Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 31
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 31 D A G B Ó K I N DeCode. Þar var talið að ef fram færi sem horfði hefði DeCode fjármuni til að halda áfram rekstri í aðeins tvö ár til viðbótar. Tap DeCode á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 62,2 milljónum dollara, um 4,2 millj- örðum króna, samanborið við 41,6 milljóna dollara tap á sama tímabili í fyrra. 11. nóvember Halldór hættur – Höskuldur ráðinn Hún kom talsvert á óvart fréttin um að Halldór Guðbjarnason, framkvæmdastjóri Visa Ísland, hefði látið af störfum hjá fyrir- tækinu og færi á eftirlaun. Halldór, sem er sextugur, sagði við fjölmiðla að hann hefði alltaf hugsað sér að fara í fyrra fallinu á eftirlaun. Höskuldur H. Ólafsson var ráðinn forstjóri í stað Halldórs. Hann kemur frá Eimskip þar sem hann var aðstoðarforstjóri. 13. nóvember Pfaff-Borgarljós aftur Pfaff Tilkynnt var að hið 77 ára gamla fyrirtæki, Pfaff- Borgarljós, hefði skipt um nafn og starfaði framvegis undir heitinu Pfaff. Það nafn er svo sem ekki nýtt af nálinni. Undir því heiti hafði félagið alla tíð starfað þar til fyrir nokkrum árum er það yfirtók Borgarljós. Pfaff var því endurvakið með einni styttingu. 15. nóvember Pier 1 hækkar í verði vegna Jákups Jákup Jacobsen í Rúmfata- lagernum, sem á um 10% hlut í bandaríska húsgagna- og búsáhaldafyrirtækinu Pier 1, hefur haft mikinn vilja til að yfirtaka félagið þótt hætt hafi verið við sölu á því. Jákup fékk í október aðgang að bókhaldi Pier og öðrum upplýsingum um starfsemi félagsins. Þegar Reuter birti síðan frétt um að Jákup ætl- aði að gera yfirtökutilboð í félagið hækkuðu bréf þess í verði um 20% í einu stökki. 14. nóvember „Þetta var orðið gott“ Tilkynnt var þennan dag að Axel Gíslason myndi láta af störfum sem framkvæmda- stjóri Eignarhaldsfélaganna Samvinnutrygginga og Andvöku í lok nóvember. Axel varð for- stjóri þessara félaga í árs- byrjun árið 1989 og hafði því verið við stjórnvölinn í tæp 18 ár. Hann var jafnframt for- stjóri VÍS og Líftryggingafélags Íslands frá stofnun þeirra - eða þar til hann lét þar af störfum árið 2002. „Ég var löngu búinn að taka ákvörðun um að vilja hætta áður en ég yrði mikið eldri en 60-62 ára,“ sagði Axel í sam- tali við Morgunblaðið. „Nú er þetta bara orðið gott og ég vil fara að snúa mér að mínum hugðarefnum meðan heilsan er enn góð.“ 10. nóvember STYRKJA UNICEF UM 60 MILLJÓNIR Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Það var ekki svona kalt úti. Fulltrúar UNICEF og bakhjarlanna settu upp rauða nefið. Baugur Group, FL Group, Fons, Glitnir og Samskip halda áfram að styrkja UNICEF á Íslandi, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Tilkynnt var að þau hefðu sem bakhjarlar samtakanna skrifað undir samning upp á 60 milljónir króna sem nær til næstu þriggja ára. Eftir undirskriftina settu full- trúar UNICEF og bakhjarlanna upp rauða nefið, en þau stóðu að Degi rauða nefsins á Íslandi. Jákup Jacobsen Axel Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.