Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 FORSÍÐUGREIN A ukin umsvif íslenskra fjárfesta erlendis hefur vakið mikla athygli í fjármálageir- anum og í fjölmiðlum, sérstaklega í Dan- mörku og á Bretlandi, þar sem hvað mest hefur verið fjárfest og Íslendingar hafa verið áberandi í sínum fjárfestingum. Spurt hefur verið hvernig fyrirtæki sem koma frá svo litlu hagkerfi ráði við svo stórar fjárfestingar. Hver er hvatinn að baki þessum fjárfestingum og hvaðan koma peningarnir? Markmið þessarar greinar er að draga fram þau megineinkenni sem eru á fjárfestingum Íslendinga erlendis og skýra frá því helsta sem einkennir þessar fjárfestingar. Falla þær undir þau viðmið og þær kenn- ingar sem settar hafa verið fram innan alþjóðaviðskipta eða má sjá einhver ný einkenni sem ekki hafa sést áður? Ennfremur er vert að spyrja hvort hér sé eitthvað óeðlilegt á ferðinni. Alþjóðavæðing fyrirtækja hefur mikið verið rann- sökuð innan alþjóðaviðskipta síðustu áratugina. Löngum hefur verið litið á alþjóðavæðingu sem stíg- andi ferli sem á sér stað á tiltölulega löngum tíma og gerist í ákveðnum þrepum. Nýlegar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að alþjóðavæðing í dag er iðulega hröð. Fyrirtæki hlaupa gjarnan yfir mörg skref sem áður voru talin nauðsynleg og sækja á erlenda markaði skömmu eftir stofnun. Alþjóðavæðing íslenskra fyrirtækja er áhugavert rannsóknarefni. Það er þrennt sem vert er að nefna: 1) Smæð hagkerfisins, sem er eitt hið minnsta innan OECD landanna. 2) Þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi. 3) Sá mikli kraftur og hraði sem einkennt hefur beinar erlendar fjárfestingar Íslendinga frá árinu 2000. Íslenski markaðurinn er lítill, of lítill fyrir mörg íslensk fyrirtæki og því hafa sum þeirra keypt fyrirtæki af svipuðum toga erlendis í þeim tilgangi að stuðla að áframhaldandi vexti. „Smám saman fóru skjálftarnir að verða sýnilegri og þættir í umhverfinu urðu þess valdandi að gosið hófst árið 1999. Þetta var lítið í upphafi en smám saman jókst það og ekki sér fyrir endann á því ennþá. Hraunið sem gosið hefur leitt af sér hefur breytt landslaginu svo um munar og þannig að eftir hefur verið tekið bæði á innlendum og erlendum vettvangi.“ Ekkert óeðlilegt við fjár- festingar Íslendinga erlendis TEXTI: ÁSTA DÍS ÓLADÓTTIR Erlendar fjárfestingar Íslendinga eru á svipuðu róli og hjá Bretum, Dönum og Svíum sé horft til erlendra fjárfestinga sem hlutfalls af vergri landsframleiðslu. GOSIÐ HÓFST ÁRIÐ 1999 LJ Ó S M Y N D : M B LO R G U N B LA Ð IÐ / R A X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.