Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 87
XVi VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 (Nc-5) á mónócýta og hvernig áhrifunum er miðlað. Efniviður og aðferðir: THP-1 mónócýtafrumulína var ræktuð með IFN-y í 3 klst og í kjölfarið örvuð með inneitri (LPS). Grófhreinsaðri Nc-5 fjölsykru var bætt við samhliða IFN-y eða LPS. Hlutfallsleg fos- færing MAP kínasa, IkBo, Akt/PKB og Statl í frumum var mæld með Westem Blot aðferð á ákveðnum tímapunktum eftir LPS örvun. Styrkur frumuboðanna IL-6, IL-10, IL-12p40 og TNF-a í æti var mældur með ELISA aðferð eftir 48 klst. örvun. Niðurstöður: Mónócýtar örvaðir í návist Nc-5 fjölsykrunnar seyttu marktækt minna af IL-6 og IL-12 en frumur örvaðar án fjölsykrunnar. Einnig olli fjölsykran minni fosfæringu á bæði MAP kínasanum ERKl/2 og Akt/PKB í PI3K/Akt boðleiðinni eftir 1 klst. LPS örvun. Nc-5 fjölsykran hafði engin áhrif á fosfæringu p38 MAP kínasans. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að Nc-5 fjölsykran minnkar seytun mónócýta á bólguboðefnum og að þeim áhrifum geti verið miðlað gegnum ERKl/2 og PI3K/Akt boðleiðimar. Þessi bólguhamlandi áhrif fjölsykrunnar gætu reynst nytsamleg í baráttu við króníska bólgu- sjúkdóma svo sem gigt. V 60 Áhrif bólgumiðlandi boðefna á virkni og sérhæfingu CD4+ T stýrifrumna í mönnum Snæfríður Halldórsdóttir, Brynja Gunnlaugsdóttir, Björn Rúnar Lúðvíksson Ónæmisfræðidoild Landspítala, læknadeild HÍ snaefhd@landspitali.is Inngangur: CD4+ T stýrifrumur (Tst) gegna mikilvægu hlutverki í viðhaldi á eðlilegu ónæmissvari og koma í veg fyrir virkjun ofnæmis- kerfisins gegn eigin vef. Tst er skipt í náttúrulegar (nTst) og afleiddar (aTst). aTst þroskast í útvefjum út frá óreyndum T frumum í nærveru TGF-þl og IL-2. Ljóst er að hlutur ósértæka ónæmiskerfisins í meingerð sjálfsofnæmissjúkdóma er meiri en menn töldu, en þáttur þess í sér- hæfingu og virkni CD4+ Tst er óljós. Markmið okkar var að meta áhrif bólgumiðlandi boðefna á sérhæfingu og virkni CD4+ aTst. Efniviður og aðferðir: Óreyndar T frumur (CD4+CD25-) voru einangr- aðar frá heilkjarna blóðfrumum og ræstar með anti-CD3 í nærveru IL-2 og TGF-þl og/eða bólgumiðlandi boðefna IL-lp og TNFa. Eftir fimm daga rækt var fjöldi aTst metin (CD4+/CD25hi/CD127-/FoxP3+) með flæðifrumusjá. Virkni þeirra var metin út frá frumufjölgun CFSE litaðra heilkjama blóðfruma sem voru ræstar með Epstein-Barr sýktum B fmmum hlöðnum með súperantigenum. Niðurstöður: Sérhæfing CD4+ aTst er háð IL-2 og TGF-þl (p<0,05). IL-lfi og TNFa hafa afgerandi bælandi áhrif á sérhæfingu CD4+ aTst ex vivo (%bæling; TNFa=68,3% vs IL-lþ=73,5%; p<0,05). Bælipróf sýndi bæli- virkni CD4+ aTst þar sem hækkandi hlutfall þeirra í samrækt hamlaði virkjun og fjölgun T-fmmna (% bæling; 1:1=49,75 vs 1:32=18,12; p<0,05). Virknirannsókir staðfestu að IL-lþ og TNFa hindra sérhæfingu og virkni CD4+ aTst (p<0,05). Einnig kom í ljós að bælivirkni CD4+ aTst beinist jafnt gegn virkjun CD4+ og CD8+ T frumna. Ályktanir: Rannsóknir okkar sýna að hægt er að rækta upp sérhæfðar manna CD4+ Tst og sérhæfingin er háð IL-2 og TGF-fll. Einnig er ljóst að bólgumiðlandi boðefni ósértæka ónæmiskerfisins hindri sérhæfingu og virkni aTst. Niðurstöðumar auka skilning okkar á tilurð sjálfsofnæmis- sjúkdóma er tengjast virkjun ósértæka ónæmiskerfisins. V 61 Sérhæfing CD8+ stýrifrumna er háð IL-2 og TGF-fH Una