Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 112

Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 112
112 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 JÓLIN KOMA Hljóðfærahúsið á sér langa sögu og hefur verið rekið óslitið allt frá árinu 1916 undir nokkurn veginn sama nafninu. Nú er það á tveimur stöðum, annars vegar Hljóðfærahúsið á Laugavegi 176 og hins vegar Hljóðfærahúsið - Leifur Magnússon á Suðurlandsbraut 32. Starfsemin skiptist þannig að á Suðurlandsbraut eru seldir flyglar, píanó og harmónikur en á Laugaveginum er hægt að fá nánast öll önnur hljóðfæri, að sögn Sindra Más Heimissonar, framkvæmdastjóra Hljóðfærahússins ehf. Árið 2004 sameinuðust fyrirtækin Hljóðfærahúsið og Leifur Magnússon og lögð var áhersla á að nafn Leifs héldist áfram í nafni verslunarinnar. Sindri Már segir að ætlunin sé að verslanirnar flytjist á einn stað í framtíðinni en staður sé enn ekki ákveðinn. „Við erum umboðsaðilar fyrir mörg stærstu hljóðfæramerkin eins og t.d. Steinway&Sons. Það er langþekktasta vörumerkið á sínu sviði, bæði frægast og dýrast, og hljóðfæri frá því eru í 80-90% allra hljóm- leikasala heims. Það er einstakt að eitthvert eitt vörumerki skuli vera með svona mikla markaðsyfirburði. Við erum líka með Yamaha sem er mjög stórt merki. Það er reyndar í fleiru en píanóum og flyglum, t.d. í gítörum, trommum, hljómborðum, blásturshljóðfærum og nánast öllu sem hugsast getur.“ Hljóðfæri í öllum verðflokkum Hljóðfærahúsið er umboðsaðili fyrir Fender, stærsta gítarframleið- anda í heiminum, með 50-60% markaðshlutdeild. Frá Fender seljum við einnig bassa og gít- ara sem og gítar- og bassamagnara ásamt fjölmörgum aukahlutum. Að auki eru mörg önnur merki hjá fyrirtækinu, bæði ný og gömul, stór og smá, og segir Sindri Már að reynt sé að vera með hljóðfæri í öllum verðflokkum. „Það hjálpar okkur mjög mikið að vera með hljóðfæri frá Yamaha og Fender sem framleiða mikið af ódýrum vörum undir sínum merkjum. Þær hafa það þó fram yfir margar aðrar ódýrar vörur að þær eru mjög góðar þar sem framleiðendurnir vilja ekki leggja sitt merki við neitt nema það sem er gott.“ Hingað til hefur verið nokkur munur á vöruframboðinu í versl- ununum þar sem, eins og áður segir, flyglar, píanó og harmónikur eru á Suðurlandsbraut 32 en á Laugaveginum eru nánast öll önnur hljóðfæri, gítarar trommusett, magnarar og upptökubúnaður. „Það hefur kannski verið hugmyndin að skilja á milli rokks og klassískrar tónlistar, en þau skil verða stöðugt óskýrari og menn nota nú orðið hljóðfæri úr mismunandi fjölskyldum í allri tónlist. Starfsmenn Hljóðfærahúsanna eru að jafnaði 7-8 talsins, þó að ekki séu þeir allir í fullum stöðum. „Þetta er alveg frábær hópur og flestir starfs- mannanna eru að einhverju leyti starfandi tónlistarmenn sem geta veitt viðskiptavinum enn betri þjón- ustu vegna þekkingar sinnar á hljóð- færunum og tónlistinni,“ segir Sindri Már Heimisson að lokum. Þekktustu og bestu merkin Tvær þekktar verslanir sameinuðust í eina fyrir tveimur árum. HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ: af öllum stærðum og gerðum Mesta úrval landsins á einum stað! H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350 Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu Verð frá 199.000 kr. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. Sindri Már Heimisson við Steinway&Sons flygil. Á Laugavegi 176 fæst mikið úrval gítara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.