Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N 25. nóvember Sigurður hættur hjá Kaupási Sagt var frá því að Sigurður Arnar Sigurðsson hefði látið af störfum sem forstjóri Kaupáss að eigin ósk og snúið sér að eigin fjárfestingum. Sigurður Arnar hefur verið forstjóri Kaupáss frá árinu 2004. Hann var fyrsti framkvæmdastjóri Elko. Síðar varð hann fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs Byko og tók síðan við fram- kvæmdastjórn Intersports og Húsgagnahallarinnar áður en hann var ráðinn forstjóri Kaupáss. 29. nóvember Lækkun bréfa í 365 Verð á hlutabréfum í 365 snar- lækkuðu í verði þegar birtar voru afkomutölur fyrrum móð- urfélags þess, Dagsbrúnar, fyrir fyrstu níu mánuði ársins og fór gengið niður í 3,36 um tíma. Það hefur hækkað síðan og er núna í kringum 4,40. Dagsbrún tapaði 4.678 milljónum króna fyrstu níu mán- uðina en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður Dagsbrúnar 554 milljónum króna. Tapið nam um 2,8 millj- örðum á ársfjórðungi. Ástæðan fyrir einkar slæmri afkomu á þeim þriðja ársfjórðungi voru afskriftir upp á samtals 2,5 milljarða króna viðskiptavildar vegna Kögunar og bresku prentsmiðjunnar Wyndeham. Dagsbrún var skipt upp í 365 og Teymi hinn 1. október sl. Vaxtaberandi skuldir 365 hf. að frádregnu handbæru fé og peningamarkaðsbréfum námu þá 20,4 milljörðum. Að mati stjórnar og stjórn- enda er það forgangsverkefni að létta skuldastöðu félags- ins. 30. nóvember Kristinn hættur sem forstjóri IH Kristinn Þór Geirsson hefur látið af störfum sem forstjóri Ingvars Helgasonar hf. og tek- inn við sem stjórnarformaður félagsins. Haukur Guðjónsson hefur verið ráðinn forstjóri en hann var áður framkvæmda- stjóri fjármálasviðs félagsins. Þess má geta að Kristinn Þór hefur hafið störf hjá fjárfest- ingafélaginu Sundi. Sund er langstærsti eigandi Ingvars Helgasonar með um 70% hlut í gegnum félag sitt 3-X. 30. nóvember Actavis kaupir bandarískt lyfjafyrirtæki Tilkynnt var að Actavis hefði keypt bandaríska lyfjafyrir- tækið Abrika Pharmaceuticals Inc. sem sérhæfði sig í þróun og sölu forðalyfja og væri í hópi leiðandi fyrirtækja í Bandaríkjunum. Kaupverðið var 16,5 milljarðar króna. Abrika var stofnað í maí 2002 af Alan Cohen, sem er núverandi stjórnarformaður félagsins. Alan var einnig stofnandi og stjórnarformaður Andrx, sem er í hópi stærstu samheitalyfjafyrirtækja í Bandaríkjunum. Félagið er með höfuðstöðvar á Flórída og þar starfa um 40 starfsmenn. Fáir Danir hafa lesið umfjöllun Ekstrablaðsins. 1. desember Fáir Danir neikvæðir í garð íslenskra kaupsýslumanna Um 11% Dana eru neikvæðir í garð íslenskra kaupsýslu- manna, samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup lét framkvæma í Danmörku um viðhorf Dana til íslenskra kaupsýslumanna í Danmörku. Þrefalt fleiri eru jákvæðir, Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, verður for- stjóri nýs fjárfestingabanka sem tekur til starfa um áramótin. Tryggvi hóf störf 1. desember sl. Það er Milestone ehf., eignarhaldsfélag Karls Wernerssonar og fjölskyldu, sem verður kjölfestufjárfestir í hinum nýja fjárfestingabanka. Eigið fé bankans verður til að byrja með um 10 til 15 millj- arðar króna og er gert ráð fyrir að starfsmenn verði um 40 til 45 talsins. 24. nóvember NÝR FJÁRFESTINGABANKI TEKUR TIL STARFA UM ÁRAMÓT Tryggvi Þór Herbertsson. Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.