Bjamadóttir', Snæfríður Halldórsdóttir'-2, Bjöm Rúnar Lúðvíksson1-2 'Ónæmisfræðideild Landspítata, 2læknadeitd HÍ unab@ish.is Inngangur: CD8+ T stýrifrumur (CD8+ TSt) em taldar gegna mikil- vægu hlutverki í stjómun ónæmisviðbragða líkamans með því að bæla bólguviðbrögð og hindra frumuvöxt. Ýmislegt bendir til þess að CD8+ TSt skipi viðamikinn sess í sjálfsofnæmisjúkdómum, ígræðslum og líf- færaflutningum. Frekari rannsókna á sérhæfingu og virkni CD8+ TSt er þörf til að nýta megi þær sem meðferðarúrræði sem og finna nýja þætti sem hægt væri að nýta til lyfjaþróunar. Markmið þessarar rannsóknar er því að skoða hvaða þættir þurfa að vera til staðar fyrir sérhæfingu afleiddra CD8+ TSt sem og staðfesta bælivirkni þeirra. Efniviður og aðferðir: CD8+CD25-CD45RA+ voru einangraðar með seguleinangrun úr einkjarna blóðfmmum. Eftir einangrun var frumum sáð á anti-CD3 húðaðar plötur með og án IL-2, TGF-1 og CD28 ræsingar. Eftir fimm daga rækt voru frumur litaðar með flúrljómandi mótefnum og svipgreindar með frumuflæðisjá. í framhaldi var bælivirkni könnuð þar sem þroskaðar frumur eru settar í samrækt með CFSE merktum einkjama blóðfmmum og Epstein-Barr sýktum B fmmum (EBsBfr) hlaðnar með súperantigengum (SEA/SEB/SEE). Sérhæfing CD8+CD25- CD45RA+ T frumur í CD8+CD25+FoxP3+ TSt var metin. Niðurstöður: Sýnt var fram á að sérhæfingin var háð tilvist TGF-1 sam- hliða IL-2 (p<0,04) sem höfðu samlegðaráhrif á sérhæfingu CD8+ TSt. Athyglisvert er að hjálparræsing gegnum CD28 viðtakann hafði engin teljandi áhrif á sérhæfingarhæfni CD8+ TSt. Auk þess var bælivirkni CD8+ TSt staðfest þar sem þær hindruðu T-frumufjölgun í kjölfar ræsingar þeirra með EBsBfr (PBMCs:TSt 1:1 p<0,005 og PBMCs:TSt 1:4 p<0,05). Ályktanir: Rannsóknin sýnir fram á tilvist CD8+ TSt í mönnum og að sérhæfing þeirra er háð IL-2 og TGF-1. Þar sem hægt er að stuðla að þroska þeirra ex vivo eykur það vonir okkar að hægt sé að beita slíkum aðferðum við meðferð á T-frumumiðluðum sjálfsofnæmissjúkdómum. V 62 Tíðni erfðabreytileika sem veldur skorti í lektínferli komplímentvirkjunar í íslensku þýði Margrét Amardóttir'2, Helga Bjamadóttir1, Bjöm Rúnar I úðvíksson12 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ maa14@hi.is Inngangur: Komplímentkerfið er mikilvæg ónæmisvöm. Lektínferill komplímentkerfisins ræsist þegar mannanbindilektín (MBL) eða fí- kólín (1-3) bindast sameindamynstmm á yfirborði örvera. Við bindingu virkjast serín próteasinn MASP-2 (MBL associated serine protease) sem klýfur C4 og ræsir þar með komplímentkerfið. Erfðabreytileiki (p.D120G) í MASP2 geninu veldur lækkun á MASP-2 í sermi. Arfhreinir einstaklingar um stökkbreytinguna (G/G) hafa ekkert MASP-2 í sermi og þar af leiðandi óvirkan lektínferil. Áætlað er að um einn af hverjum þúsund í dönsku heilbrigðu þýði sé með skort (G/G). Rannsóknir á tengslum þessa skorts við sjúkdóma eru stutt á veg komnar. Markmið verkefnisins var að finna út tíðni p.D120G samsætunnar í heilbrigðu íslensku þýði. Efniviður og aðferðir: Genómískt DNA var einangrað úr 453 heilbrigð- um íslenskum blóðgjöfum með hásaltsaðferð. Notast var við „sequence specific primer" PCR aðferð (PCR-SSP) til að skima fyrir p.D120G. Niðurstöður: Af 453 einstaklingum voru 37 arfblendnir (D/G) um p.D120G eða 8,2%. Enginn var með skort (það er að segja: arfhreinn LÆKNAblaðið 2013/99 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.