Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 87
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 87
F yrr á þessu ári var Eggert Jóhannsson, Eggert feldskeri, kjörinn félagi í The Purple Club, sem er einn virtasti klúbbur hönnuða og sérfræðinga í feldskeraiðn í heiminum. Í The Purple Club
eru rétt um hundrað félagar og segir Eggert það mikinn heiður að
hafa verið valinn í þennan hóp feldskera sem hlotið hafa alþjóðlega
viðurkenningu fyrir loðfeldi sína – feldi sem teljast með því besta
sem býðst.
Eggert feldskeri, sem er með verslun og verkstæði efst á Skóla-
vörðustíg, segir að skinnavara sé mikið í tísku um þessar mundir. En
tískan er auðvitað sveiflukennd. Því styrkir það fyrirtækið mjög að
um 35% af veltunni koma frá viðskiptum útlendinga. Sumir hverjir
gera sér meira að segja ferð hingað til að kaupa skinnavöru hjá Eggerti
feldskera.
„Þetta breikkar markaðinn fyrir þessa lúxusvöru. Það er svo sann-
arlega gaman að geta nú hannað fyrir fólk úr völdum skinnum sem
bera merki Purple Club. Það er líka ánægjulegt að hafa verið valinn
í þennan félagsskap, enda er ekki mikið um alþjóðlegar viðurkenn-
ingar á þessu sviði,“ segir Eggert, sem hefur rekið fyrirtæki sitt frá því
árið 1977.
Notar íslenskt laxaroð Á verkstæði Eggerts feldskera starfa að jafn-
aði þrír til fjórir. Eggert hannar alla sínar vörur sjálfur en flytur
einnig inn skinnavöru sem honum þykir falleg eða til þess að geta
boðið vörur í öllum verðflokkum. Nokkuð af skinnavörunni er
einnig hannað hér, saumað að hluta til erlendis en loks lokið við
flíkurnar hér heima.
Að sögn Eggerts eru öll skinn í tísku sem stendur. Hann nefnir þó
að hann sé einn þriggja feldskera í heiminum sem saumi úr skinnum
af kanadískum villimink, en gæði þeirra skinna eru mjög mikil.
Eggert hefur ennfremur lagt sig mikið eftir því að vinna úr því sem
kallast „Ocean Leather“ þ.e. fiskroði, og þá aðallega af laxi. Þetta er
hráefni sem annars myndi vera kastað og með þessu vill Eggert styðja
við sjálfbæra þróun á Íslandi og nota náttúruafurðir og hráefni sem
hér býðst.
Húfur sem minna á skúlptúra Loðfeldir hafa breyst mikið á und-
anförnum árum og nú er saumaður alls konar hátískufatnaður úr
fjölbreyttu skinnavali. Hjá Eggerti feldskera er líka mikið um húfur
sem eru ekki hreinar kuldahúfur, eins og flestir þekkja þær, heldur
líkjast þær meira skúlptúr og eru til að horfa á og dást að um leið og
þær skýla eigendum sínum fyrir norðanstrekkingi hvort heldur er hér
á landi eða annars staðar.
Eggert feldskeri, alþjóðlegt merki Það fer ekki á milli mála að
nafnið Eggert feldskeri hefur haslað sér völl meðal íslenskra vöru-
merkja erlendis. Nafn Eggerts er þekkt erlendis og vörur hans, bæði
Mokkajakkar og loðfeldir, eru komnar í fremstu röð alþjóðlegrar
hönnunar á skinnamarkaði.
Í hópi 100 bestu feldskera heims
Á stærsta skinnamarkaði heims, Copenhagen Fur, eru seld rúmlega 16 milljón loðskinn
árlega. Aðeins 0,9% fara í hæsta gæðaflokk og fá þá Copenhagen Purple Label.
Skinnin fá síðan bestu feldskerar heimsins að kaupa og merkja vöruna með Purple Label.
Einn þeirra er Eggert feldskeri.
EGGERT FELDSKERI:
Eggert Jóhannsson feldskeri hefur verið kjörinn félagi í The Purple Club.