Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 124
124 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
F E R Ð A L A G
er stór kvikmyndasalur, en Hearst bauð
gjarnan kvikmyndastjörnum, auðjöfrum og
stjórnmálamönnum til sín í kastalann. Stór
flugvöllur er á landareigninni sem og stór
bryggja sem Hearst reisti fyrir lystisnekkjur
sínar. Fjöldi villtra dýra gengur um á land-
inu. Kaliforníuríki hefur umsjón með kast-
alanum og þjónar ferðamönnum á svæðinu.
Solvang Nú andar suðrið sæla, við höldum
leið okkar áfram suður á bóginn eftir strönd-
inni. Við höfðum sett stefnuna á danska
bæinn Solvang sem er frægur fyrir vínrækt og
landbúnað – og þar var einmitt kvikmyndin
Sideways tekin upp. Hún var um vínsmökkun
og ferðalag tveggja gamalla skólafélaga um
vínhéruð. Þið komist ekki hjá því að fá ykkur
danskt sætabrauð í bakaríunum þarna; þau
eru góð, og eitt af einkennum bæjarins. Ég
minni á að á leiðinni frá San Simeon til Sól-
vangs eru skemmtilegir klettar við ströndina
sem heita Morro Rock og kallaðir hafa verið
Gíbraltar Kyrrahafsins. Þá er blómabærinn
Lompoc í leiðinni – sérlega vinalegur og vel
í sveit settur.
Santa Barbara Frá Sólvangi lá leið okkar til
Los Angeles á vit kvikmyndastjarnanna. Ekið
er í gegnum hinn ógnarfallega og snyrtilega
bæ, Santa Barbara. Það eru engar ýkjur um
snyrtimennskuna þar og falleg húsakynni.
Leiðin lá í gegnum bæinn Oxnard, þaðan
eftir Malibu-ströndinni, í gegnum Santa
Monica og loks inn í Los Angeles, borg engl-
anna. Líkt og í öðrum stórborgum er best að
kaupa sér skoðunarferð með leiðsögumanni
í síðasta lagi á öðrum degi og sjá það helsta í
borginni. Langflestir aka um Beverly Hills og
skoða húsakynni stórstjarnanna. Þá fer eng-
inn til Los Angeles án þess að leggja leið sína í
Kodak-bygginguna við Hollywood Boulevard
og skoða þar stjörnurnar í gangstéttinni – sem
og fótspor þeirra og fingraför. Það gengur
auðvitað allt út á að vera stjarna í Hollywood.
Þannig var það líka í Hollywood Ólafs Lauf-
dals við Ármúlann hér í gamla daga.
Las Vegas Eftir fremur stuttan stans í Los
Angeles beygðum við af leiðinni okkar,
EINUM, og ókum til Las Vegas í Nevada.
Það var sérstök tilfinning að aka í 45 stiga hita
eftir eyðimörkinni inn í þessa stórkostlegu
borg spilavítanna. Sem betur fer var góð
loftkæling á hótelinu þar – sem og í flugvél-
inni sem við tókum til San Francisco á leið
okkar heim til Íslands. EINN í Kaliforníu er
skemmtileg leið.
Útisundlaugin við Hearst-kastalann er í stíl grískrar goðafræði og minnir gesti óneitanlega á
Akropólishæð í Aþenu.
Danski bærinn Solvang. Þar var kvikmyndin Sideways tekin upp.
Það er nánast skylda að skjótast í bæinn
Salinas sem ól af sér rithöfundinn John
Steinbeck.