Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 124

Frjáls verslun - 01.10.2006, Page 124
124 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 F E R Ð A L A G er stór kvikmyndasalur, en Hearst bauð gjarnan kvikmyndastjörnum, auðjöfrum og stjórnmálamönnum til sín í kastalann. Stór flugvöllur er á landareigninni sem og stór bryggja sem Hearst reisti fyrir lystisnekkjur sínar. Fjöldi villtra dýra gengur um á land- inu. Kaliforníuríki hefur umsjón með kast- alanum og þjónar ferðamönnum á svæðinu. Solvang Nú andar suðrið sæla, við höldum leið okkar áfram suður á bóginn eftir strönd- inni. Við höfðum sett stefnuna á danska bæinn Solvang sem er frægur fyrir vínrækt og landbúnað – og þar var einmitt kvikmyndin Sideways tekin upp. Hún var um vínsmökkun og ferðalag tveggja gamalla skólafélaga um vínhéruð. Þið komist ekki hjá því að fá ykkur danskt sætabrauð í bakaríunum þarna; þau eru góð, og eitt af einkennum bæjarins. Ég minni á að á leiðinni frá San Simeon til Sól- vangs eru skemmtilegir klettar við ströndina sem heita Morro Rock og kallaðir hafa verið Gíbraltar Kyrrahafsins. Þá er blómabærinn Lompoc í leiðinni – sérlega vinalegur og vel í sveit settur. Santa Barbara Frá Sólvangi lá leið okkar til Los Angeles á vit kvikmyndastjarnanna. Ekið er í gegnum hinn ógnarfallega og snyrtilega bæ, Santa Barbara. Það eru engar ýkjur um snyrtimennskuna þar og falleg húsakynni. Leiðin lá í gegnum bæinn Oxnard, þaðan eftir Malibu-ströndinni, í gegnum Santa Monica og loks inn í Los Angeles, borg engl- anna. Líkt og í öðrum stórborgum er best að kaupa sér skoðunarferð með leiðsögumanni í síðasta lagi á öðrum degi og sjá það helsta í borginni. Langflestir aka um Beverly Hills og skoða húsakynni stórstjarnanna. Þá fer eng- inn til Los Angeles án þess að leggja leið sína í Kodak-bygginguna við Hollywood Boulevard og skoða þar stjörnurnar í gangstéttinni – sem og fótspor þeirra og fingraför. Það gengur auðvitað allt út á að vera stjarna í Hollywood. Þannig var það líka í Hollywood Ólafs Lauf- dals við Ármúlann hér í gamla daga. Las Vegas Eftir fremur stuttan stans í Los Angeles beygðum við af leiðinni okkar, EINUM, og ókum til Las Vegas í Nevada. Það var sérstök tilfinning að aka í 45 stiga hita eftir eyðimörkinni inn í þessa stórkostlegu borg spilavítanna. Sem betur fer var góð loftkæling á hótelinu þar – sem og í flugvél- inni sem við tókum til San Francisco á leið okkar heim til Íslands. EINN í Kaliforníu er skemmtileg leið. Útisundlaugin við Hearst-kastalann er í stíl grískrar goðafræði og minnir gesti óneitanlega á Akropólishæð í Aþenu. Danski bærinn Solvang. Þar var kvikmyndin Sideways tekin upp. Það er nánast skylda að skjótast í bæinn Salinas sem ól af sér rithöfundinn John Steinbeck.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.