Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 67
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 67
þeirra. Joorabchian og Papa voru líka farnir
að kvarta yfir að þær 75 milljónir, sem þeir
höfðu þó boðið, væru of mikið.
Terence Brown, sem var framkvæmda-
stjóri og aðaleigandi, verður nú heiðurs-
varaforseti liðsins. Björgólfur Guðmundsson
verður heiðursforseti upp á lífstíð: titlarnir
fela ekki í sér störf fyrir félagið. Terry átti
36,6% í félaginu og fékk því um 31 milljón
punda (eða um 4,2 milljarða króna) fyrir
sinn hlut. Eggert verður starfandi stjórnar-
formaður. Hann hefur lýst því yfir að hann
verði „mjög viðverandi“ og ætli að láta til
sín taka.
Alan Pardew heldur starfi sínu sem knatt-
spyrnustjóri félagsins og fær aukin fjárráð til
að kaupa leikmenn. Ekki veitir af ef mark-
miðið er að West Ham verði alvörulið í efri
hluta deildarinnar.
Félagið var stofnað 1895
Austur-London, bæjarhluti West Ham,
var löngum verkamannahverfi. Félagið var
stofnað 1895 meðal verkamanna í skipa-
smíðastöð í Canning Town við Thames.
Það kallaðist þá Thames Ironworks Football
Club. Ýmis önnur félög voru stofnuð á
þessum tíma og atvinnumennska í knatt-
spyrnu mótaðist brátt. Aldamótaárið 1900
var nafninu breytt í West Ham United
Football Club.
Gælunafnið „járnin“ má rekja til upphafs-
ins líkt og merki klúbbsins, tvo hamra ofan á
kastala, þar sem kastalinn vísar líklega til kon-
unglegra tengsla. Félagið er til húsa þar sem
Anna Boylen, sögufræg eiginkona Henriks
VIII, bjó einu sinni. Félagslitirnir, vínrautt
og ljósblátt, eru raktir til þess að fyrstu bún-
ingarnir voru saumaðir úr afgöngum af verk-
stæði í nágrenninu sem klæddi húsgögn.
West Ham hefur aldrei staldrað lengi við
í efstu deild en átt glæsta spretti og fræga
leikmenn eins og Bobby Moore, hinn goð-
umlíka fyrirliða breska landsliðsins sem varð
heimsmeistari í knattspyrnu árið 1966. Auk
Moore urðu tveir aðrir West Ham leikmenn
heimsmeistarar 1966, þeir Geoff Hurst og
Martin Peters. Einn þekktasti stuðnings-
maður liðsins er skopleikarinn John Cleese.
Keppnin við Joorabchian
Þegar hinn 35 ára ensk-íranski Joorabchian
fór að bera víurnar í West Ham í fyrra var sagt
að sá sem stæði á bak við hann væri rússn-
eskur auðkýfingur, Boris Berezovský, fyrrum
verndari Roman Abramovitsj. Berezovský
hafði umsjón með einkavæðingu olíulinda í
Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna. Abramo-
vitsj vann þá fyrir hann en síðan skildu leiðir
þeirra. Berezovský féll í ónáð Kremlverja sem
sagt var að sæktust eftir lífi hans og auði – á
endanum sótti Berezovský um pólitískt hæli
í Englandi og býr nú í London.
Ýmsum hjá West Ham leist vel á Joo-
rabchian því hann hafði þegar sýnt sig og
sannað sem fótboltafélagseigandi í Brasilíu
þar sem fyrirtæki hans, Media Sport Invest-
ment, MSI, á fótboltafélag sem sigraði í
úrvalsdeildinni þar í fyrra. Nú gat West Ham
farið að láta sig dreyma um sama árangur
í eigu rausnarlegs eiganda með stórar fjár-
hirslur.
K A U P I N Á W E S T H A M
West Ham velti 7,8 milljörðum króna á
síðustu leiktíð og skilaði um 1,7 milljarða
króna hagnaði. En leiktíðina áður var 240
milljóna króna tap á félaginu.
Björgólfur Guðmundsson,
maðurinn á bak við
kaupin á West Ham.