Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
Bjarni Ármannsson.
8. nóvember
Það munar um
skatta bankanna
Yfirleitt heyrum við fréttir um
ofurhagnað bankanna. En eitt
leiðir af öðru. Á stofnfundi
Samtaka fjármálafyrirtækja
kom fram að áætlað sé að
greinin í heild, fjármálafyrir-
tækin, greiði um 15 milljarða
í tekjuskatt eða um 40% af
öllum tekjuskatti fyrirtækja í
landinu. Útlit er fyrir að skatt-
greiðslur fjármálafyrirtækjanna
aukist enn meira á næsta ári
vegna mun meiri hagnaðar
þeirra á þessu ári.
Aðeins um hin nýstofn-
uðu samtök: Það eru Samtök
banka- og verðbréfafyrirtækja
(SBV), Samband íslenskra
tryggingafélaga (SÍT) og
Samband íslenskra sparisjóða
(SÍSP) sem eru að sameinast
undir einum hatti í Samtökum
fjármálafyrirtækja frá og með
næstu áramótum. Bjarni
Ármannsson, forstjóri Glitnis,
er formaður samtakanna.
10. nóvember
20 milljarðar
út úr Iceland
Hluthafar í
matvælakeðj-
unni Iceland
í Bretlandi,
sem er í eigu
Baugs, Pálma
Haralds-
sonar, Lands-
bankans,
Kaupþings
banka og
fleiri fá góðan arð. En sagt var
frá því þennan dag að ákveðið
hefði verið að greiða rúmar
150 milljónir punda, jafnvirði
nærri 20 milljarða króna, í arð
til hluthafa. Kom fram að með
þessu fái fjárfestar til baka
rúmlega tvöfalt það fé sem
þeir lögðu í fyrirtækið á sínum
tíma.
Búist er við að fyrirtækið
verði að mestu skuldlaust í
árslok. Búist er við að Iceland
skili umtalsverðum hagnaði á
þessu ári. Á fyrsta ársfjórðungi
var 7 milljóna punda hagnaður
á rekstrinum en á síðasta ári
var 25 milljóna punda tap á
rekstrinum allt árið.
10. nóvember
Hvað heldur DeCode
það lengi út?
DeCode, móðurfélag Íslenskrar
erfðagreiningar, tapaði 4,2
milljörðum fyrstu níu mán-
uði ársins. Í tilefni af því voru
vangaveltur í Morgunkorni
Greiningar Glitnis um framtíð
D A G B Ó K I N
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.
Sagt var frá því að Baugur
Group og meðfjárfestar
hefðu lokið yfirtöku á öllu
hlutafé í bresku versl-
unarkeðjunni House of
Fraser. Heildarkaupverðið
með fjármögnun skulda
var 603 milljónir punda
eða 77 milljarðar króna.
Það var í lok ágúst sem
Baugur, ásamt meðfjár-
festum, gerði tilboð í HoF.
Meðfjárfestar Baugs
eru Don McCarthy, sem
verður stjórnarformaður
félagsins, FL Group, Tom
Hunter, eigandi West
Coast Capital, Kevin
Stanford, stofnandi Karen
Millen, Halifax Bank
of Scotland (HBOS) í
gegnum fjárfestingafélag
sitt Uberior og Stefan
Cassar, fyrrum fjármála-
stjóri Rubicon Retail, en
hann verður fjármálastjóri
félagsins.
John King, sem hefur
verið forstjóri bresku
verslunarkeðjunnar
Matalan frá árinu 2003,
hefur verið ráðinn forstjóri
House of Fraser. Hann
mun hefja störf í byrjun
árs 2007.
9. nóvember
YFIRTAKAN Á HOUSE OF FRASER
Jón Ásgeir Jóhannesson.Hannes Smárason.
House of Fraser í London.
Pálmi Haralds-
son er stjórnar-
formaður
Iceland.