Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 94

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 94
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 líkamsræktar (r=-0,17; p=0,03). Meiðsli í mjóbaki voru algengust (56,8% meiddra) og valda lengstri fjarveru frá íþróttinni. Hópur A var líklegri til að meiðast í hálsi (OR=3,87) en hópur B líklegri til að meiðast í ökkla (OR=3,87). Hópur A mat alvarleika meiðsla marktækt meiri, á NRS, en hópur B í mjöðm (p=0,05) og olnboga (p=0,04). Ályktanir: Álagameiðsli eru algeng meðal karlkylfinga á Islandi, en ekki er munur á meiðslatíðni eftir forgjöf. Mjóbaksmeiðsli eru algengust og mest hamlandi. Niðurstöður benda til þess að álagsmeiðsli dragi úr þátttöku í mótum og þeir sem stunda reglulega aðra líkamsþjálfun auk golfsins lendi síður í álagsmeiðslum. V 82 Áhrif hjáveituaðgerðar á maga og görnum á beinabúskap og líkamssamsetningu Díana Óskarsdóttir, Svava Engilbertsdóttir, Gunnar Sigurðsson Háskóla íslands, Hjartavemd, Landspítala dianao@hi.is Inngangur: Hér á landi hafa ýmsar stofnanir boðið upp á offitu- meðferðir. I dag geta sjúklingar farið í hjáveituaðgerð á maga og gömum þar sem magi er minnkaður og garnir styttar. Mikilvægt er að meta hugsanlega áhættuþætti sem af henni geta stafað. Markmið rannsóknar er að kanna áhrif verulegs þyngdartaps og truflaðrar næringarupptöku hjá offitusjúklingum eftir hjáveituaðgerð á maga og gömum á beinabúskap karla og kvenna fyrstu tvö árin eftir aðgerðina ásamt því að greina áhættuþætti beintaps þegar kalk- og D-vítamíninntaka er tryggð. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur eru um 80 einstaklingar á aldrinum 18-65 ára karlar og konur sem hafa gengist undir forskoðun fyrir offitu- meðferð, uppfyllt skilyrði sem gerð eru til dagdeildarmeðferðar og lokið undirbúningsmeðferð á Reykjalundi, haustið 2010 til 2012. Mælingar eru gerðar á beinþéttni í lendhrygg, nærenda lærleggs, heildarbeinagrind og fitu- og mjúkvefjamagn þátttakenda með DXA á Rannsóknarstöð Hjartaverndar við 0, 12 og 24 mánuði. Mat á inntöku næringarefna og líkamlegri hreyfingu þátttakenda er gerð með spumingalistum. Mælt er kalsíum í blóði, D-vítamín auk annars, eins og gert er við reglubundna skoðun á þessum hópi sjúklinga í dag. D-vítamíninntaka er tryggð með 20.000 einingum á viku (c. Decristol). Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna að þyngdartap þátttakenda eftir 12 mánuðu frá aðgerð er að meðaltali 30,2% (p<0,001), fitumassi lækkar um 48,2% (p<0,001) og vöðvamassi 11,2% (p<0,001). Beinþéttni í lend- hrygg lækkar um 3,8% (p<0,001), 8,2% (p<0,001) í nærenda lærleggs og 7% í heildarbeinagrind. Ályktanir: Vemlegt þyngdartap kemur fram á 12 mánaða tímabili eftir hjáveituaðgerð á maga og gömum. Beintap er nokkuð, sérstaklega í nær- enda lærleggs. Næsta skref er að bera beintapið saman við innbyrðis tap á vöðvum og fitu ásamt því að skoða aðra þætti eins og líkamsáreynslu. V 83 Frumkomið aldósterónheilkenni á íslandi 2007-2011 Guðbjörg Jónsdóttir' \ Jón Guðmundsson2-\ Guðjón Birgisson3-\ Helga Ágústa Sigurjónsdóttir*-5 'Lyflækningasviði, 2myndgreiningarsviði, 3skurðlækningasviði og 4innkirtladeild lyflækningasviðs Landspítala, 5Háskóla íslands gudbjonsdottir@gmail. com Inngangur: Háþrýstingur er meginorsök hárrar dánartíðni úr hjarta- og æðasjúkdómum I vestrænum heimi. Gögn frá Hjartavemd sýna að 35-40% af fullorðnum á aldrinum 46-67 ára eru með háþrýsting. Nýlegar rannsóknir benda til að frumkomið aldósterónheilkenni (FA) sé ekki eins sjaldgæft og áður var talið. Árið 2007 var farið af stað með staðlað rannsóknarferli á Landspítalanum til greiningar og meðferðar á FA. