Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 35

Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 35
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 35 D A G B Ó K I N um 31%. Langflestir eru hins vegar hlutlausir í skoðun á íslensku kaupsýslumönnunum, eða um 58%. Þá var spurt um nýlega umfjöllun Ekstrablaðsins um íslensku kaupsýslumennina og höfðu um 72% ekki lesið eða heyrt um þessa umfjöllun blaðsins. 1. desember Bankastjórar hlutu viðurkenningu Viðskiptablaðsins Viðskiptablaðið tilkynnti að bankastjórar viðskiptabank- anna þriggja, Kaupþings banka, Landsbanka Íslands og Glitnis, hlytu að þessu sinni Viðskiptaverðlaun blaðsins. Þá var íslenski tölvuleikja- framleiðandinn CCP, sem fram- leiðir töluleikinn EVE Online, valinn frumkvöðull ársins. 2. desember Útlendingar greiddu tæpa 6,3 milljarða í skatta hér Morgunblaðið gerði mjög forvitnilega fyrirspurn til ríkis- skattstjóra um skattálagningu á útlendinga. Í svari embætt- isins kom fram að erlendum ríkisborgurum var gert að greiða tæpa 6,3 milljarða í skatta og útsvar hér á landi við álagningu síðastliðið sumar vegna tekna sem þeir höfðu á árinu 2005. Alls greiddu 16.340 erlendir ríkisborgarar skatta á Íslandi vegna tekna síðasta árs. 3. desember Besti bankinn sam- kvæmt The Banker Alþjóðlega fjármálatímaritið The Banker valdi Kaupþing banka sem besta banka á Íslandi. Þetta er annað árið í röð sem Kaupþing banki hlýtur þessi verðlaun. Tímaritið verðlaunar á ári hverju þá banka sem þykja skara fram úr í heimalandi sínu á flestum sviðum. Við val sitt horfir The Banker bæði til reksturs og afkomu en einnig á stefnu- mótun og árangur almennt. 5. desember Erlendir fjárfestar með 4,7% í Icelandair Tvöföld umframeftirspurn var í hlutafjárútboði Icelandair Group. Í boði voru 185 milljónir hluta á genginu 27, alls 18,5% af hlutafé félagsins, og var verðmætið tæpir 5 milljarðar. Fjárfestar óskuðu eftir að kaupa 380 milljónir hluta og var umframeftirspurn því tvö- föld, eða um 105%. Erlendir fagfjárfestar keyptu alls 43% af því sem var í boði til fagfjárfesta og eiga nú 4,7% í félaginu. Þetta eru um 20 fjárfestar, aðallega á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Um er að ræða lífeyrissjóði, banka, eignastýringarsjóði og tryggingafélög. 8. desember Jón Helgi eykur hlut sinn í Kaupþingi Sagt var frá því að Jón Helgi Guðmundsson hefði aukið við hlut sinn í Kaupþingi banka að undanförnu í gegnum dótturfélög sín. Félag Jóns Helga, Norvest, dótturfélag Straumborgar, hefur á skömmum tíma keypt 4,2 milljónir hluta með framvirkum samningum, að andvirði um 3,3 milljarðar króna. Eign Norvest í Kaupþingi banka nemur um 1,4% af heildarhlutafé og er Norvest ellefti stærsti hluthafinn. Breska tískutímaritið Drapers Fashion magazine valdi Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs Group, annan áhrifa- mesta manninn í breskum tískuiðnaði. Blaðið birtir lista yfir 100 áhrifamesta fólkið í breskum tískuiðnaði á hverju ári og lenti Jón Ásgeir í öðru sæti á listanum. Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Baugs Group í London, er nýr á listanum að þessu sinni og fór beint í 14. sætið, en það er sama sæti og Jón Ásgeir var í á síðasta ári. Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, vermir fyrsta sæti listans. Arthur Ryan, forstjóri Primark, er í þriðja sæti og Philip Green, eigandi Arcadia, í því sjötta. Alls greiddu 16.340 erlendir ríkis- borgarar skatta vegna tekna síðasta árs. Jón Helgi Guðmundsson. 8. desember ANNAR ÁHRIFAMESTI Í BRESKUM TÍSKUIÐNAÐI Jón Ásgeir Jóhannesson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.