Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
Prentsmiðjan Gutenberg flutti
á dögunum starfsemi sína að
Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík
og var viðskiptavinum fyrirtækis-
ins boðið til hófs af því tilefni.
Gutenberg býður viðskipta-
vinum sínum upp á alhliða
prentlausnir, allt frá stærstu
verkum til þeirra smæstu.
„Með flutningnum verður
aukin áhersla lögð á stafræna
prentun og er sá hluti prent-
smiðjunnar í húsinu við
Suðurlandsbraut. Flutningurinn
er annars lokahnykkurinn á
nokkuð viðamiklu breytingar-
ferli hér hjá Gutenberg. Við
höfum breyst úr prentsmiðju í
prentmiðlun með megináherslu
á þjónustu, sölu og vöruþróun.
Þessi góða aðstaða er frábær
fyrir bæði viðskiptavini og
starfsmenn,“ segir Einar Birkir
Einarsson framkvæmdastjóri.
Gutenberg flytur
Frá vinstri: Stefán Kjærnested og Helgi Nilsen frá Fjársýslu ríkisins
og Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri Gutenberg.
María G. Guðjónsdóttir, til vinstri, og Sigurlín Hermannsdóttir, báðar
frá útgáfudeild Alþingis.
Björgvin Guðjónsson, Jónína Helga Þórólfsdóttir, Friðbjörg
Ingimarsdóttir og lengst til hægri er Guðmunda Elíasdóttir,
markaðsstjóri Gutenbergs.
Skrafað um hið skemmtilega. Frá vinstri talið: Sigurður Albertsson
frá Sambandi íslenskra bankamanna, Helga Bragadóttir frá Glitni og
Stefán Hjaltalín, þjónustustjóri Gutenbergs. Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri Gutenbergs, og Þorgeir
Baldursson, forstjóri Kvosar.