Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 127
Brynhildur Guðmundsdóttir,
ráðstefnustjóri hjá Nordica
hotel, er sælkeri mánaðar-
ins. Hún gefur uppskrift að
möndlubúðingi – eða jóladesert
- sem tilvalið er að bragða á
um jólin. Brynhildur fékk að
sjá uppskriftina fyrir síðustu
jól. „Þetta hefur verið mikið
leyndarmál hingað til en með
samþykki „ættmæðranna“
ákvað ég að deila uppskriftinni
með lesendum Frjálsrar versl-
unar. Þessi desert hefur verið
ófrávíkjanleg hefð hjá öllum í
stórfjölskyldu minni og er að
jafnaði hafður á aðfangadags-
kvöld.“
Möndlubúðingur (desert)
Möndlubúðingurinn þarf að vera
í hringlaga skál.
Einn pakki makkarónukökur
eru lagðar í botninn og einni
msk. af sherry hellt yfir.
Saxið niður þrjár manda-
rínur, hálfan lítinn pakka
af After Eight, 100 g suðu-
súkkulaði og einn bolla af
döðlum – ekki saxa smátt
– og stráið þessu öllu yfir.
SETJIÐ EINA HVÍTA
MÖNDLU.
Einn pakki Royal vanillubúð-
ingur er blandaður og hellt
yfir. Þetta er síðan látið
stirðna í ísskáp.
Einn peli þeyttur rjómi er
settur yfir og suðusúkkulaði
raspað ofan á.
Best er að gera möndlu-
desertinn kvöldið áður og bera
hann fram kaldan.
Þegar allt er klárt hefst
mikil leit að réttu möndlunni
og þá kemur í ljós að áríðandi
er að saxa ekki allt of smátt til
að torvelda leitina aðeins.
Sá sem hreppir möndluna
fær svo litla gjöf.
Sælkeri mánaðarins:
MÖNDLUBÚÐINGUR UM JÓLIN
Brynhildur Guðmundsdóttir, ráðstefnustjóri hjá Nordica hotel,
er sælkeri mánaðarins.
Svo mörg voru þau orð
„Ég held að það gildi, eins og menn skrifuðu hér í blöð í aðdrag-
anda House of Fraser-kaupanna, að ef einhver gæti klárað
verkefnið þá væri það Baugur. Það er orðsporið sem við höfum.
Baugur fer ekki í verkefni nema að ætla sér að klára það.“
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group.
Markaðurinn, 15. nóvember.
„Hvers kyns fordómar og staðalímyndir hafa þau áhrif að auð-
veldlega er gengið fram hjá frambærilegum og hæfum umsækj-
endum. Vinnustaður með hóp af ólíkum einstaklingum af báðum
kynjum nýtir mannauð sinn vel og sá vinnustaður missir síður af
tækifærum til að nýta kjarnafærni starfsmanna sinna.“
Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun.
Markaðurinn, 8. nóvember.
Sigrún Eva Ármannsdóttir,
forstöðumaður fjármálalausna-
sviðs hjá HugAx hf., var 10 ára
þegar hún fékk ABBA-plötu í
jólagjöf frá móðurafa sínum;
hún hélt einmitt upp á þessa
hljómsveit Svíanna fjögurra.
„Ég var svo ánægð og hissa
á að afi skyldi finna upp á að
gefa mér þessa hljómplötu í
jólagjöf,“ segir Sigrún Eva en
hún fékk ABBA-plötur næstu jól
á eftir. „Ég lokaði stundum og
læsti stofunni í mörg ár á eftir
og söng ABBA-lög.“
Þegar Sigrún Eva er spurð
hvers vegna ABBA hafi heillað
hana segir hún að tónlist hljóm-
sveitarinnar hafi staðist tímans
tönn. „Plöturnar eru vel gerðar,
frábær hljómur og útsetningar
góðar. Þá eru þetta létt, góð,
melódísk og fljótlærð lög og við
tónlistarmenn erum alltaf að
uppgötva eitthvað nýtt í þeim
af því að þau eru svo vel gerð.“
Aðspurð um uppáhalds
ABBA-lagið nefnir Sigrún Eva
„The Winner takes it all“. Hún
nefnir líka Dancing Queen og
Waterloo en þegar Sigrún Eva
starfaði sem söngkona á sínum
tíma söng hún stundum þau lög
á böllum. Hún er nú hætt að
syngja opinberlega en syngur
stundum ABBA-lög í bílnum á
leiðinni heim eftir erfiðan dag
en hún á það til að setja ABBA-
geisladiska í geislaspilarann í
bílnum.
Eftirminnilegasta jólagjöfin:
ABBA-PLATA FRÁ AFA
Sigrún Eva Ármannsdóttir. „Ég var svo ánægð og hissa á að
afi skyldi finna upp á að gefa mér þessa hljómplötu í jólagjöf.“
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 127