Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 125
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 125
Þórarinn Már Þorbjörnsson,
forstöðumaður bókhaldsþjón-
ustu Landsbankans, fór að
æfa keilu með vinnufélögum
sínum fyrir um átta árum.
Félagarnir gengu síðan í ÍR
og stofnuðu lið innan ÍR sem
þeir kalla ÍRL; „L“ stendur
fyrir „Landsbankinn“. Í dag
eru fáir eftir af upprunalegu
liðsmönnunum. Þórarinn
keppir reglulega með
félögum sínum; meðal ann-
ars er haldin deildakeppni,
bikarkeppni, keppni einstakl-
inga og Íslandsmót.
„Keila er skemmtileg
íþrótt og um leið skemmtun
sem þægilegt er að stunda
auk þess sem hún er
afslappandi. Þá er maður
í góðra vina hópi. Maður
sér framfarir fljótt en með
smáástundun er hægt að ná
sæmilega góðu skori; þeir
sem fara að stunda keilu
verða fljótt sæmilega sam-
keppnishæfir. Keila hentar
nánast öllum sem hafa
áhuga.“
Þórarin dreymir um að
keila verði stunduð meira hér
á landi en verið hefur og að
fleiri keilusalir verði opnaðir.
ÚR EINU Í ANNAÐ
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Keila:
ÍÞRÓTT OG SKEMMTUN
Þórarinn Már Þorbjörnsson. „Keila er skemmtileg íþrótt sem
þægilegt er að stunda, auk þess sem hún er afslappandi.“
Flest tengjum við rauða litinn
við jólin; rauðar kúlur á tréð,
rauð ljós og jólasveinninn er
jú í rauðum fötum. En nú er
orðin breyting þar á - allavega
hvað varðar jólaskreytingar. Hjá
Blómavali fengust þær upplýs-
ingar að svart sé aðaltískulit-
urinn í ár. „Svarti liturinn er
flottur með öllum litum en er
mikið notaður með hvítu og
silfurlituðu,“ segir Ásthildur
Sölvadóttir, blómaskreytir hjá
Blómavali. „Hann er einnig
flottur með sterkum litum eins
og túrkis, bleiku og eplagrænu.
Ef maður vill ekki ganga alla
leið er tilvalið að blanda honum
með því gamla sem maður á.“
Ásthildur segir að tískan
í jólaskreytingum haldist í
hendur við aðra tísku; núna sé
til dæmis svart og hvítt í tísku
almennt.
Mikill „glamúr“ er í gangi
hvað varðar skreytingarefni;
mikið glimmer og pallíettur - en
þetta gamla góða stendur alltaf
fyrir sínu eins og kúlur, könglar,
mosi, epli og náttúrulega greni.
Jólaskreytingar:
NÚ ER ÞAÐ SVART
Svarti liturinn er í
tísku í jólaskreytingum.
Blómaskreytingin er
frá Blómavali.
Stóllinn Glove fæst í GEGNUM GLERIÐ.
Hönnun:
FLOTTUR OG FRUMLEGUR
Patricia Urquiola hannaði
þennan sérstaka, flotta og
frumlega stól, Glove, sem er
framleiddur hjá ítalska fyrir-
tækinu Molteni & C. Stóllinn
hefur einmitt vakið athygli
fyrir það hve frumlegur hann er
– en hann er jafnframt sígildur.
Listaverkið er gert úr
stálramma og segja má að
stóllinn sé með lausu áklæði
að eigin vali; nokkrir flokkar
af leðri eru í boði, alcantara
og „microfibre“ sem er þykkt,
svampkennt efni. Hér á landi
fæst stóllinn í versluninni
GEGNUM GLERIÐ.
Það ætti ekki að væsa
um neinn sem fær sér sæti á
þessu listaverki.