Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 100

Frjáls verslun - 01.10.2006, Side 100
100 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 JÓLIN KOMA ELM er svo sannarlega komið á flug. Þ egar sumarlínan 2007 kemur fyrir augu viðskiptavina Harvey Nicholes í London verður þar að finna fatnað frá ELM DESIGN á Íslandi. „Þetta er mikill sigur fyrir okkur,“ segir Lisbet Sveinsdóttir, einn eigenda og hönnuða ELM DESIGN. „Hjá Harvey Nicholes eru einungis stærstu og þekktustu hönnuðir og fataframleiðendur heims. Hönnun okkar er einnig seld bæði hjá Selfridges og Liberty í London, í 120 verslunum í Bandaríkjunum og í um 30 versl- unum á meginlandi Evrópu.“ Eigendur ELM DESIGN eru Erna Steina Guðmundsdóttir textílhönnuður, Matthildur Halldórsdóttir drama þerapisti og Lísbet Sveins- dóttir myndlistarmaður. Þær stöllur hófu að hanna fatnað árið 1999 og réðu sér umboðsmann í New York þá um haustið. Markmiðið með starfsemi fyr- irtækisins er að selja íslenska hönnun erlendis. Erna Steina, Lísbet og Matthildur hanna allar jöfnum höndum ELM fatalínurnar sem eru mjög fjölbreyttar, í raun allt nema sportfatnaður. Aðal- áhersla er á hönnun kvenfatnaðar úr gæðaefnum. Frumútgáfur eru búnar til á Íslandi en síðan er fatnaðurinn framleiddur í Perú og þar er það Matt- hildur sem stýrir framleiðslunni. „Við hönnum fjórar línur á ári og núna erum við að hanna vetr- arlínu fyrir 2007-2008 og sömuleiðis aukalínu, „holiday-línu“ sem er nær eingöngu markaðssett í Bandaríkjunum, “ segir Lisbet og bætir við að framan af hafi þær allar sinnt öðrum störfum með hönnuninni, t.d. hafi hún séð um ELM verslunina í Bankastræti en nú séu þær að draga sig út úr þessum aukastörfum til þess að geta helgað sig enn frekar hönnuninni. Með snert af ævintýramennsku Saga ELM DESIGN hófst fyrir alvöru þegar hönnuðirnir þrír hittust á sýningu í New York árið 1999. Lísbet segir þær allar haldnar snert af ævintýramennsku og hafi fundist New York staður til þess að reyna sig á. „Við óðum út í kaldan sjó! Þetta varð mjög skemmtilegur tími og það kom okkur svolítið á óvart hvað fötin okkar seldust ótrúlega vel.“ Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á sterka markaðssetningu og mikið hefur verið lagt upp úr að kynna vörurnar á flottan hátt. Við höfum lagt metnað í að kynna okkur og vörurnar frá ELM jafnvel og mun stærri fyrirtæki gera um allan heim. Svo höfum við verið með góðan umboðsmann sem hefur kynnt okkur fyrir fyrirtækjum sem skipta máli.“ Lísbet segir að lokum að það sé mikilvægt fyrir þá sem eru að kenna hönnun að kenna fólki líka hvernig það eigi að markaðssetja vöruna og sækja um störf. Um 100 manns starfa nú á vegum ELM DESIGN hér heima og erlendis, en þær Erna Steina, Lísbet og Matthildur eru einu hönnuðirnir. Í flottustu verslunum í London ELM DESIGN: ELM DESIGN Laugavegi 1 101 Reykjavík Sími 511 0991 elm@elm.is www.elm.is Vortískan 2007.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.