Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 61

Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 61
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 61 TEXTI: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Hildur Guðbjörnsdóttir RITARI RANNVEIGAR RIST HJÁ ALCAN Hildur segir traust milli for- stjóra og einkaritara skipta miklu máli og raunar vera forsendu fyrir góðu samstarfi þar sem um hendur þeirra fari mikið af trúnaðarupplýsingum. Starfssvið einkaritara sé mis- jafnt en að jafnaði reyni þeir að taka þannig á skipulagningu og málum að yfirmaðurinn geti einbeitt sér að því sem er í gangi í hvert sinn. „Dagurinn hefst yfirleitt á því að ég fer yfir dagbókina og þá mjög gjarnan með Rannveigu,“ segir Hildur. „Eftir það þarf að hringja og skrifa bréf og svara tölvupósti en talsvert mikið af vinnunni fer orðið fram í gegnum tölvupóst. Ég held utan um dagbók Rannveigar og sé um að bóka fundi, skipu- leggja ýmsa viðburði og þess háttar. Ég undirbý öll ferðalög hennar og annarra starfsmanna á vegum fyrirtækisins. Eins og gefur að skilja, í stóru alþjóð- legu fyrirtæki, er mikið um fundi hér á landi og erlendis og allt skipulag þeirra er í mínum höndum. Það þarf að bóka flug, hótel, fundaaðstöðu, veit- ingastaði og fleira. En tækninni fleygir fram og æ oftar er notast við fjarfundabúnað.“ Karlar og konur – misjafnir stjórnendur? „Ég er nú ekki beint nýgræð- ingur í þessu starfi, ég er núna búin að vera í 4 ár hjá Rannveigu en var áður einkarit- ari hjá Brynjólfi Bjarnasyni í Granda í 18 ár,“ segir Hildur. „Ég tel að það sé munur á stjórnunarstíl milli kynja en kannski ekki á þann hátt að annað kynið sé endilega betra en hitt, heldur í sumum tilvikum ólíkar áherslur. Ég hugsa að í mínu tilviki liggi aðalmunurinn nú í mismunandi fyrirtækjum hvað varðar Alcan og HB Granda. Í Granda voru t.d. mikil samskipti við Chile og Mexico, sem varð til þess að ég fór að læra spænsku, sem er mjög skemmtilegt tungumál og gott að kunna. Hér aftur á móti er móðurfyrirtækið stað- sett í Kanada og öll tölvupósts- amskipti eru á ensku og frönsku, ég hef þó ekki farið út í að læra frönskuna enn þá, hef látið enskuna duga, en sjáum hvað setur.“ „Mér líkar alveg sérstaklega vel að vinna fyrir Rannveigu og það að hún skuli vera kona finnst mér bara góð viðbót við hennar hæfileika. Mér finnst hún frábær stjórnandi og myndi segja að við ættum mjög gott samstarf. Við eigum það líka sameiginlegt að hafa báðar farið á sjóinn. – Ég að vísu í mýflugumynd þegar ég fór einn túr sem háseti á frysti- togaranum Snorra Sturlusyni árið 1990, sem var mikil og skemmtileg lífsreynsla. Brynjólfur var líka frábær yfir- maður, enda hefði ég ekki verið í 18 ár hjá honum annars. Ég tel mig hafa verið mjög heppna að hafa haft þess tvo frábæru yfirmenn og þau fá bæði bestu meðmæli frá mér! Frábær starfsandi „Þetta starf er bæði fjölbreytt og skemmtilegt,“ bætir Hildur við. „Í Straumsvík er frábær starfsandi og ég minnist þess þegar ég kom hingað fyrst í viðtal, að mér fannst ég vera komin í lítið vinalegt þorp út á landi, þannig að fyrsta tilfinning var mjög góð. Hér er oft mikill erill, mikil samskipti milli landa og aldrei nein lognmolla, enda bara gaman að því að takast á við verkefnin sem bjóðast.“ Hildur er fædd og uppalin á Suðureyri við Súgandafjörð og á þar sterkar rætur. Hún er gift Steinþóri Benediktssyni húsasmíðameistara og eiga þau þrjá stráka. E I N K A R I T A R A R Ólöf Erna Adamsdóttir RITARI MAGNÚSAR PÉTURSSONAR, FORSTJÓRA LANDSPÍTALA - HÁSKÓLASJÚKRAHÚSS Ólöf Erna Adamsdóttir er kennari að mennt, vann um tíma á auglýsingastofu en hefur nú í mörg ár verið einkaritari Magnúsar Péturssonar. Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að stýra einum stærsta vinnustað landsins, Landspítalanum. Ritari og hægri hönd Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss heitir Ólöf Erna Adamsdóttir. „Þegar Magnús tók við stöðu ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyt- inu var ég ritari í hálfu starfi. Hann óskaði eftir því að ég bætti við mig vinnu og sæi um ritarastörf fyrir hann og þar með var ég orðin ritari ráðu- neytisstjóra,“ segir Ólöf. „Þegar hann svo flutti yfir á Landspítala bað hann mig að fylgja sér og ég hef verið hér síðan.“ Ólöf er kennari að mennt og hefur unnið mikið að prófarkalestri í gegnum tíðina. „Þegar komu tarnir, t.d. fyrir fjár- lagafrumvarp, las ég mikið. Fleiri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.