Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 55
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 55 K ristján Þór Júlíusson lætur um komandi áramót af starfi bæjarstjóra á Akureyri og er kominn í landsmálapólitík- ina. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi á dögunum náði hann efsti sæti og leiðir framboðslista flokksins í alþingiskosningum á vori komanda. Við starfi bæjarstjóra í höfuðstað Norðurlands tekur Sigrún Björk Jakobsdóttir, sem verið hefur bæjarfulltrúi frá árinu 2002. Afar margir stjórnmálamenn í tímans rás hafa fetað sama veg og Akureyringurinn Kristján Þór gerir nú, það er helga sig sveitarstjórnarmálum í upphafi ferils síns en færa sig í fyllingu tímans yfir á svið landsmálanna. Í þessu sambandi er nærtækast að nefna Davíð Oddsson sem var borgarstjóri í tæp tíu ár, uns hann var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins og varð forsæt- isráðherra í kjölfarið. Reynsluboltar á flakki Rekstrarþekking, útsjónarsemi, stjórn- unarhæfileikar, hæfni í mannlegum samskiptum og að vera á réttum stað í pólitík. Eitthvað í þessa veru eru þær kröfur sem gerðar eru til bæjar- og sveitarstjóra, þó að ekki sé til nákvæm forskrift um æskilega hæfileika þeirra sem takast þessi störf á hendur. Margir telja sig kall- aða þótt fáir séu útvaldir, ekki síst nú þegar sveitarfélögum í land- inu fækkar með hverju árinu sem líður. Þótt starfsöryggi bæjar- og sveitarstjóra sé ekki ýkja mikið, eru störfin samt afar eftirsótt eins og fjöldi umsækjenda um þau sýnir best og eins umræður - ef ekki deilur - um kosti og lesti þess sem ráðinn er. Í sumum sveitarfélögum bjóða flokkarnir líka fram sérstök bæjarstjóraefni, svo Gunnar I. Birgisson í Kópavogi, Árna Sigfússon í Reykjanesbæ og Lúðvík Geirsson í Hafn- arfirði, svo einhverjir séu nefndir. Eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar fer alltaf af stað næsta sér- stök hringekja. Nýir kandídatar sjást í sætum bæjar- og sveitarstjóra og reynsluboltar á þessu sviði flakki landshorna á milli. Sumir eru merktir ákveðnum stjórnmálaflokkum og eru ráðnir til starfa eða missa embætti sín eftir því hvernig pólitískir vindar blása og mál skipast við myndun meirihluta í bæjarstjórn á hverjum stað. Meðal bæjar- og sveitarstjóra á nýhöfnu kjörtímabili eru fjölmargir nýliðar, en aðrir sitja áfram eða hafa fært sig um set. Svo eru líka hinir sem eru horfnir af sviðinu. En hvað varð um þá? Förum í hringferð um landið og könnum hvað varð um bæjarstjórana sem hættu og kynn- umst sömuleiðis nýliðunum. Vesturland Á Akranesi náðu sjálfstæðismenn og frjálslyndir saman um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn, eftir að meirihluti Framsóknar- flokks og Samfylkingar féll. Eins og sjálfstæðismenn á Skipaskaga boðuðu fyrir kosningar var Gísli S. Einarsson, áður þingmaður krata, ráðinn bæjarstjóri, en starfinu gegndi áður framsóknarmaðurinn Guðmundur Páll Jónsson, nú aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra. Í Grundarfirði lét Björg Ágústsdóttir af starfi bæjarstjóra eftir að hafa gegnt því frá 1995. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá ráðgjafa- fyrirtækinu Alta sem hefur starfsstöð í Grundarfirði jafnframt því að vera í námi. Í stað Bjargar var ráðinn Guðmundur Ingi Gunn- laugsson, áður sveitarstjóri í Rangárþingi ytra. Í Dalabyggð tók Gunnólfur Lárusson við sveitarstjórastarfinu, en forveri hans var Haraldur Líndal Haraldsson, nú framkvæmdastjóri hjá Nýsi hf. Vestfirðir Í Reykhólasveit var Óskar Steingrímsson ráðinn í starf framkvæmdastjóra sveitarfélagsins í stað Einars Arnar Thorlacius, sem varð sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Í Vesturbyggð, sem nær yfir Patreksfjörð, Bíldudal og nærsveitir, urðu breytingar. Nýr meirihlutalisti Samstöðu, bræðingur vinstri manna og fleiri, tók við stjórn mála og réð Ragnar Jörundsson sem bæjarstjóra, en hann var áður sveitarstjóri Hríseyinga. BÆJARSTJÓRA HRINGEKJAN B Æ J A R S T J Ó R A H R I N G E K J A N Hafnarfjarðarkratinn Tryggvi Harðarson er kominn suður eftir fjögur ár í bæjarstjórastóli á Seyðisfirði. Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgarstjóri skipar fjórða sætið á lista Samfylkingar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í vor. Úr borgarstjórastól á þing er þekkt ferli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.