Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
NÝR BÆJARSTJÓRI Á AKUREYRI:
TEXTI: VILMUNDUR HANSEN • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
S I G R Ú N B J Ö R K J A K O B S D Ó T T I R Í N Æ R M Y N D
FLAKKAÐI
UM HEIMINN
Í 15 MÁNUÐI
S
igrún Björk Jakobsdóttir er fædd
23. maí 1966 og ólst upp í Keflavík
til 15 ára aldurs. Foreldrar hennar
eru Jakob Árnason húsasmíða-
meistari og loðdýrabóndi og Jóhanna Krist-
insdóttir húsmóðir. Hún á fjögur systkini:
Ísleif Árna, Guðrúnu Sigríði, Kristin Þór
og Ásdísi Ýr.
,,Ég á mjög góðar minningar frá því að
ég var barn í Keflavík, átti stóra fjölskyldu,
góða vini og það var gott að alast þar upp.
Það er töluverður aldursmunur á okkur
systkinunum, við Ásdís erum yngstar og
fengum ef til vill öðruvísi uppeldi en eldri
systkinin. Við unnum báðar flest sumur sem
verkamenn í byggingarvinnu hjá karli föður
okkar. Hann vildi að við stæðum alveg til
jafns við strákana og hefur alltaf hvatt okkur
systur til dáða og að krefjast jafnréttis.“
Stúdent frá Menntaskólanum við Sund
Eftir að Sigrún lauk gagnfræðaskóla flutti
hún til systur sinnar í Reykjavíkur og fór
í Menntaskólann við Sund. Hún segir að
menntaskólaárin hafi verið mjög skemmtileg
og að sér hafi líkað vel við námsfyrirkomu-
lagið í MS.
,,Skólinn bauð upp á bekkjakerfi og mikla
nýbreytni í starfinu og nýja hugsun sem átti
vel við mig. Í fyrsta bekk eignaðist ég mína
bestu vini sem ég held sambandi við enn í
dag. Það var mikið skemmt sér á þessum
árum eins og tilheyrir menntaskólaárum,
heimili okkar systra í Sigtúninu var hálf-
gerð félagsmiðstöð og síðan var farið í gamla
Sigtún og Hollywood. Tískan var sér á parti,
pastellitaðir glansgallar og ýft hár. Satt best
að segja þykir mér hræðilegt að sjá þessa
tísku vera að koma aftur á „eighties“ þema-
kvöldum skólanna í dag. Maður finnur ald-
urinn hellast yfir sig.“
Fimmtán mánaða heimsreisa
Eftir stúdentspróf 1985 vann Sigrún í tveimur
til þremur störfum í eitt ár til að safna fyrir
heimsreisu. Í apríl 1986 fór hún svo á heims-
hornaflakk ásamt vinkonu sinni, Auðbjörgu
Halldórsdóttur, sem nú er sendiráðunautur í
utanríkisráðuneytinu. Þær þvældust um Evr-
ópu, Indland, Kína, Ástralíu, Nýja-Sjáland,
Fídjíeyjar og Hawaí og að lokum um þver og
endilöng Bandaríkin. Reisan átti upphaflega
að taka hálft ár en þegar yfir lauk höfðu
vinkonurnar verið á ferðalagi í 15 mánuði.
,,Ferðalagið var okkur báðum mikil og
dýrmæt reynsla sem við búum enn að og
ég hef alltaf litið heiminn öðrum augum
síðan. Af öllum þeim löndum sem við heim-
Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur í byrjun næsta árs við starfi bæjarstjóra á Akureyri.
Hún er Keflvíkingur að uppruna, þar ólst hún upp fram á unglingsárin. Hún fer ekki
troðnar slóðir, því að loknu stúdentsprófi flakkaði hún um heiminn í 15 mánuði.
Sigrún hefur setið í bæjarstjórn frá 2002 og tekið virkan þátt í starfi bæjarins
og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á hans vegum.