Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 B A U G U R Í B R E T L A N D I Það verður áfram gríðarleg samkeppni um hvert pund neytenda, ekki síst af því að verslunarrými hér er líka að aukast. Þá skiptir máli að vera með góð vörumerki og góða stjórnendur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir.“ Á Íslandi hefur formúlan í Bónus verið góð upplýsingatækni, frábært verslunarkerfi, lágt vöruverð og snerpa í samkeppninni. Hefur ykkur tekist að koma þessari formúlu inn í búðirnar ykkar í Bretlandi? „Okkur hefur tekist það mjög vel, en í rekstrinum hér er reyndar lágt vöruverð aðeins viðmiðun okkar í Iceland-keðj- unni og MK One. Okkar styrkur er að Jón Ásgeir er „einnar blaðsíðu“-stjórnandi; álítur að það skipti öllu máli að hafa réttu upp- lýsingarnar tiltækar og trúir á einfald- leika í rekstri. Þá skiptir miklu að hafa gott upplýsingaflæði um það sem skiptir máli. Sem dæmi má nefna að þegar við tókum yfir Big Food Group fékk stjórnin í hendurnar 170 blaðsíðna skýrslu sem enginn lauk við að lesa, auk þess sem þurfti fjölda manns til að vinna skýrsluna. Í dag er þessi skýrsla 25 blaðsíður, það á ekki að taka lengri tíma en 45 mínútur að fara í gegnum hana og allar lyk- ilupplýsingar á einu blaði svo maður sér strax það sem máli skiptir. Þegar við gerum viðskiptaáætlun setjum við líka allar lykilupplýsingar á eina síðu svo að þar komi fram allt sem maður þarf að vita. Upplýsingatæknin hjá Högum er fyrirmynd okkar og við vinnum að því að koma því inn hjá okkur hér. Við förum heim til Íslands með stjórnendur í fyrirtækjum okkar hér úti til að sýna þeim hvernig þetta lítur út í raun og það hefur orðið þeim til góðs að sjá hvernig við gerum þar og þá hverju við viljum ná fram hér. Jafnvel reyndir menn verða mjög hrifnir af framkvæmdinni í verslunum okkar heima. Það er mikill munur á standördum hér og heima. Við viljum koma því, sem tíðkast heima, á hér því að okkur finnst það algjörlega á heimsmælikvarða.“ Hvernig er samstarfi ykkar Jóns Ásgeirs háttað? „Við höfum þekkst lengi, vorum saman í Verslunarskólanum á sínum tíma. Meðan ég vann hjá Íslandsbanka kom ég að verkefnum Baugs hér, fyrst Arcadia-verkefninu svo að ég hef verið tengdur enskum verkefnum Baugs frá upphafi þó að það hafi verið í annarri stöðu framan af. Við tölum saman á hverjum degi – umsvif Baugs eru orðin viðamikil, bæði á Íslandi, Englandi og í Danmörku, svo að Jón Ásgeir er mikið á ferðinni. Það eru líka mikil tölvupósts- samskipti okkar á milli. Hann er með í öllu sem við gerum en það má ekki gleyma að Baugur er ekki stórt fyrirtæki í sjálfu sér, bara 35 manns sem vinna hjá fyrirtækinu, þó verkefnin séu stór.“ Nú er verið að selja Wyndeham, prentfyrirtæki sem Dagsbrún keypti í mars, og þar á Baugur hlut í. Var þetta fyrsta skrefið inn á fjölmiðlamarkaðinn hér sem síðan tókst ekki? „Þar sem Baugur á aðeins hlut í Dagsbrún tengist þessi sala okkur ekki beint. Okkar fókus hér er smásala. Baugur stefnir ekki að því að verða fjölmiðlafyrirtæki hér í náinni framtíð – en hver veit hvað verður? Núið hjá okkur snýst um smásölu og fasteignir því að það gerum við vel eins og dæmin sanna.“ Baugur í Englandi missti af því að vera með í kaupunum á Somerfield vegna málaferla gegn nokkrum eigendum Baugs á Íslandi. Hvernig horfir við þér nú að hafa misst af þessum samningi? Var þetta óheppilegt hliðarspor eða eru áhrifin meiri? „Þetta var auðvitað ekki sú niðurstaða sem við vonuðumst eftir og varð hliðarspor af því að við komumst ekki alla leið, en við högnuðumst um fjóra milljarða króna á sölu hlutabréf- anna sem var auðvitað sárabót. Þetta varð enginn varanlegur hnekkir fyrir okkur, en var sannarlega óheppilegt því að það hafði farið gríðarleg vinna í aðdraganda kaupanna. Auðvitað hefðum við fengið mun meira ef við hefðum getað verið með í sjálfum kaupunum, en við erum ekki í því að spá í „ef“ og „hefði“. Þessi málalok eru þó auðvitað dæmi um hvernig dómsmálin hafa skaðað okkur þó að við græddum á sölunni. Verða málaferli í kjölfar þessa? „Það er ekki mitt að ákveða, ég veit ekki hvað verður. Ef við hugsum okkur Baug sem fótboltalið þá er ég í sókninni, aðrir sjá um aðra þætti. Það er auðvitað með ólíkindum hvað félaginu hefur tekist á undanförnum árum miðað við allt áreitið sem við höfum orðið fyrir – og árangurinn er því að þakka að það eru gríðarlega öflugir aðilar sem standa að fyrirtækinu. Það sem hefur gert okkur kleift að verða það sem við erum er þessi öflugi hópur sem einbeitir sér að því sem við erum góðir í.“ Hvar sérðu Baug fyrir þér eftir um fimm ár? „Þetta er erfið spurning því að fyrir bara tveimur árum gat enginn gert sér í hugarlund það sem við erum núna búnir að ná. Markmiðið á næstu árum er að einbeita okkur að þeirri stefnu sem við höfum þegar sett: við sjáum fyrir okkur að hjá Baugi Group muni smásalan vega 60-70 prósent, fasteignir 20 prósent og annað, þar á meðal fjölmiðlun, 10-15%.“ Viðskiptahugmynd Baugs í Bretlandi er að fjárfesta í fyrirtækjum sem geta vaxið. Við erum ekki í daglegum rekstri fyrirtækja okkar, en komum inn með strategískan stuðning og fjármagn og vinnum náið með stjórnendum. Sími 570 1000 • www.ok.is skanna senda ljósritaprenta Tilboðsverð kr . 385.000 m/vsk Upphafl egt listaverð kr. 660.000 m/vsk Vörunúmer: Q3944A HP LaserJet 4345 xs mfp HP LaserJet 4345xs mfp er fjölnotatæki með öllu: • digital sender (skannar skjöl í lit, býr til PDF, TIFF, MTIFF eða JPG og sendir beint í tölvupóst eða á innra netið á mjög öruggan máta) • ljósritun og prentun í svart-hvítu • skannar í lit • tvíhliða prentun (duplex) í svart-hvítu • frálag með heftara FRAMÚRSKARANDI HRAÐVIRKNI Á EINSTÖKU VERÐI Vegna einstakra samninga bjóðum við nú takmarkað magn af einu vinsælasta geisla-fjölnotatæki HP. Einfalt í notkun og sparar tíma. Fjölbreytt úrval fjármögnunar- og rekstrarsamninga eru í boði. Útskipti-tilboð HP er í fullum gangi. Hægt að fá kr. 40.000 endurgreiddar ef keypt er nýtt HP LaserJet 4345 xs mfp fjölnotatæki. hefta OK 4345mfp HEIMUR FINAL.indd 1 27/11/06 13:29:50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.