Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 41
sóttum held ég að dvölin á
Indlandi hafi verið mesta
reynslan. Það var mikið
menningarsjokk að koma
þangað og allt svo ólíkt því
sem maður á að venjast.
Skömmu eftir að við
komum þangað fékk ég
mjög slæma magakveisu og hélt satt best að
segja að ég mundi deyja, en náði mér aftur
með hjálp múslimsks læknis, dr. Abdul, í
Srinagar í Kasmír. Hann dró upp úr pússi
sínu pillur úr poka merktum WHO og ekki
vissi ég hvað var í þeim en ég komst á fætur
aftur á endanum. Sjúkdómsgreiningin var
ógleymanleg því að eftir rannsóknina lýsti
hann því yfir að ég væri haldin ,,fatal disease“
og mér brá illilega, en það sem hann meinti
var ,,fate disease“, að Allah hefði fært okkur
saman fyrir tilstilli örlag-
anna og hans hlutverk
væri að bjarga mínu lífi.
Eftir að ég hafði náð
mér vildi hann fá lífgjöf-
ina þakkaða meðal ann-
ars með því að fá gler-
augu handa ömmu sinni,
menntun fyrir son sinn í Evrópu, nýtt sjón-
varp og fleira. Hann skrifaði mér reglulega
eftir að ég kom heim og minnti mig á
lífgjöfina. Að lokum sendi ég honum Íslend-
ingasögurnar í gjafaöskju, - svo mikið metur
maður líf sitt um tvítugt.
Við vinkonurnar unnum um tíma við
netagerð hjá íslenskum manni í Eden í Ástr-
alíu þar sem okkur vantaði peninga fyrir
næsta áfanga ferðarinnar. Eins skrifuðum
við greinaflokk fyrir Mannlíf um flutning
Íslendinga til Ástralíu á sjötta áratugnum,
við heimsóttum fjölda fólks og könnuðum
aðstæður þeirra og hvernig því líkaði dvölin
syðra. Flestir höfðu tekið gamla landið með
sér í formi málverka af t.a.m. Þingvöllum eða
Eyjafjöllum og hugurinn og hjartað leitaði
enn heim.
Fjárhagsáætlunin fyrir ferðina hljóðaði
upp á 600 krónur á dag og ótrúlegt hvað hún
stóðst enda var ekki eytt í óþarfa og gististað-
irnir stundum ekki upp á marga fiska. Satt
best að segja var ferðin eitt stórt ævintýri. Í
Kína ferðuðumst við á sem ódýrastan hátt og
gerðum okkur skiljanlegar með aðstoð sam-
talsorðabókar sem oft endaði í kostulegum
uppákomum og rifrildum við ósveigjanlega
lestarþjóna eða afgreiðslufólk.
Þarna var Kína að opnast og eftirminnileg
heimsókn var til Guilinhéraðsins í Suður-
NÝR BÆJARSTJÓRI Á AKUREYRI:
S I G R Ú N B J Ö R K J A K O B S D Ó T T I R Í N Æ R M Y N D
FLAKKAÐI
UM HEIMINN
Í 15 MÁNUÐI
Nafn: Sigrún Björk
Jakobsdóttir.
Fædd: 23. maí 1966.
Maki: Jón Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Lífsvals.
Börn: Kamilla Dóra, 10 ára,
og Björn Kristinn, 8 ára.
Menntun: Hótelrekstrarfræði
frá Sviss, nútímafræði frá HA,
nám í stjórnun.
Starf: Bæjarstjóri Akureyrar
frá 9. janúar 2007.