Frjáls verslun - 01.05.2015, Side 155
FRJÁLS VERSLUN 5 tbl. 2015 155
Texti: Hrund Hauksdóttir / Mynd: Geir Ólafsson
Auglýsingar P&G styrkja sjálfsmynd stúlkna
Ísam
Ein af stærstu deildum ísam er P&g-deildin en meginstarfsemi hennar er að sjá um sölu
og markaðssetningu á vörumerkjum Procter & gamble (P&g) á Íslandi.
P&G er einn stærsti birgir heims á
dagvörumarkaði og á vörumerki
á borð við Pampers, Always,
Tampax, Ariel, Lenor, Fairy,
Head&Shoulders, Wella
Koleston, Pantene, Gillette, Old
Spice, OralB, Crest o.fl.
Lísa Björk Óskarsdóttir er
rekstr ar stjóri deildarinnar,
Katrín Eva Björgvinsdóttir önn
ur tveggja vörumerkjastjóra og
Halldóra Guðrún Björns dóttir
er sölufulltrúi.
Að sögn þeirra eru engin kyn
bundin störf innan deildarinnar
og sinna starfsmenn verkefnum
óháð kyni, t.d. er Katrín
Eva vörumerkjastjóri fyrir
Gillettevörumerkið, sem er að
stærstum hluta með vörur fyrir
karlmenn, og karlmaður sér um
vörumerkin Pampers, Always
og Tampax.
„Það er oft skemmtilegt þegar
Katrín Eva svarar fyrirspurnum
frá karl mönnum varðandi
rakstur. Þeir verða yfirleitt hissa
á að kona skuli verða fyrir svör
um og hafa djúpa þekkingu
á þess um málum – en þeir
eru alltaf ánægðir með svörin
og þjón ustuna. Þá eru flestir
sölu fulltrúar í deildinni í dag
karl menn en þeir vita og sinna
jafnmikið kvenlægum vörum og
öðrum og vita margfalt meira
um gæði þeirra og notkun en
flestir kynbræður þeirra. Það
er mjög mikilvægt að hafa bæði
kynin starfandi í deildinni;
sjónarmið kynjanna eru oft ólík
og gott að fá mismunandi sýn á
það sem tengist starfi okkar.
always eykur
sjálfstraust stúlkna
Talsverð bylting hefur átt sér
stað varðandi staðalímyndir
kynjanna almennt og endur
speglast sú þróun m.a. í aug lýs
ingum. Sem dæmi má nefna að
Always hefur staðið við bakið
á stúlkum á kynþroskaskeiði
um allan heim með ýmiss konar
fræðsluefni í yfir þrjátíu ár og
fyrirtækið hefur numið aukna
neikvæðni tengda staðal í
myndum stúlkna – sem hefur
áhrif á sjálfstraust þeirra.
Always vildi leggja sitt af
mörk um til þess að auka sjálfs
traust stúlkna, sérstaklega á
kynþroskaskeiðinu, og skapa
umræðu um setningar sem
eru notaðar á neikvæðan eða
lítillækkandi hátt gagnvart
stúlkum. Always #Like a girl
aug lýsingin tekur á því og legg
ur áherslu m.a. á styrk, getu,
persónu leika og sjálfstraust hjá
stúlkum.
Pantene #Shine Strongauglýs
ingin er líka til þess fallin að
styrkja konur og m.a. vekja
athygli á því að þær nota orðið
„afsakið“ of oft að óþörfu í
byrjun samtals, sem getur verið
neikvætt fyrir ímynd kvenna.
Þær þurfa ekki að afsaka sig
heldur standa sterkar og segja
hug sinn. Einnig er tekið á
því að notuð eru mismunandi
lýsingarorð um konur og
karla í sömu aðstæðum. Ef t.d.
karlkyns yfirmaður vill að eitt
hvað sé framkvæmt strax er það
í lagi því hann er yfirmaður (the
boss) en ef kvenkyns yfirmaður
segir nákvæmlega það sama er
líklegra að hún fái stimpilinn
stjórnsöm (bossy).
Báðar þessar auglýsingar hafa
hlotið gífurlegt lof og jákvæð
við brögð um allan heim og verið
sterkt innlegg í umræðunni um
staðalímyndir og jafnrétti.
nýjungar á döfinni
Það krefst ákveðinnar tækni að
vinna með markaðsleiðandi,
alþjóðleg vörumerki eins og
frá Procter & Gamble. Við eig
um mjög mikil samskipti við
höfuð stöðvar þeirra í Evrópu,
sem eru í Genf, en P&G krefst
mikillar endurgjafar enda vilja
þeir tryggja vörumerkjum sínum
bestu meðhöndlun á hverjum
markaði.
P&G vinnur stanslaust að
rann sóknum og þróun á vör
um sínum til að koma með
nýj ungar og bestu vöruna fyrir
neytandann hverju sinni. Nú eru
t.d. á döfinni miklar nýjungar
í Gilletterakvörum, bæði
fyrir dömur og herra. Gillette
Pro Glide Flexball er nýjasta
byltingin í rakvélum fyrir herra.
Hún er með hreyfanlegum
haus sem á að ná hverju hári. Í
dömuvélum er nýkomin Venus
Olayrakvél með fimm hníf um
og sápu í haus fyrir nútímakonu
sem hefur lítinn tíma til að
snyrta sig í sturtunni og svo
Venus Snapferðarakvél, sem er
fyrir ferðarlítil og bráð nauð syn
leg í snyrtibudduna.“
„Báðar þessar auglýsingar
hafa hlotið gífurlegt lof
og jákvæð viðbrögð um
allan heim og verið sterkt
innlegg í umræðunni um
staðalímyndir og jafnrétti.“
Katrín eva Björgvinsdóttir vörumerkjastjóri, Lísa Björk
Óskars dóttir, rekstrarstjóri deildarinnar, og Halldóra Guðrún
Björnsdótt ir sölufulltrúi.
Always hefur staðið við bakið
á stúlkum á kynþroskaskeiði
um allan heim með ýmiss kon-
ar fræðsluefni í yfir þrjátíu ár.
Við eigum sterkar fyrirmyndir