Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 33
D A G B Ó K I N
samstarfsmaður Pálma
Haraldssonar í Fons.
Matthías sinnir einnig öðrum
störfum fyrir eignarhaldsfélagið
Fons ehf. Hann er t.d. stjórnar-
formaður sænska ferðafyrir-
tækisins Ticket og breska
flugfélagsins Astreaus og situr
einnig í ýmsum stjórnum fyrir-
tækja fyrir Fons ehf.
Birgir Jónsson hefur tekið
við starfi framkvæmdastjóra
erlendrar starfsemi eignarhalds-
félagsins Kvosar hf., móður-
félags Prentsmiðjunnar Odda
og tengdra félaga.
20. nóvember
Eggert og Björgólfur
kaupa West Ham
Einhver umtalaðasta fjárfesting
Íslendinga erlendis til þessa
var í höfn þennan dag; kaup
þeirra Eggerts Magnússonar
og Björgólfs Guðmundssonar á
enska úrvalsdeildarliðinu West
Ham. Viðræður um kaupin
höfðu staðið yfir í nokkrar
vikur. Eggert er stjórnarfor-
maður félagsins og Björgólfur
heiðursforseti þess fyrir lífstíð.
Fjárfestingarfélag þeirra, West
Ham Holding, keypti 83%
hlutafé í félaginu fyrir 11,4
milljarða og yfirtók skuldir fyrir
3,1 milljarð. Miklir tekjumögu-
leikar eru taldir í auknum sjón-
varpstekjum sem og dýrum
lóðum sem félagið á, verði
heimavöllur þess í framtíðinni
hinn nýi Ólympíuleikvangur
sem byggður verður fyrir
Ólympíuleikana í London 2012.
Sjá nánar um þessa fjárfestingu
í grein Sigrúnar Davíðsdóttur á
bls. 64 hér í blaðinu.
24. nóvember
Goldman Sachs
keypti í Kaupþingi
Morgunblaðið greindi frá því
að Goldman Sachs og Fidelity
fjárfestingasjóðirnir voru meðal
þeirra 110 alþjóðlegu fjárfesta
sem keyptu í Kaupþingi banka,
í alþjóðlega hlutafjárútboðinu.
Allt hlutafé seldist og reyndist
vera umframeftirspurn.
Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins voru breski
sjóðurinn Gartmore og svissn-
eski bankinn UBS einnig á
meðal þeirra sem keyptu hluti í
Kaupþingi banka.
24. nóvember
Björgólfur Thor
innleysir um
56 milljarða hagnað
Sagt var frá því að fjárfesting-
arfélögin CVIL og Bivideon,
sem eru að stærstum hluta
í eigu félaga í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar, hefðu
selt eignarhlut sinn í tékkn-
eska fjar-
skiptafyrir-
tækinu
Czeske
Radio-
kommun-
acace (CRa)
fyrir jafnvirði
120 millj-
arða króna. Áætlaður sölu-
hagnaður var um 80 milljarðar
en félögin keyptu hlutinn fyrir
rúmum tveimur árum á um
37 milljarða. Eignarhlutur
Björgólfs Thors var um 70%
í félögunum þannig að hann
innleysti um 56 milljarða í
hagnað af sölunni.
Birgir Jónsson. Starfslok hans
komu eins og þruma úr heið-
skíru lofti.
28. nóvember
LATIBÆR FÉKK BAFTA VERÐLAUNIN
Björgólfur Thor
Björgólfsson.
Magnús Scheving hefur
notið mikillar velgengni með
fyrirtæki sitt, Latabæ, og er
sjónvarpsefni frá fyrirtækinu
núna sýnt víða um heim.
Nýjasta skrautfjöðrin í hatt
Magnúsar var þegar sjón-
varpsþættirnir um Latabæ
fengu verðlaun bresku
kvikmyndaakademíunnar,
BAFTA, í flokki alþjóðlegs
barnaefnis.
Magnús Scheving og félagar í Latabæ.
Eggert Magnússon fagnar kaupunum á West Ham.