu bólguboðefna og fosfæringu MAP kínasa og Akt/PKB í THP-1 mónócýtum Ástríður Ólafsdóttir1'23'4, Guðný Ella Thorlacius1'2'3'4, Sesselja S. Ómarsdóttir5, Elín Soffia Óiafsdóttir5, Amór Víkingsson3, Jóna Freysdóttir2-3'4, Ingibjörg Harðardóttir1 'Lífefna- og sameindalíffræðistofu og 2ónæmisfræðisviði læknadeildar HÍ, 3rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og 4ónæmisfræðideild Landspítala, 5lyfjafræðideild Hl aso27@hi.is Inngangur: Ýmis náttúruefni hafa verið nýtt í heilsueflandi tilgangi sem náttúmlyf, fæðubótarefni og fleira. Bláþömngar em algengir í fléttu- sambýlum og tegundir svo sem Spirulina eru vinsælar í fæðubótarefni. Þekkt er að sykrur úr fléttum og sambýlislífverum þeirra geta haft áhrif á ónæmiskerfið. Mónócýtar eru forverar makrófaga og angafrumna og starfa einnig sjálfir í fremstu varnarlínu ónæmiskerfisins. Við áreiti virkjast innanfrumuboðferlar sem leiðir til seytingar bólguboðefna sem drífa bólgusvarið. Þó bólgusvar sé nauðsynlegt getur of mikið eða lang- dregið svar haft slæm áhrif. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna ónæmisfræðileg áhrif fjölsykm úr cýanóbakteríunni Nostoc commune 86 LÆKNAblaðið 2013/99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.