Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 84

Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 JÓLIN KOMA Jólastemmningin er alls ráðandi í Bakarameistaranum um þessar mundir en þegar árið er liðið í aldanna skaut hefst önnur hátíð og ekki síðri þar á bæ en þá heldur fyrirtækið upp á 30 ára afmæli sitt. Hátíðahöldin hefjast á afmælisdeginum í febrúar og verða í formi alls kyns kynninga, uppákoma, tilboða og nýjunga sem spennandi verður að kynnast og viðskiptavinir munu njóta góðs af. Á sama tíma verður opnuð endurbætt verslun í Mjóddinni, en þar er næstelsta Bakarameistaraverslunin, opnuð árið 1996, að sögn Vigfúsar Hjartarsonar framkvæmdastjóra. Verslunin verður færð í nýjan búning í stíl við verslunina á Smáratorgi og verslunina í Aust- urveri sem Bakarameistarinn opnaði í sumar. Verslunin í Suðurveri er elsta verslunin en síðan má ekki gleyma glæsilegri verslun í Glæsibæ. Bakarameistarinn hefur frá byrjun verið í fararbroddi í öllu því sem snýr að jólaundirbúningi. Verslanirnar eru fallega skreyttar. Þangað kemur fólk og kaupir jólasmá- kökur sem eru í engu eftirbátar þess besta sem gerist í heimabakstri og síðan eru það þýsku stollen- jólabrauðin og ensku jólakökurnar með koníakinu auk margs annars. Óhætt er að fullyrða að jólaundir- búningurinn getur hvort heldur sem er, byrjað eða endað, með ferð í Bakarameistarann, allt eftir því hversu fljótt menn ætla að byrja að borða jólakökurnar, smáar og stórar. Þegar Sigrún Stefánsdóttir og Sigþór Sigurjónsson stofnuðu Bak- arameistarann fyrir 30 árum, sem þau eiga enn, voru um 20 manns á launaskrá. Í dag eru starfsmenn um 170. Vigfús Hjartarson er fram- kvæmdastjóri og kona hans, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, sem er dóttir stofnendanna, sér um öll starfsmannamál. Þrjátíu ára afmæli á næsta leiti Í Bakarameist- aranum geta menn fengið margs konar jólakörfur með góð- gæti sem hentar vel sem gjöf fyrir vini, vandamenn, starfsmenn eða viðskiptavini. BAKARAMEISTARINN: Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri Bragðgóðar jóla- og áramótagjafir fyrir einstaklinga og fyrirtæki Glæsilegar gjafakörfur Konfekt, tertur og kökur Pantanir í síma 533 3000 P IP A R • S IA • 6 07 09Vigfús Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans. Bakarameistarinn verður 30 ára um miðjan febrúar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.