Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 103

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 103
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 103 „Í fjölskyldu minni var ávallt farið í kirkju um jólin,“ segir Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri VÍS. „Sem barni fannst mér það misskemmtilegt og oft var erfitt að einbeita sér að orðum prestsins. Ég minnist þess að þegar ég var fimm ára gam- all var ég ákaflega hrifinn af hnefaleikakappanum Muhammed Ali og ætlaði að verða boxari eins og hann þegar ég yrði stór. Það var í messu á aðfangadag í Kópavogskirkju og séra Árni Pálsson var í miðri predikun. Eitthvað var ég í öðrum heimi því að allt í einu stökk ég upp úr sæti mínu og hrópaði hátt og skýrt yfir kirkjuna: „Ég er Muhammed Ali!“ Séra Árni lét ekki slá sig út af laginu þrátt fyrir þessa truflun og kláraði messuna með glæsibrag en ég andaði með nefinu það sem eftir lifði messunnar þar sem hönd móðurinnar sá til þess að ég kæmi ekki fleiri skilaboðum á framfæri. Þess má geta að frá því að ég eignaðist sjálfur börn hef ég ekki sótt kirkju um jólin. Hvort þessi reynsla mín hafði áhrif þar á skal ósagt látið.“ Ásgeir Baldurs. „Þess má geta að frá því að ég eignaðist sjálfur börn hef ég ekki sótt kirkju um jólin.“ Í KIRKJU UM JÓLIN „Ég er Muhammed Ali“ „Það er því miður orðið ljóst að ég skýt ekki sjálfur rjúpurnar í jólamatinn að þessu sinni,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. „Veiðitíminn liðinn og aldrei komst ég til fjalla. Þetta er í annað eða kannski þriðja sinn sem þetta gerist síðustu 15 eða 20 árin og ég verð að játa að þetta skemmir aðeins fyrir mér jólin. Mér finnst leiðinlegra að matreiða „annarra manna rjúpur“ og þær eru klárlega verri á bragðið! Ég vildi raunar helst sleppa því að hafa rjúpur fyrst ég skaut þær ekki sjálfur, en fjölskyldan tekur það ekki í mál. Ég bauð upp á villigæsabringur í staðinn - af eigin afla - en því var hafnað. Ég er sem sagt búinn að sníkja þær rjúpur sem ég þarf og það voru mér þungbær viðskipti sem beygluðu sjálfsmyndina. Þetta mun ekki gerast aftur.“ „ANNARRA MANNA RJÚPUR“ Þetta mun ekki gerast aftur Páll Magnússon. „Ég vildi raunar helst sleppa því að hafa rjúpur fyrst ég skaut þær ekki sjálfur, en fjöl- skyldan tekur það ekki í mál.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.