Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
JÓLIN KOMA
Á hugi fólks hér á landi á góðu kaffi vex með hverju ári. Fólk vill geta fengið sér góðan kaffibolla heima og í vinnunni svo ekki sé talað um á eftir góðri máltíð á fínum veitingastað.
Ítalska Lavazza-kaffið nýtur hér mikilla vinsælda enda má nota allar
blöndur Lavazza í hvaða kaffivél sem er, sjálfvirkar
vélar, espresso-vélar eða í pressukönnur. Kaffið
verður alltaf jafngott á bragðið og eftirbragðið er
einstakt.
„Espressoaðferðin var fundin upp á Ítalíu um
aldamótin 1900 og er sú aðferð sem kaffimenn-
ing Ítala byggir á. Meginkostur espresso-kaffis er
að vatn og kaffi eru í snertingu í mjög skamman
tíma, en hitastigið og þrýstingurinn dregur fram
þau miklu bragðgæði sem kaffið býr yfir. Samband
kaffis og vatns er stutt sem verður til þess að
espresso-kaffi er hollara en annað kaffi,“ segir Jón
Gestur Sörtveit. Hann er sölumaður hjá Karli K.
Karlssyni og hefur sérhæft sig í að selja og kynna
Lavazza-kaffið.
Lavazza-kaffið hefur verið framleitt frá 1895
og er eitt mest selda kaffi á Ítalíu, með 50%
markaðarins. Lavazza starfrækir kaffiskóla (Lavazza
Training Centre) í Torino á Ítalíu. Í byrjun átti að
þjálfa fagfólk í meðhöndlun véla og hráefnis í skól-
anum en starfsemin hefur þróast og vaxið. Nú er
Lavazza-skólinn ein helsta miðstöð upplýsinga um
kaffi á Ítalíu og þótt víðar væri leitað. Þangað sækja
fagmenn, nemar, fjölmiðlafólk og áhugamenn,
víðs vegar að úr heiminum, þekkingu sína um flest
allt er lýtur að kaffi, meðhöndlun jafnt sem tilbún-
ing. Lavazza-kaffiskólinn starfar víða um heim en
níundi kaffiskólinn í heiminum var einmitt settur
á stofn hér á Íslandi.
Ýmsar gagnlegar upplýsingar um kaffi og fleira
gott má fá á www.kalsson.is, www.matarlist.is og
www.vin.is
Lavazza ekki
bara á jólum
heldur alltaf
Gæðakaffi er orðinn
stór hluti af daglegu
lífi fólks hér á landi
sem annars staðar.
Lavazza-kaffið upp-
fyllir kröfur og óskir
fólks um gott kaffi.
KARL K. KARLSSON:
Sölustaðir: Karl K. Karlsson hf. Skútuvogi 5 • Hjörtur Nielsen, Smáralind • A. Karlsson, Brautarholti 28. Nánari upplýsingar á www.karlsson.is
IMPRESSA E85
1,9 l vatnstankur
Flóunarstútur fyrir mjólk
Möguleiki á sjálfvirkum flóunarstút
Heitt vatn fyrir te
Alsjálfvirk hreinsun
Býður upp á 3 styrkleika af kaffi
IMPRESSA F90
1,9 l vatnstankur
Reddot hönnunarverðlaunin 2004
Snertiskjár fyrir stærð bolla og styrkleika
Stillanlegur hiti á kaffinu
Flóunarstútur fyrir mjólk
Möguleiki á alsjálfvirkri caffé latte eða
cappuccino flóun beint í bollann
Heitt vatn fyrir te
Möguleiki á tengingu við internetið
Ljósabúnaður fyrir ofan bolla
Kveikir og slekkur á sér sjálfvirkt
IMPRESSA S9
2,7 l vatnstankur
Innbyggð kaffikvörn með
6 stillingarmöguleikum
3 forritanlegir takkar fyrir kaffidrykki
Stillanlegur hiti á kaffinu
Alsjálfvirk caffé latte eða cappuccino
flóun beint í bollann
Bollahitari ofan á vélinni
Kveikir og slekkur á sér sjálfvirkt
Ljósabúnaður fyrir ofan bolla
Alsjálfvirk hreinsun
IMPRESSA Z5
2,7 l vatnstankur
Nýtt útlit, ný hönnun
Allir kaffidrykkir með einum takka
Býður upp á 5 styrkleika í kaffi,
valið sérstaklega fyrir hvern bolla
Alsjálfvirk caffé latte eða cappuccino
flóun beint í bollann
Heitt vatn
Allir aukahlutir fylgja með s.s. kælikútur
fyrir mjólk
Alsjálfvirk hreinsun
Töfraðu fram ljúffenga kaffidrykki heima í eldhúsi
TI
LB
OÐ
Ta
km
ar
ka
ðu
r f
jöl
di
Impressa-vélarnar frá Jura svara þörfum þeirra sem vilja ljúffengt espressókaffi án fyrirhafnar. Vélarnar eru alsjálfvirkar og laga alla helstu
kaffidrykki, s.s. espressó, cappuccino og caffè latte. Stutt er á einn hnapp, vélin malar kaffið og skilar fullkomnu kaffi beint í bollann.
Impressa-vélarnar eru svissnesk gæðasmíð og stílhrein og margverðlaunuð hönnun þeirra gerir Impressa að prýði fyrir hvert heimili.
Vertu þinn eigin kaffibarþjónn og töfraðu fram glæsilega kaffidrykki á heimili þínu.
ABSOLUT-Vanilla jólakaffi
Setjið einfaldan Absolut Vanilla
í 90 ml venjulegan kaffibolla.
Bætið 1 tsk. af kanelsykri út í.
Ljúffengu LavAzza Espresso, t.d.
Qualita Oro, bætt í.
Bollinn fylltur með hálfþeyttum
rjóma.
Nota má Cappuccino í staðinn
fyrir Espresso og þeyttan rjóma.
Gott getur verið að setja svolítinn
kanelsykur á brún bollans.
Lindorkúla í espresso
Espressobolli eða lítið glas.
Lindorkúla, dökkt, ljóst eða hvítt
súkkulaði.
Hitið glasið eða bollann vel. Látið
Lindorkúluna á botninn. Hellið
einföldum espresso, t.d. LavAzza
Qualita Oro, yfir kúluna og fyllið
upp með þeyttum rjóma.
Hér er komið eitthvað sem er mitt
á milli þess að vera kaffi og eftir-
réttur og gott er að gæða sér á
innihaldi bollans með teskeið.