Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 35
D A G B Ó K I N
um 31%. Langflestir eru hins
vegar hlutlausir í skoðun á
íslensku kaupsýslumönnunum,
eða um 58%.
Þá var spurt um nýlega
umfjöllun Ekstrablaðsins um
íslensku kaupsýslumennina
og höfðu um 72% ekki lesið
eða heyrt um þessa umfjöllun
blaðsins.
1. desember
Bankastjórar hlutu
viðurkenningu
Viðskiptablaðsins
Viðskiptablaðið tilkynnti að
bankastjórar viðskiptabank-
anna þriggja, Kaupþings
banka, Landsbanka Íslands og
Glitnis, hlytu að þessu sinni
Viðskiptaverðlaun blaðsins.
Þá var íslenski tölvuleikja-
framleiðandinn CCP, sem fram-
leiðir töluleikinn EVE Online,
valinn frumkvöðull ársins.
2. desember
Útlendingar greiddu
tæpa 6,3 milljarða
í skatta hér
Morgunblaðið gerði mjög
forvitnilega fyrirspurn til ríkis-
skattstjóra um skattálagningu
á útlendinga. Í svari embætt-
isins kom fram að erlendum
ríkisborgurum var gert að
greiða tæpa 6,3 milljarða í
skatta og útsvar hér á landi
við álagningu síðastliðið sumar
vegna tekna sem þeir höfðu
á árinu 2005. Alls greiddu
16.340 erlendir ríkisborgarar
skatta á Íslandi vegna tekna
síðasta árs.
3. desember
Besti bankinn sam-
kvæmt The Banker
Alþjóðlega fjármálatímaritið
The Banker valdi Kaupþing
banka sem besta banka á
Íslandi. Þetta er annað árið
í röð sem Kaupþing banki
hlýtur þessi verðlaun. Tímaritið
verðlaunar á ári hverju þá
banka sem þykja skara fram
úr í heimalandi sínu á flestum
sviðum. Við val sitt horfir The
Banker bæði til reksturs og
afkomu en einnig á stefnu-
mótun og árangur almennt.
5. desember
Erlendir fjárfestar
með 4,7%
í Icelandair
Tvöföld umframeftirspurn var
í hlutafjárútboði Icelandair
Group. Í boði voru 185 milljónir
hluta á genginu 27, alls 18,5%
af hlutafé félagsins, og var
verðmætið tæpir 5 milljarðar.
Fjárfestar óskuðu eftir að
kaupa 380 milljónir hluta og
var umframeftirspurn því tvö-
föld, eða um 105%.
Erlendir fagfjárfestar keyptu
alls 43% af því sem var í
boði til fagfjárfesta og eiga
nú 4,7% í félaginu. Þetta eru
um 20 fjárfestar, aðallega á
Norðurlöndunum og í Bretlandi.
Um er að ræða lífeyrissjóði,
banka, eignastýringarsjóði og
tryggingafélög.
8. desember
Jón Helgi eykur hlut
sinn í Kaupþingi
Sagt var
frá því að
Jón Helgi
Guðmundsson
hefði aukið
við hlut sinn
í Kaupþingi
banka að
undanförnu
í gegnum
dótturfélög sín. Félag Jóns
Helga, Norvest, dótturfélag
Straumborgar, hefur á
skömmum tíma keypt 4,2
milljónir hluta með framvirkum
samningum, að andvirði um 3,3
milljarðar króna.
Eign Norvest í Kaupþingi
banka nemur um 1,4% af
heildarhlutafé og er Norvest
ellefti stærsti hluthafinn.
Breska tískutímaritið Drapers Fashion
magazine valdi Jón Ásgeir Jóhannesson,
forstjóra Baugs Group, annan áhrifa-
mesta manninn í breskum tískuiðnaði.
Blaðið birtir lista yfir 100 áhrifamesta
fólkið í breskum tískuiðnaði á hverju
ári og lenti Jón Ásgeir í öðru sæti á
listanum.
Gunnar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Baugs Group í London, er nýr á
listanum að þessu sinni og fór beint í
14. sætið, en það er sama sæti og Jón
Ásgeir var í á síðasta ári.
Stuart Rose, forstjóri Marks &
Spencer, vermir fyrsta sæti listans.
Arthur Ryan, forstjóri Primark, er í þriðja
sæti og Philip Green, eigandi Arcadia, í
því sjötta.
Alls greiddu 16.340 erlendir ríkis-
borgarar skatta vegna tekna
síðasta árs.
Jón Helgi
Guðmundsson.
8. desember
ANNAR ÁHRIFAMESTI Í BRESKUM TÍSKUIÐNAÐI
Jón Ásgeir Jóhannesson.