Frjáls verslun - 01.10.2006, Blaðsíða 129
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 6 129
FÓLK
Halldór G. Eyjólfsson er for-stjóri Sjóklæðagerðarinnar
og hóf hann störf hjá fyrirtæk-
inu um miðjan júní á þessu ári.
Sjóklæðagerðin framleiðir vörur
undir hinu þekkta vörumerki 66
Norður og rekur verslanir: „Þetta
hefur verið mjög skemmtilegur
tími, mikið í gangi hjá okkur
og hef ég verið mest lítið inni
á skrifstofu, aðallega verið úti
meðal starfsmanna, sem eru 100
á Íslandi og 200 í Lettlandi. Sjó-
klæðagerðin starfar á mjög breiðu
sviði, ekki bara í útivistarfatnaði
sem hlotið hefur frábærar við-
tökur síðustu árin, heldur einnig
í vinnufatnaði. Þar erum við að
sjálfsögðu mjög stórir í sjófatn-
aðinum en einnig í vinnugöllum,
buxum, samfestingum og öllum
skófatnaði, öryggisskóm sem
og stígvélum. Fyrirtækið hefur
þrefaldað stærð sína á þremur
árum og var því nauðsynlegt að
fara í sérstakar aðgerðir til þess að
bæta þjónustuna við viðskiptavini
okkar. Við sjáum strax árangur af
þessari vinnu með auknum við-
skiptum en sjáum jafnframt að
hægt er að gera enn betur.“
Halldór er kvæntur Solveigu
H. Sigurðardóttur lyfjafræðingi
sem starfar við klínískar rann-
sóknir og lyfjaskráningar hjá Eli
Lilly á Íslandi: „Við eigum saman
tvö frábær börn, Eyjólf Ásberg og
Ásdísi Karen.
Skólaganga mín hófst í
Ísaksskóla og á ég þaðan mjög
góðar minningar. Þaðan fór ég í
Æfingadeildina og síðan í Haga-
skóla sem var frábær tími, mjög
góðir kennarar og skemmtilegir
skólafélagar sem enn halda hóp-
inn. Síðan lá leiðin í MH þar
sem ég fór á eðlisfræðibraut. Ég
tók þar alla stærðfræðiáfanga sem
í boði voru, eða eina 16, því ég
hafði ákveðið að verða verkfræð-
ingur 6 ára gamall og hafði þegar
spurt foreldra mína hvaða menn
gerðu brýr og jarðgöng þegar við
vorum á leið um Vestfirðina. Því
næst fór ég í vélaverkfræði sem
þá var 4 ára nám. Að því loknu
fór ég til Danmerkur og lauk þar
mastersprófi í rekstrarverkfræði.“
Þegar kemur að áhugamálum
segir Halldór íþróttir vera stórt
áhugamál hjá fjölskyldunni:
„Ekki bara að maður sé mikill
KR-ingur og Liverpool-aðdáandi
heldur býr fjölskyldan að útsýni
yfir KR-völlinn. Auk þess keppti
ég sjálfur í fjölmörgum íþróttum
á yngri árum, knattspyrnu,
handbolta, körfubolta, fjálsum
íþróttum og borðtennis svo að
eitthvað sé nefnt, en fótboltinn
var þó í mestu eftirlæti síðustu
árin. Í dag stunda krakkarnir
íþróttir, strákurinn er í fótbolta
og körfubolta og stelpan í fót-
bolta og fimleikum.
„Sveitin“ er mikið áhugamál
og er fjölskyldan að koma sér
upp aðstöðu og nokkur trjárækt
er í gangi hjá okkur. Sjálfur hef ég
gaman af smíðum og hef verið að
byggja upp bæði hús og sólpalla.
Þá hef ég mjög gaman af því að
fá vini í mat til okkar og reyni
að vera duglegur að bjóða fólki
heim. Stangveiði hefur einnig
verið í uppáhaldi en því miður
hefur tími til að stunda hana
verið af skornum skammti und-
anfarin ár.“
Halldór tók við starfi sínu
í júní og var sumarfríið aðeins
nokkrir dagar: „Fjölskyldan fór
þó á Barðaströndina og hafði
mjög gaman að skoða þann hluta
landsins. Þar komst ég í síðustu
bæjarfélögin sem ég átti eftir að
heimsækja en nú hef ég komið
á alla staði á landinu þar sem
eru bæir eða sveitabyggð. Einnig
fórum við í gömlu sveitina
mína, Mývatnssveit, um versl-
unarmannahelgina en þar var ég
strákur í sveit í ein fimm sumur.
Framundan er ferð sem mig hefur
lengi dreymt um að fara með fjöl-
skylduna, en það er til Liverpool
á leik með Liverpool á Anfield-
leikvanginum.“
Halldór G. Eyjólfsson:
Ég hafði ákveðið að
verða verkfræðingur 6 ára
gamall og hafði þegar
spurt foreldra mína hvaða
menn gerðu brýr og jarð-
göng þegar við vorum á
leið um Vestfirðina.
forstjóri Sjóklæðagerðarinnar hf.
HALLDÓR G. EYJÓLFSSON
Nafn: Halldór G. Eyjólfsson.
Fæðingarstaður: Reykjavík
27. júlí 1966.
Foreldrar: Karen
Guðmundsdóttir og Eyjólfur
Halldórsson (látinn).
Maki: Solveig H.
Sigurðardóttir.
Börn: Eyjólfur Ásberg, 8 ára,
og Ásdís Karen, 6 ára.
Menntun: Vélaverkfræðingur
frá HÍ 1990 og masters-
próf í rekstrarverkfræði
frá Danmarks Tekniske
Höjskole 1992.