Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N Eitt síðasta verk Axels var að standa að kaupum félags- ins á kjölfestuhlut í Icelandair. Finnur Ingólfsson er stjórnar- formaður Icelandair fyrir hönd félagsins. Stærsta eign eignarhalds- félaganna er hins vegar í Exista, en Exista á VÍS og LÍFÍS og stóra eignarhluti í KB banka, Bakkavör og Símanum. 15. nóvember Marel að missa af Food Systems Marel er líklegast að missa af fyrirtækinu Food Systems sem er í eigu Stork. Marel hefur átt í óformlegum viðræðum um að kaupa fyrirtækið. Sagt var frá því þennan dag að stjórn Stork hefði hafnað samþykkt hluthafafundar félagsins um að skipta upp félaginu. Í fréttatil- kynningu frá stjórn Stork var haft eftir forstjóra félagsins að miklir möguleikar væru á verðmætasköpun innan Stork en þeir fælust ekki í uppskipt- ingu fyrirtækisins. Engu að síður verður mjög fróðlegt að fylgjast með þessu máli því að það er ekki á hverjum degi að stjórnir fyrir- tækja hafni samþykkt hluthafa- funda. 17. nóvember Jón Ásgeir stjórnar- formaður 365 Það kom verulega á óvart þegar fréttir bárust um að Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs Group, væri orð- inn stjórnarformaður 365. Fannst flestum sem uppnefnið „Baugsmiðlar“, sem Jón Ásgeir hefur verið mjög ósáttur við, fengi meiri vigt með hann sem stjórnarformann félagsins. Aðrir í stjórn 365 eru Magnús Ármann, Pálmi Haraldsson, Árni Hauksson og Þorsteinn M. Jónsson. Flestir túlkuðu þó setu Jóns Ásgeirs í stóli formanns 365 þannig að þar væri mikið verk að vinna við að laga rekst- urinn. 17. nóvember Nýr framkvæmda- stjóri Iceland Express Hún kom eins og þruma úr heiðskíru lofti fréttin um að Birgir Jónsson væri hættur hjá Iceland Express og að Matthías Imsland hefði verið ráðinn í hans stað, að vísu tímabundið. Hann er náinn 18. nóvember MILTON FRIEDMAN – JÖTUNN Í DVERGSHAM Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði mjög góða grein í Morgunblaðið þennan dag um hagfræðinginn Milton Friedman sem lést tveimur dögum áður. Hannes minntist m.a. á komu Friedmans hingað til lands árið 1984 og um kynni sín af honum. Við grípum hér á nokkrum stöðum niður í greininni: „Ég kynntist Milton Friedman fyrst í Stanford í Kaliforníu haustið 1980, þegar ég sótti þing Mont Pelerin-samtakanna, sem eru alþjóðlegt málfundafélag frjáls- lyndra fræðimanna. Hafði Friedrich von Hayek boðið mér á þingið, en Pálmi Jónsson í Hagkaup lagt til farareyrinn. Ég sagði Friedman í þessu fyrsta sam- tali okkar, að ég hefði oft orðið að verja hann í umræðum á Íslandi. Hann sagði að bragði: „Þú átt ekki að verja mig. Þú átt að verja þær hugsjónir, sem við höfum báðir.“ Sjálfur var Friedman laus við alla áreitni í garð andstæðinga sinna. Hann var vissulega fastur fyrir í rökræðum, en gerði aldrei ráð fyrir, að viðmælendur sínir stjórnuðust af annarlegum hvötum. Hann taldi, að flestir væru sammála um markmið, en þá greindi á um leiðir, og til þess væri hagfræðin að leysa úr slíkum ágreiningi... Hagfræðin var Friedman skært kastljós, sem lýsti upp veruleikann í kringum okkur, auðveldaði okkur að greina afleiðingar gerða okkar og skilja... Eftir heimsókn Friedmans til Íslands þá um haustið urðum við samferða á þing Mont Pelerin-samtakanna í Cambridge, þar sem rætt var um arf Keynes lávarðar, en Friedman hafði gagnrýnt hann um margt, þótt hann bæri líka virðingu fyrir honum. Má segja, að Friedman hafi verið eins áhrifamikill á síðasta fjórð- ungi tuttugustu aldar og Keynes um og eftir miðja öldina. Friedman lagði meg- ináherslu á það, að verðbólga væri alls staðar og alltaf peningalegt fyrirbæri. Hið sama gilti um peninga og aðra vöru, að aukið framboð þeirra að öðru óbreyttu hefði í för með sér verðlækkun þeirra. Stjórnvöld ættu því að einbeita sér að því að mynda festu í peningamálum og ríkisfjármálum, en láta fyrirtæki úti í atvinnulífinu sjálf um að tryggja afkomu sína... Friedman var mjög lágvaxinn maður, allt að því dvergvaxinn. En þegar hann tók til máls, heyrðu allir, að þar fór afburðasnjall maður, andlegur jötunn. Hann fæddist í New York borg 31. júlí 1912, sonur fátækra innflytjenda af gyð- ingaættum, og stundaði nám í Chicago, þar sem hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Rose Director, sem einnig sinnti þar hagfræðinámi...“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Milton Friedman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.