Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 11
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 11
FRÉTTIR
Landnámssetur Íslands í
Borgarnesi hlaut á dögunum
nýsköpunarverðlaun Samtaka
ferðaþjónustunnar. Setrið fékk
verðlaunin fyrir vel útfærðar
sýningar sem þykja til þess
fallnar að styrkja ímynd
Íslands og efla ferðaþjón-
ustuna utan hins hefðbundna
ferðamannatíma. Í tengslum
við sýningarnar eru land og
þjóð kynnt með leiksýningum,
sögumönnum, námskeiðum og
hlöðnum vörðum á sögustöðum
Eglu í Borgarfjarðarhéraði.
Aðstandendur Landnáms-
setursins eru Kjartan
Ragnarsson leikstjóri og eig-
inkona hans, Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir, sem lengi var
fréttamaður á Sjónvarpinu.
Þau tóku við verðlaununum úr
hendi Sturlu Böðvarssonar sam-
gönguráðherra og Jóns Karls
Ólafssonar, formanns Samtaka
ferðaþjónustunnar.
Landnámssetrið fær nýsköpunarverðlaun
Aðstandendur Landnámssetursins, þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, tóku við nýsköpunarverðlaununum
úr hendi Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Fjær stendur Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Sýningin Tækni og vit 2007 verður haldin
í Fífunni í Kópavogi dagana 8.-11. mars
næstkomandi en þar munu íslensk tækni-
og þekkingarfyrirtæki kynna vörur sínar og
þjónustu. Fyrstu tvo dagana verður sýn-
ingin einungis opin fagfólki en almenningur
er boðinn velkominn helgina 10.-11. mars.
Margit Elva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri
sýningarinnar og segir hún áhuga íslenskra
fyrirtækja vera framar vonum. „Nú þegar hafa
um 60% sýningarsvæðisins verið bókuð og
greinilegt að mikil gróska er í tæknigeiranum
hér á landi um þessar mundir.“ AP sýningar,
dótturfyrirtæki AP almannatengsla, standa
að Tækni og viti 2007. Nánari upplýsingar
um sýninguna má finna á vefnum www.
taekniogvit.is.
Margit Elva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Tækni
og vits 2007, undirbýr sýninguna af kappi þessa
dagana ásamt starfsfólki AP sýninga.
Tæknifyrirtæki
undirbúa
stórsýningu