Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 Scotland, Barclays og Lloyds. Best sé að dreifa viðskiptunum á nokkra banka. Baugur á sem fyrr segir 35% í House of Fraser. Meðal annarra sem eiga í fyrirtækinu eru Don McCarthy sem verður stjórnarformaður félagsins. Hann var áður aðaleigandi Rubicon Retail sem nýverið var selt til Mosaic Fashion, eignarhaldsfélags sex tísku- fyrirtækja og nokkurra skófyrirtækja í eigu Baugs. Þá er Stefan Cassar, nýr fjármálastjóri House of Fraser og fyrrum fjármálastjóri Rubicon Retail, í kaupendahópnum. Einnig má nefna FL Group, Kevin Stan- ford, Bank of Scotland og skoska fjárfestinn Tom Hunter. Þetta er samannjörvaður hópur sem hefur komið að fleiri enskum fjárfestingum Baugs. „Þetta er þéttur og góður hópur sem hefur oft áður unnið saman og við þekkjumst vel,“ segir Gunnar. „Allir þessir fjár- festar hafa til að bera mikla þekkingu, reynslu og víða sýn á verslunarrekstur. Þeir hafa því allir eitthvað fram að færa fyrir svona verkefni.“ Hvernig var fjármögnun kaupanna á House of Fraser háttað? „Hún var með hefðbundnum hætti, skuldsett á móti rekstri og fasteignum sem House of Fraser á. Þetta félag á reyndar ekki mikið af fasteignum, ólíkt ýmsum öðrum fyrirtækjum sem við höfum keypt. Það er mikill styrkur í fasteignum og þær hafa líka gefið góð tækifæri til fjárfestinga. Fjörutíu prósent af kaupverðinu er eigið fé en fjármögnun er síðan stillt af miðað við hvað sjóðstreymið þolir. Oft er skuldsetning við svona kaup þrisvar til fjórum sinnum „ebidta“. Við ætlum hins vegar að opna fjórar nýjar búðir á næstu árum. Þar sem við þurfum að leggja fé í að hressa upp á búðir í eigu félagsins stilltum við skuldirnar af þannig að reksturinn þoli þær örugglega – sem og frávik frá við- skiptaáætlun okkar. Kaupverð hlutabréfanna var um 45 milljarðar króna og þegar skuldir og eignir eru reiknaðar með var verðið um 91 milljarður króna. House of Fraser var almenningshlutafélag, stærsti eigandinn átti 4% þar til við keyptum 10% hlut í apríl á þessu ári. Eftir kaupin eigum við allt félagið sem nú hefur verið afskráð.“ Hvað er stórt teymi sem kemur að jafnviðamiklum samn- ingum og kaupunum á House of Fraser og hvernig er vinnuferlið? „Það er heljarstórt teymi. Það er byrjað að semja við stjórn félagsins um verð áður en bækurnar eru opnaðar. Bækurnar eru síðan skoðaðar, litið á fjárreiður, lífeyrissjóðsmál, skatta- mál og markaðs- og samkeppnisstaðan skoðuð. Þegar kemur að því að skjalfesta samningana er komið að lögfræðingunum, bæði okkar lögfræðingum og lögfræðingum félagsins. Alls eru þetta meira en hundrað manns. Við vinnum ekki alltaf með þeim sömu, samanber bank- ana – en í þetta skiptið var það PriceWaterhouseCooper sem sá um áreiðanleikakönnun og lögfræðingarnir voru frá lögfræðistofunni Allen & Overy sem við höfum áður unnið með. Það er í allt stór hópur sem kemur að svona samningi og mjög jákvætt að menn hafi unnið saman áður.“ Hvaða breytingar ætlið þið að gera á rekstri House of Frasers? „Félagið er þekkt nafn með ágæta stöðu, en veikleikinn er að það er svolítið þreytt að sjá – maður þarf ekki annað en að líta á búðina í Oxfordstræti, á milli Debenhams og John Lewis, til að sjá þreytumerkin. Það vantar meiri kraft. Við stefnum á að gera ímynd þess ferskari. Breskur hlutabréfamarkaður gerir kröfu um stöðuga söluaukningu sem getur leitt til skammtímasjónarmiða. Við getum hins vegar hugsað til B A U G U R Í B R E T L A N D I Goldsmiths; úr og skartgripir.Karen Millen; tísku- og fataverslanir. Coast; tískufatnaður. Við vinnum ekki alltaf með þeim sömu, samanber bankana – en í þetta skiptið var það PriceWaterhouseCooper sem sá um áreiðanleikakönnun og lögfræðingarnir voru frá lögfræðistofunni Allen & Overy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.