Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 102

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 102
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 gerður brjóstholsskurður og næstum allt efra blað vinstra lunga fjar- lægt. Við þetta batnaði líðan hans en viðvarandi loftleki flækti meðferð og var orsökin stór berkjufleiðrufistill. Eftir tæplega hálfs árs meðferð með brjóstholskera vegna stöðugs loftleka var ákveðið að reyna meðferð með einstefnuberkjuloka. Þessir lokar eru notaðir við lungnasmækkun teppusjúklinga. í B1 og B3 berkjugreinar var komið fyrir tveimur 4-5,5 mm lokum af Zephyr/Pulmox®-gerð. Við þetta stöðvaðist loftleki og holrými í vinstri fleiðru dróst verulega saman. Átján mánuðum síðar var lokinn fjarlægður við berkjuspeglun. í dag er sjúklingurinn við ágæta líðan og ekki merki um loftleka eða sýkingu í lunganu. Ályktanir: Hægt er að beita einstefnuberkjulokum við berkjufleiðrufistli af völdum alvarlegra lungnasýkinga og hlífa þannig sjúklingum við stórum brjóstholsaðgerðum. Eftir því sem best er vitað hefur þessum lokum ekki verið beitt áður í slíkum tilfellum. V 108 Nýgengi og meðferð utanlegsþykktar á íslandi 2000-2009 Áslaug Baldvinsdóttir', Jens A. Guðmundsson1-2, Reynir Tómas Geirsson1'2, Lilja Rut Arnardóttir5 'Lœknadeild HÍ, 2kvennadeild Landspítala, ■’Sjúkrahúsinu á Akureyri asb11@hi.is Inngangur: Utanlegsþykkt getur leitt til lífshættulegs sjúkdómsástands. Meðhöndlun utanlegsþykktar hefur tekið breytingum undanfarna tvo áratugi. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta breytingar á nýgengi og meðhöndlun utanlegsþykktar á íslandi á árunum 2000-2009. Efniviður og aðferðir: Upplýsinga var aflað um öll greind tilvik utan- legsþykktar, um meðferðarstað, aldur kvenna, meðferðartegund, legu- tíma, endurinnlagnir, staðsetningu þungunar og -hCG fyrir meðferð. Nýgengi var reiknað miðað við fjölda skráðra þungana á almanaksári (n/1000), fjölda kvenna á frjósemisskeiði 15-44 ára (n/10.000) og í 5 ára aldurshópum. Breytingar á nýgengi, meðferð, aðgerðartækni og legu- tíma voru kannaðar. Gerður var samanburður á fimm ára tímabilunum 2000-2004 og 2005-2009. Niðurstöður: Nýgengið var 15,6/1000 skráðar þunganir eða 12,9/10.000 konur á ári. Marktæk lækkun var á nýgengi allt tímabilið og milli fimm ára tímabila úr 17,3 í 14,1/1000 þunganir (p=0,003) og 14,1 í 11,7/10.000 konur á ári (p<0,009). Aðgerð var fyrsta meðferð hjá 94,9% kvenna, 3,2% fengu metótrexat og 1,9% biðmeðhöndlun. Hlutfall aðgerða lækkaði úr 98,0% í 91,3% milli fimm ára tímabila samhliða aukinni notkun lyfja- meðferðar (0,4% í 6,4%; p<0,0001). Hlutfall kviðsjáraðgerða jókst milli 5 ára tímabila á öllu landinu úr 80,5% í 91,1% (p<0,0001), á Landspítala úr 91,3% f 98,1% (p=0,0003) og á sjúkrastofnunum á landsbyggðinni úr 44,0% í 69,3% (p=0,0005). Meðallega eftir opna kviðskurðaðgerð var 3,2 dagar en eftir kviðsjáraðgerð 0,9 dagar. Stytting var á meðallegu eftir opna skurðaðgerð úr 3,4 í 2,6 daga (p<0,007). Ályktanir: Nýgengi utanlegsþykktar hefur lækkað á íslandi. Meðhöndlun hefur breyst með aukinni notkun kviðsjáraðgerða í stað opinna skurðaðgerða og með tilkomu metótrexat-lyfjameðferðar. V 109 Ljáðu mér eyra: Hvað einkennir þann hóp kvenna sem sækir viðtalsþjónustu vegna erfiðrar fæðingarreynslu? Helga Gottfreðsdóttir2, Valgerður Lísa Sigurðardóttiru, Ólöf Ásta Ólafsdóttiru, Þóra Steingrímsdóttiru'4 ’Kvenna- og bamasviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild, námsbraut í ljósmóðurfræði og 3læknadeild HÍ, 4heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins helgagot@hi.is Inngangur: Niðurstöður