Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
JÓLIN KOMA
Jólastemmningin er alls ráðandi í Bakarameistaranum um þessar mundir en þegar árið er liðið í aldanna skaut hefst önnur hátíð og ekki síðri þar á bæ en þá heldur fyrirtækið upp á 30 ára afmæli sitt.
Hátíðahöldin hefjast á afmælisdeginum í febrúar og verða í formi alls
kyns kynninga, uppákoma, tilboða og nýjunga sem spennandi verður
að kynnast og viðskiptavinir munu njóta góðs af.
Á sama tíma verður opnuð endurbætt verslun í Mjóddinni, en
þar er næstelsta Bakarameistaraverslunin, opnuð árið 1996, að sögn
Vigfúsar Hjartarsonar framkvæmdastjóra. Verslunin verður færð í
nýjan búning í stíl við verslunina á Smáratorgi og verslunina í Aust-
urveri sem Bakarameistarinn opnaði í sumar. Verslunin í Suðurveri er
elsta verslunin en síðan má ekki gleyma glæsilegri verslun í Glæsibæ.
Bakarameistarinn hefur frá byrjun verið í fararbroddi í öllu því sem
snýr að jólaundirbúningi. Verslanirnar eru fallega skreyttar. Þangað
kemur fólk og kaupir jólasmá-
kökur sem eru í engu eftirbátar
þess besta sem gerist í heimabakstri
og síðan eru það þýsku stollen-
jólabrauðin og ensku jólakökurnar
með koníakinu auk margs annars.
Óhætt er að fullyrða að jólaundir-
búningurinn getur hvort heldur
sem er, byrjað eða endað, með ferð
í Bakarameistarann, allt eftir því
hversu fljótt menn ætla að byrja
að borða jólakökurnar, smáar og
stórar.
Þegar Sigrún Stefánsdóttir og
Sigþór Sigurjónsson stofnuðu Bak-
arameistarann fyrir 30 árum, sem þau eiga enn, voru um 20 manns á
launaskrá. Í dag eru starfsmenn um 170. Vigfús Hjartarson er fram-
kvæmdastjóri og kona hans, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, sem er dóttir
stofnendanna, sér um öll starfsmannamál.
Þrjátíu ára afmæli
á næsta leiti
Í Bakarameist-
aranum geta menn
fengið margs konar
jólakörfur með góð-
gæti sem hentar vel
sem gjöf fyrir vini,
vandamenn,
starfsmenn eða
viðskiptavini.
BAKARAMEISTARINN:
Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri
Bragðgóðar jóla- og áramótagjafir
fyrir einstaklinga og fyrirtæki
Glæsilegar gjafakörfur
Konfekt, tertur og kökur
Pantanir í síma 533 3000
P
IP
A
R
•
S
IA
•
6
07
09Vigfús Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans. Bakarameistarinn verður 30 ára um miðjan febrúar.