Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 130
130 F R J Á L S V E R S L U N • 9 . T B L . 2 0 0 6
FÓLK
Hápunktur verslunar ár hvert er desember og Kringlan er
vettvangur fjölmargra sem eru
í verslunarleiðangri og mikil
vinna framundan hjá starfs-
mönnum Kringlunnar. Birta
Flókadóttir ber ábyrgð á mark-
aðs- og auglýsingamálum fyrir
Kringluna: „Starf mitt felst m.a.
í stefnumótun og áætlanagerð,
hugmyndavinnu, verkefna- og
viðburðastjórnun og síðast en
ekki síst í endalausum mann-
legum samskiptum. Starfið er
bæði krefjandi og skemmtilegt
og á mjög vel við mig.
Þessa stundina er ég að leggja
lokahönd á jólin í Kringlunni,
sem er auðvitað mesta verslunar-
tímabil ársins og í mörg horn
að líta. Undanfarið hef ég hins
vegar verið á kafi í áætlanagerð
fyrir næsta ár og næsta verkefni
á dagskrá er að undirbúa útsölu-
tímabilið.“
Eiginmaður Birtu er Atli
Már Ingólfsson lögfræðingur,
deildarstjóri í landbúnaðarráðu-
neytinu. Auk þess leggur hann
stund á MBA-nám í Háskóla-
num í Reykjavík: „Við eigum
ekki börn, en hins vegar búum
við með þremur kröfuhörðum
og mjálmandi ferfætlingum sem
þjóna svipuðu hlutverki.“
Birta stundaði nám við
Háskólann í Reykjavík og út skrif-
aðist þaðan með bland aða BSc-
gráðu í tölvunarfræði og viðskipta-
fræði: „Ég hef síðan öðlast reynsl u
af markaðsmálum og auglýsinga-
gerð frá ýmsum hliðum, hef til
dæmis starfað sem hugmynda- og
textasmiður og markaðsráðgjafi á
auglýsingastofu, grafískur hön-
nuður (í frístundum), ásamt því
að hafa starfað við veflausnir,
margmiðlun o.fl.“
Hvað varðar áhugamál þá
segist Birta að sumu leyti hafa
aðeins of breitt áhugasvið: „Mér
finnst ég aldrei ná að svala áhuga
mínum á öllum sviðum. Lík-
lega eru hönnun, ljósmyndun,
tíska og myndlist efst á blaði.
Einnig hef ég mikinn áhuga á
bókum og get sjaldnast staðist
freistingar í bókabúðum eða á
Amazon og þess vegna er allt af
eitthvað á leiðinni til mín í
póstin um. Hvort ég næ að lesa
allar bækurnar á næstunni án
þess að minnka starfshlutfallið,
veit ég hins vegar ekki.
Stóra áhugamálið okkar hjóna
er hestamennskan. Við eigum
töluvert af hestum og hesthús
í útjaðri Hafnarfjarðar. Þaðan
liggja frábærar útreiðaleiðir fjarri
mannabyggðum og er fátt ynd-
islegra en að fara ríðandi að Hval-
eyrarvatni á vorin þegar lyktin af
nýlaufguðum trjánum liggur í
loftinu og fuglasöngurinn er alls-
ráðandi.“
Nafn: Birta Flókadóttir.
Fæðingarstaður:
Reykjavík, hlaupársdagur,
29. febrúar 1976
Foreldrar: Ásdís
Sigurþórsdóttir og Flóki
Kristinsson.
Maki: Atli Már Ingólfsson.
Börn: Engin.
Menntun: B.Sc. í tölvunar-
fræði og viðskiptafræði frá
Háskólanum í Reykjavík.
Birta Flókadóttir:
Stóra áhugamálið
okkar hjóna er
hestamennskan. Við
eigum töluvert af
hestum og hesthús í
útjaðri Hafnarfjarðar.
markaðsstjóri Kringlunnar
BIRTA FLÓKADÓTTIR