rannsókna benda til þess að 20-26% kvenna þjáist af fæðingarótta og um 1-2% kvenna þrói með sér langvarandi áfallastreitu í tengslum við meðgöngu, fæðingu eða sængurlegu. Ljáðu mér eyra er viðtalsþjónusta fyrir konur sem vilja ræða fæðingarreynslu sína. Þjónustan hefur verið í boði á Landspítala frá árinu 1999. Tilgangur rannsóknarinnar var meðal annars að skoða hópinn sem leitar til þjónustunnar, með tilliti til lýðfræðilegra þátta, heilsufars, stuðningsnets og fæðingarsögu. Efniviðurogaðferðir:Spumingalistarvorusendirúttilallrakvenna(n=301) sem komu í viðtalsþjónustuna árin 2006 til 2011. Svörun var 44% (n=131). Niðurstöður: Af hópnum höfðu 82,4% lokið tækniskóla eða háskóla- námi, 80,8% kvennanna stunduðu vinnu utan heimilis og 93,1% voru giftar eða í sambúð, 96,2% kvennanna töldu sig vera við mjög (61,1%) eða við frekar (35,1) góða almenna heilsu. Andlega líðan töldu 37,4% vera mjög góða og 58% frekar góða. Af þessum hópi höfðu 65,6% ein- hvem tímann leitað sér aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar, flestar hjá sálfræðingi (48,1%) en einnig hjá geðlækni (16%), hjúkrunarfræðingi, heimilislækni og fleimm. Fyrstu niðurstöður verða kynntar með áherslu á að greina hvort bakgrunnur, eigið mat á heilsu og líðan, stuðningsnet og þættir úr fæðingarsögu þeirra hafa áhrif á fæðingareynsluna. Ályktanir: Aukin þekking á þáttum sem hafa áhrif á fæðingarreynsluna stuðlar að markvissari greiningu og meðferð þessa hóps innan bam- eignarþjónustunnar. Niðurstöður rannsóknarinnar verða notaðar til að þróa enn frekar meðferð kvenna sem þjást af fæðingarótta eða hafa erfiða fæðingarreynslu. V 110 Mæðradauði á íslandi 1985-2009 Hera Birgisdóttir', Reynir Tómas Geirsson'2, Ragnheiður Ingibjörg Bjamadóttir2, Katrín Kristjánsdóttir2 ‘Læknndcild HÍ, 2kvennadeild, kvenna- og bamasviði Landspítala reynirg@landspitali. is Inngangur: Tíðni mæðradauða var síðast skoðuð á íslandi 1976, en er mælikvarði á gæði mæðraverndar og fæðingarhjálpar. Markmiðið var að yfirfara og flokka samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum öll tilvik þar sem kona lést á meðgöngu eða innan 42/365 daga frá þungun og ákvarða hvort dauðsfallið tengdist þunguninni. Efniviður og aðferðir: Gögn frá Hagstofu íslands um konur sem létust á frjósemisaldri (15-49 ára) árin 1985-2009 voru samkeyrð við fæðingaskráningu og vistunarskrár spítalanna til þess að finna konur sem létust á meðgöngu eða innan 42 og 365 daga frá fæðingu barns eða lokum snemmþungunar. Stuðst var við sjúkra- og krufningagögn og tilvik flokkuð í snemm- og síðkomið, beint, óbeint eða ótengt dauðsfall og meta ófullnægjandi meðferðaratriði. Niðurstöður: Alls létust 30 konur, 26 eftir fæðingu (>22 vikur) og fjórar eftir snemmþungun (<22 vikur). Fæðingar voru 107.871 og heildar- tíðni dauðsfalla innan árs 27,8/100.000. Beintengd dauðsföll voru 4 (3,7/100.000), óbeint tengd 5 (4,6/100000) og ótengd (slysfarir, aðrir sjúkdómar) 21 (19,5/100000). Mæðradauði samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum (bein/óbein tilvik <42 dagar) var 5,6/100000. Orsakir beintengdra dauðsfalla voru alvarlegar meðgöngueitranir og fylgjuvefs- krabbamein. Óbeint tengd dauðsföll urðu vegna sýkinga og undirliggj- andi sjúkdóma svo sem sykursýki og hjartasjúkdóma. Engin kona lést í tengslum við utanlegsþungun, asablæðingu eða svæfingu. I örfáum tilvikum voru ófullnægjandi meðferðarþættir til staðar. Ályktanir: Mæðradauði á Islandi er með því lægsta sem þekkist. Þungun fylgja líffræðilegar breytingar og álag sem geta leitt til lífs- 102 LÆKNAblaðió 2013/99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.