Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
um landbúnað og byggðamál,“ segir Ólafur
Ingi Ólafsson og bætir við að um stjórn-
málaflokkana gildi í raun hið sama og um
einstaka frambjóðendur; þeir þurfi að bjóða
lausnir og hafa hreinar línur.
„Þannig má segja að Sjálfstæðisflokkurinn
selji kjósendum sínum að aukin lífsgæði felist
í meiri kaupgetu meðan lausn vinstri grænna
sé sú að við getum prjónað fleiri lopavett-
linga til að selja hvert öðru. Framsókn-
arflokkinn skortir hins vegar tilfinnanlega
skýra sýn að þessu leyti, rökin fyrir því hvers
vegna fólk ætti að kjósa hann.“
Afsprengi langrar þróunarvinnu
Karl Pétur Jónsson, fv. almannatengill, var
hinn frummælandinn á fundi ÍMARK.
Hann velti í upphafi erindis síns upp þeirri
spurningu hvort hægt væri að markaðssetja
stjórnmálamann sem vöru og sagði að með
nokkurri einföldun væri raunin sú.
„Margir frambjóðendur líta svo á hlut-
ina og í hverjum einustu kosningum og
prófkjörum fara í gang markaðsmaskínur
flokka og frambjóðenda, sem minna á þau
tæki sem fyrirtæki búa til í kringum sig og
sínar vörur,“ sagði Karl Pétur sem bar saman
flatskjái og stjórnmálamenn. Flatskjána sagði
hann vera afar tæknilega og flókna vöru,
afsprengi langrar og strangrar þróunarvinnu,
mikil samkeppni væri milli framleiðenda og
gríðarleg áhersla væri lögð á markaðsmál.
Hvað stjórnmálamenn áhrærir þyrftu þeir
sömuleiðis að hafa margar eigindir til að
ná árangri og þar væru samskiptahæfileikar
- það að geta sett sig í annarra spor og
sannfært fólk um málstað sinn - afar þýð-
ingarmiklir.
Sannfæring og samvisku
„Sá sem býður sig fram, þarf að vera full-
viss um að hann sé betur til þess fallinn
að setja samfélaginu lög og reglur en aðrir.
Slíkt er snertur af mikilmennskubrjálæði.
Frambjóðandinn þarf að hafa traust hjá
stórum hópi fólks og það fæst til dæmis
með þátttöku í pólitísku starfi frá ungum
aldri, félagsmálavafstri í skóla, vinnu á fjöl-
miðlum og svo framvegis. Það þarf líka
stóran skammt af hugrekki til að starfa í
stjórnmálum, því þau eru sennilega einhver
versta vinna fyrir fólk og fjölskyldu þess sem
um getur. Það er ekki nóg með að nánast allt
starf stjórnmálamanna sé unnið fyrir augum
almennings og í kastljósi miskunnarlausra
fjölmiðla, sem helst vilja að stjórnmálamenn
séu alltaf í hanaslag. Sjálf ákvörðunin um að
gefa kost á sér í opinbert starf er þess eðlis
að ef menn tapa kosningu verða þeir alltaf
fyrir auðmýkingu,“ sagði Karl Pétur og bætti
við að þarna lægi munurinn á stjórnmála-
manni og flatskjá. Skjánum mætti henda
þegar hann væri úr sér genginn en stjórn-
málamaðurinn væri hins vegar manneskja
sem hefði hugsjónir, markmið, hagsmuni og
svo framvegis.
„Þá eru kjósendur ekki að kaupa stjórn-
málamann. Eftir kosningar svarar hann ein-
göngu eigin samvisku, hann hefur reyndar
stjórnarskrárbundna skyldu til að fylgja
aðeins sannfæringu sinni. Flatskjárinn hangir
hins vegar uppi á vegg heima hjá manni
þangað til hann er ónýtur eða konan skilur
við mann. Ef við lítum svo á stjórnmála-
manninn, þá er ýmislegt sem stendur í vegi
fyrir því að hann geti hagað sér eins og fyrir-
tæki sem markaðssetur vörur. Það á við þá
flesta að geta ekki breytt sér að neinu marki.
Menn geta fengið sér ný föt, klippingu, látið
laga til myndirnar af sér í Photoshop og svo
framvegis, en þeir geta ekki breytt fortíð
sinni eða ferli, gildi og skoðunum, af því
að þeir eru raunverulegir menn af holdi og
blóði,“ sagði Karl Pétur Jónsson.
Karl Pétur Jónsson. „Sjálf ákvörðunin um að gefa kost á sér í opinbert starf er þess eðlis að
ef menn tapa kosningu verða þeir alltaf fyrir auðmýkingu.“
„Upplegg mitt var að fara
um allt kjördæmið, vera
sýnilegur og kynnast fólki.
Persónuleg samskipti
skipta miklu.“
S T J Ó R N M Á L S E M S Ö L U V A R A