Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 27 á dótturfyrirtæki eða er með starfsemi í fleiri en tveimur löndum telst það fjölþjóðlegt. Það sem er þó kannski áhugaverðara er að sjá hver hvatinn að baki þessum erlendu fjárfestingum er. Hvatinn að baki fjárfestingunum Ástæður þess að fyrirtæki ákveða að fjárfesta á erlendum mörk- uðum eru margvíslegar eins og fram hefur komið og oftar en ekki eru fleiri en ein ástæða fyrir því að fyrirtæki fjárfesta erlendis. Hér er einungis greint frá helstu ástæðum þess að umrædd fyrirtæki hafa keypt önnur fyrirtæki eða stofnað til reksturs frá grunni í öðrum löndum. Eins og sést á mynd 2 þá er aðgangur að mark- aði langalgengasta ástæða þess að íslensk fyrirtæki sækja á erlenda markaði. Þetta er í fullu samræmi við svör stjórnendanna sem tóku þátt í símakönn- uninni sem áður hefur verið kynnt. Alþjóðavæðing fyrirtækjanna í rannsókninni Eins og sjá má á mynd 3 voru beinar erlendar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja vart mælanlegar fram eftir 20. öld. Það er ekki fyrr en á síðasta áratug aldarinnar að eitthvað markvert fer að gerast. Segja má þetta eðlilega þróun sem fylgdi í kjölfarið á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á íslenska hagkerfinu sem og þátttöku okkar í evrópsku samstarfi á borð við EES-samninginn 1994. Allt hefur þetta hjálpað til við að ýta undir alþjóðavæðinguna. Hér hefur verið greint frá fyrstu rannsókn sem gerð hefur verið á alþjóðavæðingu íslenskra fyrir- tækja og því er við hæfi að sjá hvort niðurstöð- urnar koma heim og saman við kenningar innan alþjóðaviðskiptanna. Kenningar um alþjóðavæðingu fyrirtækja Til eru margar kenningar sem nota má til þess að lýsa því ferli þegar fyrirtæki alþjóðavæðast. Til þess að einfalda hlutina verður einungis gerð örstutt grein fyrir tveimur kenningum hér. Önnur þeirra er svokölluð þrepakenning sem er oftast nefnd Upp- sala-kenningin („The Uppsala model“) því að hún spratt fram við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Hin fjallar um fyrirtæki sem gera ráð fyrir alþjóðavæðingu strax í byrjun („The Born Global Theory“). Hún er algjörlega andstæð Uppsala- kenningunni og gerir ráð fyrir því að fyrirtæki fjárfesti erlendis fljótlega eftir stofnun. Hér mætti einnig nefna The Network Theory eða kenn- inguna um tengslanet, en ekki verður gerð grein fyrir henni hér. Uppsala-kenningin Kenningin þróaðist í kjölfar þess að fræðimenn í Svíþjóð skoðuðu nokkur sænsk iðnfyrirtæki á áttunda áratug síðustu aldar, FORSÍÐUGREIN TAFLA 5: HLUTFALL STARFSMANNA ERLENDIS Á Íslandi Erlendis % Erlendis ������� ��� ����� ����� ������� � ����� ����� ����������� ����� ����� ����� �������� � ������ ����� ������������ ������ ������ ����� �� ���� ����� ��� ����� �������� �� � ����� ����������� � ��� ����� ������� ��� ��� ����� ��������� ��� ��� ����� ��������������� �� ����� ����� �������� ����� ����� ����� ����� ��� ��� ����� ������������ ����� ��� ����� ����� ��� ����� ����� ������ ����� ����� ����� ���������� ��� ��� ����� ������� �� ����� ����� ������� ��� ��� ����� ����� ��� ����� ����� TAFLA 6: FJÖLDI LANDA SEM FYRIRTÆKIN STARFA Í Fyrirtæki Fjöldi landa ������� �� ������� �� �� ���� �� ����� �� ����������� �� ������� �� ��������������� �� ������������ �� ��������� �� �������� �� ������� � �������� � ����� � ����� � ������� � ����������� � ������������ � ������ � �������� � ���������� � � � Hópur fjárfesta og blaðamanna á vegum Actavis (þá Pharmaco) í Búlgaríu haustið 2002. Actavis starfar núna í 32 löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.