Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6
JÓLIN KOMA
ELM er svo sannarlega komið á flug.
Þ egar sumarlínan 2007 kemur fyrir augu viðskiptavina Harvey Nicholes í London verður þar að finna fatnað frá ELM
DESIGN á Íslandi. „Þetta er mikill sigur fyrir
okkur,“ segir Lisbet Sveinsdóttir, einn eigenda og
hönnuða ELM DESIGN. „Hjá Harvey Nicholes
eru einungis stærstu og þekktustu hönnuðir og
fataframleiðendur heims. Hönnun okkar er einnig
seld bæði hjá Selfridges og Liberty í London, í 120
verslunum í Bandaríkjunum og í um 30 versl-
unum á meginlandi Evrópu.“
Eigendur ELM DESIGN eru Erna Steina
Guðmundsdóttir textílhönnuður, Matthildur
Halldórsdóttir drama þerapisti og Lísbet Sveins-
dóttir myndlistarmaður. Þær stöllur hófu að hanna
fatnað árið 1999 og réðu sér umboðsmann í New
York þá um haustið. Markmiðið með starfsemi fyr-
irtækisins er að selja íslenska hönnun erlendis.
Erna Steina, Lísbet og Matthildur hanna allar
jöfnum höndum ELM fatalínurnar sem eru mjög
fjölbreyttar, í raun allt nema sportfatnaður. Aðal-
áhersla er á hönnun kvenfatnaðar úr gæðaefnum.
Frumútgáfur eru búnar til á Íslandi en síðan er
fatnaðurinn framleiddur í Perú og þar er það Matt-
hildur sem stýrir framleiðslunni. „Við hönnum
fjórar línur á ári og núna erum við að hanna vetr-
arlínu fyrir 2007-2008 og sömuleiðis aukalínu,
„holiday-línu“ sem er nær eingöngu markaðssett
í Bandaríkjunum, “ segir Lisbet og bætir við að
framan af hafi þær allar sinnt öðrum störfum með
hönnuninni, t.d. hafi hún séð um ELM verslunina í
Bankastræti en nú séu þær að draga sig út úr þessum
aukastörfum til þess að geta helgað sig enn frekar
hönnuninni.
Með snert af ævintýramennsku Saga ELM
DESIGN hófst fyrir alvöru þegar hönnuðirnir þrír
hittust á sýningu í New York árið 1999. Lísbet segir
þær allar haldnar snert af ævintýramennsku og hafi
fundist New York staður til þess að reyna sig á. „Við
óðum út í kaldan sjó! Þetta varð mjög skemmtilegur
tími og það kom okkur svolítið á óvart hvað fötin
okkar seldust ótrúlega vel.“ Frá upphafi hefur verið
lögð áhersla á sterka markaðssetningu og mikið
hefur verið lagt upp úr að kynna vörurnar á flottan
hátt. Við höfum lagt metnað í að kynna okkur og
vörurnar frá ELM jafnvel og mun stærri fyrirtæki
gera um allan heim. Svo höfum við verið með
góðan umboðsmann sem hefur kynnt okkur fyrir
fyrirtækjum sem skipta máli.“
Lísbet segir að lokum að það sé mikilvægt fyrir
þá sem eru að kenna hönnun að kenna fólki líka
hvernig það eigi að markaðssetja vöruna og sækja
um störf.
Um 100 manns starfa
nú á vegum ELM
DESIGN hér heima
og erlendis, en þær
Erna Steina, Lísbet og
Matthildur eru einu
hönnuðirnir.
Í flottustu verslunum í London
ELM DESIGN:
ELM DESIGN
Laugavegi 1
101 Reykjavík
Sími 511 0991
elm@elm.is
www.elm.is
Vortískan 2007.