Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
Í Perlunni er ekkert lát á skemmtilegum uppákomum sem kæta bragðlauka gestanna. Jólahlaðborðið tekur við af villibráðarhlað-borðinu og í hádegi á Þorláksmessu, eina hádegi ársins sem opið
er í Perlunni, bíður gestanna skötu- og jólahlað-
borð. Milli jóla og nýárs er það sem kalla mætti
„annar í jólahlaðborði“, tileinkað skólafólki og
Íslendingum sem dveljast erlendis en koma
heim yfir jólin. Gamlárskvöld er kvöld erlendra
ferðamanna og á nýárskvöld er árleg galaveisla
Perlunnar. Í kjölfarið kemur Allt í steik, ævin-
týri sem stendur fram í marsbyrjun. Áhuginn á
jólahlaðborðinu, sem og villibráðarhlaðborðinu
þar á undan, er svo mikill að margir eru með
„fasta áskrift“ að borðum.
Skötuhlaðborðið á Þorláksmessu er mjög
vinsælt þar sem skata í þremur styrkleikum,
hamsatólg og hnoðmör, með allri sinni angan,
tekur þá á móti gestum. Þeir sem leggja ekki í skötuna gæða sér á
saltfiski eða snúa sér að jólahlaðborðinu sem fylgir skötunni. „Það er
ótrúlegt hvað skatan er orðin vinsæl,“ segir Stefán Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri, „og ofsalega gaman að sjá unga fólkið sem kemur nú
til að bragða á henni.“
Jólahlaðborð eftir jól! Fyrir sex árum var tekin upp sú nýlunda í Perl-
unni að vera með jólahlaðborð milli jóla og nýárs, sérstaklega hugsað
Alltaf eitthvað að gerast í Perlunni
PERLAN:
Allir réttir eru jafn-
girnilegir í Perlunni.
Perlan í ævintýraljóma.
fyrir skólafólk og Íslendinga sem búa erlendis en koma heim yfir jól
og áramót og langar til að njóta stemmningarinnar sem fylgir jólahlað-
borðinu. Stefán segir þetta hafa mælst vel fyrir og aðsókn sé mikil.
Gamlárskvöld fyrir útlendinga Erlendir ferða-
menn streyma til landsins um áramótin. Perlan
er með sérstaka áramótaveislu fyrir útlendinga
en Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar sér
um bókanir. „Ef Íslendingar hyggjast koma í
veisluna bóka þeir sig einnig hjá Guðmundi
Jónassyni. Gestirnir eru sóttir á hótelin klukkan
rúmlega sex á gamlársdag og ekið með þá í
Perluna. Fyrst er snæddur forréttur og síðan er
steikarhlaðborð. Að því búnu er farið með gest-
ina að helstu brennum borgarinnar og síðan
aftur í Perluna og menn gæða sér á ljúffengum
eftirrétti. Á miðnætti er skálað í freyðivíni og
nýju ári fagnað. Á gamlárskvöld hafa gestir að jafnaði verið í kringum
320 og þykir þessi áramótauppákoma mikið ævintýri.
Galadinner á nýárskvöld Á nýársdagskvöld er árlegur „galadinner“
Perlunnar. „Obbinn af gestunum er í fastri áskrift að þessari flottu
veislu,“ segir Stefán. „Matseðillinn er sjö rétta með víni og öllu til-
heyrandi. En enginn fær að vita hvað er á honum fyrr en veislan
hefst.“
Í janúar og fram í mars-
byrjun er Allt í steik
í Perlunni. Þá býðst gestum
þriggja rétta matseðill á
verði frá 3990 krónum.
Allt í steik hefur verið
í þrjú ár og notið
mikilla vinsælda.
JÓLIN KOMA