Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 93
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 93
Armband, úr og hringur frá Tous.
„Ég messa í Dómkirkjunni ásamt mínu safnaðarfólki klukkan sex
á aðfangadagskvöld,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur.
„Á yngri árum mínum byrjuðu jólin mín þannig að hlustað var
á messuna í útvarpinu. Jólin voru hringd inn með klukkum
Dómkirkjunnar, síðan hljómaði orgelið og svo var sunginn sálm-
urinn „Sjá himins opnast hlið“.
Svo leið og beið, ég gerðist prestur og messaði klukkan sex
á aðfangadagskvöld sjálfur yfir þeim söfnuðum þar sem ég þjón-
aði. Fyrst í Húnaþingi, þá á Sauðárkróki og nú síðustu fimm
árin í Dómkirkjunni. Jólin mín byrja því aftur þar sem ég sá þau
í hillingum gegnum útvarpið. Bernskumynd jólanna minna er
þetta upphaf: Við systkinin, öll fimm, sitjum inni í stofu ásamt
foreldrum okkar, allt er tilbúið og messan byrjar í Dómkirkjunni í
Reykjavík.“
ÆSKUJÓLIN
Roy Rogers-föt og Macintosh-dós
MESSAÐ Í DÓMKIRKJUNNI
Messað í
Dómkirkjunni
Helgi Vilhjálmsson, eigandi Góu, bjó í Vestur-
bænum þegar hann var barn. Faðir hans var á
togara sem sigldi til Englands. Á þessum tíma
dreymdi Helga um að verða sjómaður eins og
pabbi.
Helgi rifjar upp jólin 1950 þegar hann var
sjö ára. „Ég beið eftir að pabbi kæmi heim fyrir
jólin,“ segir hann, en stundum kom það fyrir
að faðir hans var á sjónum um jólin. „Ég beið
spenntur eftir því að fá gjafir sem ekki var hægt
að kaupa á Íslandi. Ég fékk Roy Rogers-föt,
byssu og fleiri græjur.“
Faðir Helga keypti auk þess Machintos-dós
sem var mjög vinsæl á heimilinu. „Dósirnar voru
flottari á þeim tíma en þær eru í dag,“ segir
Helgi sem áratugum síðar stofnaði sælgætisgerð-
ina Góu.
Hjálmar Jónsson. „Jólin mín byrja því aftur þar sem ég sá þau í hill-
ingum gegnum útvarpið.“
Helgi Vilhjálmsson.
„Ég beið spenntur
eftir því að fá gjafir
sem ekki var hægt
að kaupa á Íslandi.“