Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
Dana því þegar Capacent Gallup spurði um umfjöllun
Ekstrablaðsins sögðust um 72% ekki hafa lesið eða heyrt
um hana. Skýringin er m.a. sú að enginn annar danskur
fjölmiðill tók málið upp og fylgdi því eftir. Það segir
líklegast mest um skrif Ekstrablaðsins.
ÞÓTT VIÐHORF DANA og Íslendinga séu jákvæð
í garð fyrirtækja og athafnamanna þá hefur það alls ekki
alltaf verið þannig. Ef við horfum t.d. til íslensks við-
skiptalífs þarf ekki að fara langt aftur í tímann til að sjá
mikla flokkadrætti innan þess. Fólk leit á sum fyrirtæki
sem trúfélög – svo mikil var tryggðin og hollustan við
þau. Viðskiptalífið skiptist þá upp í Sambandið, einka-
geirann og ríkið varðandi eignarhald á fyrirtækjum. Og
menn voru annaðhvort með eða á móti Sambandinu og
kaupfélögunum.
ÆTLI KEA Á Akureyri sé ekki þekktasta trúfélagið.
Hollusta Akureyringa við þetta kaupfélag var slík að
Pálmi heitinn Jónsson í Hagkaupum sýndi mikla dirfsku
þegar hann opnaði þar Hagkaupsverslun og bauð Kea
byrginn. Obbinn af Akureyringum tóku honum ekki vel
vegna þess að hann var ekki Akureyringur. Sama var upp
á teningnum þegar Bónus opnaði þar verslun. Það átti
nú ekki að styrkja einhverja kaupmenn úr Reykjavík „og
láta peningana renna suður“. Í Reykjavík var sömuleiðis
fullt af fólki sem tók þátt í þessum leik af heilum hug.
Það skipti við Skeljung og Olís vegna þess að það ólst
upp við að vera á móti Sambandinu og Olíufélaginu. Ég
hef áður sagt það að þetta fólk varð frekar bensínlaust
en dæla á tankinn frá andstæðingunum. Með aukinni
hnattvæðingu í viðskiptum og frjálsum fjármagnsflutn-
ingum lætur fólk sér fátt um finnast hverjir eiga fyr-
irtækin. Auðvitað verða alltaf einhverjir sem geta ekki
hugsað sér að skipta við þennan eða hinn. En fólk hugsar
fyrst og fremst um það hvort fyrirtækin veiti góða þjón-
ustu og bjóði lágt vöruverð. Þannig er það alls staðar.
ERLENDIS HEFUR MIKIÐ verið skrifað um að
íslensku kaupsýslumennirnir fari hratt og endalaust
hefur verið spurt um hvaðan þeir fái peningana. En ekki
ber á öðru en að jákvæðni gæti í garð þeirra og að þeim
sé vel tekið. Flestum stendur þó nákvæmlega á sama
um þá; á meðan þeir útvega fólki vinnu og bjóða góða
þjónustu og lágt vöruverð. Tími trúfélaga í viðskiptum
er liðinn undir lok.
Jón G. Hauksson
NÝLEGA VAR ÞVÍ slegið upp að könnun Capacent
Gallup á viðhorfum Dana til íslenskra kaupsýslumanna
hefði leitt í ljós að þriðjungur Dana væri jákvæður í garð
þeirra, en að einn af hverjum tíu væri neikvæður. Lang-
flestir voru hins vegar hlutlausir, eða um 58%. Ég held
að þetta hljóti að teljast mjög viðunandi niðurstaða fyrir
íslensku kaupsýslumennina. En þarf þetta að koma svo
mjög á óvart?
FÓLK LÆTUR SIG miklu minna varða en áður
hverjir eiga fyrirtækin svo fremi sem þau standa sig vel og
bjóða góða þjónustu og lágt vöruverð. Þannig er þetta úti
um allan heim. Áhrifafólk í erlendu viðskiptalífi lætur sig
hins vegar meira varða hverjir eiga fyrirtækin og standa
að baki þeim. Á þeim vettvangi bendir
margt til að íslensku kaupsýslumennirnir
njóti talsverðrar virðingar. Kaup Björgólfs
Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar á
breska úrvalsdeildarliðinu West Ham mælt-
ust afar vel fyrir. Þá sýnir nýleg frétt um
að breska tískutímaritið Drapers Fashion
magazine hafi valið Jón Ásgeir Jóhannesson,
forstjóra Baugs Group, annan áhrifamesta
manninn í breskum tískuiðnaði, og Gunnar
Sigurðsson, framkvæmdastjóra Baugs Group
í Bretlandi, þann fjórtánda áhrifamesta, að
borin er virðing fyrir þeim og að þeir eru
hátt skrifaðir á meðal áhrifafólks í bresku
viðskiptalífi.
JÁKVÆÐNI Í GARÐ fyrirtækja og eig-
enda þeirra er yfirleitt almenn og mikil. Fyrirtæki þurfa
nánast að hafa gert einhvern fjárann af sér og komið illa
við neytendur til fá almenningsálitið upp á móti sér. Þetta
hefur komið berlega í ljós í árlegum könnunum Frjálsrar
verslunar um vinsælustu fyrirtæki. Þegar spurt er hvort
viðkomandi geti nefnt eitt til þrjú fyrirtæki, sem hann hafi
neikvætt viðhorf til, verður oftast fátt um svör og mælist
neikvæðnin í mesta lagi um 10% - líkt og í viðhorfi Dana
til íslensku kaupsýslumannanna.
KÖNNUNIN Á VIÐHORFI Dana til íslensku
kaupsýslumannanna var gerð eftir mjög harðskeytta og
óvægna umfjöllun Ekstrablaðsins sem hélt því fram í
stórum greinaflokki að þeir væru nánast upp til hópa
bófar og skúrkar með óhreint mjöl í pokahorninu. Þessi
skrif blaðsins hafa hins vegar ekki náð að fanga athygli
HVERJIR EIGA FYRIRTÆKIN?
Flestum stendur á sama
RITSTJÓRNARGREIN
Jákvæðni er í
garð íslensku
kaupahéðnanna og
þeim er vel tekið. En
flestum stendur þó
nákvæmlega á sama
um þá; á meðan þeir
útvega fólki vinnu og
bjóða góða þjónustu
og lágt vöruverð.
Icebank er viðskiptabanki sem leggur áherslu á heildsölu-
og fjárfestingarbankastarfsemi gagnvart sparisjóðum,
innlendum sem erlendum fjármálafyrirtækjum og öðrum
stærri aðilum. Icebank hefur verið í eigu sparisjóðanna í
20 ár en ólíkt þeim á hann ekki viðskipti við almenning.
Icebank veitir fyrirtækjum, fagfjárfestum og öðrum
umsvifamiklum viðskiptavinum innanlands sem utan
sérhæfða þjónustu. Bankinn fylgir íslenskum félögum eftir
í útrás með ráðgjöf, lánveitingum og þátttöku í fjárfestingum.
Sparisjóðabanki Íslands
hefur skipt um nafn
Við erum
www.icebank.is
A
P
a
lm
an
n
at
e
n
g
sl
/
H
2
h
ö
n
n
u
n