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða algengi FA sem orsök háþrýstings á íslandi og niðurstöður þessa greiningarferlis. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra þeirra 18 ára og eldri sem höfðu greinst með FA á Landspítala 2007-2011. Allir fóru í gegnum staðlað greiningarferli. Áður en skimun var gerð vom lyf sem hafa áhrif á renín-aldósterónkerfið stöðvuð í fjórar til sex vikur. Skimun var talin jákvæð ef blóðgildi aldósteróns var aukið og reníns lækkað að morgni og/eða aukið 24 klst þvag aldósterónmagn. Stöðupróf og salthleðslupróf voru notuð til að staðfesta greininguna. Allir með staðfestan FA fóru í sneiðmynd af nýmahettum og nýma- hettubláæðaþræðingu. Þegar sýnt var fram á einhliða sjúkdóm var boðið upp á nýmahettubrottnám gegnum kviðsjá. Tvíhliða sjúkdómur var meðhöndlaður með sérhæfðri lyfjameðferð. Niðurstöður: Þrjátíu og þrír greindust með frumkomið aldósterónheil- kenni á tímabilinu, 17 reyndust vera með tvíhliða sjúkdóm og 16 með einhliða sjúkdóm. Allir með einhliða sjúkdóm fóru í nýrnahettubrot- tnám, 11 reyndust hafa kirtilæxli og fjórir vom með ofvöxt í nýma- hettuberki. I einu tilfelli voru niðurstöður úr meinafræði rannsókn ekki afgerandi. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að FA sé mikilvæg orsök háþrýstings á íslandi og undirstrikar mikilvægi þess að finna og meðhöndla læknanlegar ástæður sjúkdómsins. Áhugavert er að einhliða ofvöxtur í nýmahettuberki var 14 af einhliða fmmkomnu aldósterón- heilkenni. V 84 Samantekt og samanburður á lyfjaávísunum við útskrift aldraðra einstaklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkunar- og dvalarheimili Auður Alexandersdóttir2, Þórunn K. Guðmundsdóttir', Anna I. Gunnarsdóttir' 'Landspítala, dyfjafræðideild HÍ thorunnk@landspitali. is Inngangur: Á Islandi fá íbúar á hjúkrunar- og dvalarheimilum lyf sín yfirleitt vélskömmtuð. Við útskrift af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili þurfa lyfjaupplýsingar að berast á milli þriggja aðila: sjúkrahúss, hjúkmnar- og dvalarheimilis og lyfjaskömmtunarfyrir- tækis. Við hvem flutning er hætta á að ósamfella myndist í umönnun. Markmið rannsóknarinnar var að athuga samræmi lyfjaávísana við útskrift aldraðra einstaklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalar- heimili. Efniviður og aðferðir: Bornar voru saman lyfjaávísanir við útskrift af Landspítala við lyfjaávísanir á skömmtunarkortum fyrir einstaklinga 65 ára og eldri sem útskrifuðust yfir á hjúkmnar- og dvalarheimili á árinu 2011. Borin voru kennsl á misræmi í ávísun fastra lyfja. Niðurstöður: Hlutfall tilfella með >1 lyfjamisræmi var 68,2%. Meðalfjöldi lyfjamisræma var 1,9 lyf. Hvorki kyn né aldur hafði marktæk áhrif á meðalfjölda lyfjamisræma. Algengustu misræmin voru úrfellingar (omission). Lyf af ATC-flokkum N (tauga/geðlyf), A (meltingarfæra/efnaskiptalyf) og C (hjarta-/æðasjúkdómalyf) höfðu flest misræmi. Virku efnin sem höfðu oftast lyfjamisræmi voru paraseta- mól, omeprazól, fjölvítamín, zópíklón og parasetamól/kódein. Tilfelli sem útskrifuðust af öldrunarlækningadeildum höfðu marktækt færri lyfjamisræmi en þau sem útskrifuðust af öðrum deildum (p<0,001). Allt að tvöfaldur munur var á hlutfalli lyfjamisræma á milli mismunandi hjúkrunar- og dvalarheimila. Áhættumat lækna á úrtaki lyfjamisræma 94 LÆKNAblaðið 2013/99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.